Matráður í Varmárskóla

08.01.2019 12:26

Varmárskóli í Mosfellsbæ óskar eftir að ráða matráð til starfa

Varmárskóli er heildstæður grunnskóli sem vinnur í anda uppbyggingarstefnunnar. Varmárskóli leggur upp með gildi Mosfellsbæjar sem eru virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja. Skólinn er staðsettur í náttúruparadís og lögð er áhersla á nýtingu umhverfis í námi nemenda. Við skólann er öflugt starfsmannafélag og góður starfsandi.

Varmárskóli óskar eftir að ráða matráð í mötuneytiseldhús skólans til starfa. Um er að ræða 100% starfshlutfall í tímabundna stöðu, eða til 7. Júní 2019.

Menntunar- og hæfnikröfur:

  • Menntun á sviði matreiðslu og næringar
  • Frumkvæði, sjálfstæði og faglegur metnaður
  • Skipulögð vinnubrögð
  • Jákvæð og góð færni í mannlegum samskiptum
  • Góð íslensku kunnátta

Umsóknarfrestur er til og með 24. janúar 2019.

Umsóknir ásamt starfsferilsskrá og kynningarbréfi sem greinir frá reynslu, menntun og fyrri störfum ásamt rökstuðningi fyrir hæfni í starfið skulu berast á netfangið thoranna[hja]varmarskoli.is. Nánari upplýsingar um starfið gefur Þóranna Rósa Ólafsdóttir í síma 899-8465. Öllum umsóknum verður svarað. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands ísl. sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Við hvetjum fólk af báðum kynjum til að sækja um starfið.

Sjá auglýsingu (.pdf 171 kb)
Til baka