Starfsmaður í búsetukjarna fatlaðs fólks.

08.01.2019 10:44

Starfsmaður óskast í 30-35% hlutastarf  í búsetukjarnanum Þverholti í Mosfellsbæ.

Mosfellsbær auglýsir eftir starfsmanni í búsetukjarna fatlaðs fólks.

Við í Þverholti í Mosfellsbæ leitum eftir öflugum og framsæknum starfsmanni í til að fá til liðs við okkur. Við veitum íbúum einstaklingsmiða þjónustu og leggjum okkur fram við að auka víðsýni þeirra með félagslegri virkni. Starfsmenn vinna eftir hugmyndafræði Þjónandi leiðsagnar sem og þjónustu- og starfsáætlunum. Svo leggjum við okkur fram við að skapa góða liðsheild. Við störfum samkvæmt lögum um málefni fatlaðs fólks nr. 59/1992 með síðari breytingum og samkvæmt stefnu Mosfellsbær í málaflokknum. Unnið er aðra hverja helgi og fjölbreytni er í vöktum.

Mosfellsbær er öflugt og framsækið sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi.

Menntunar- og hæfnikröfur:

  • Áhugi á málefnum fatlaðs fólks
  • Þjónustulund og jákvæðni í starfi
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Framtakssemi og samviskusemi
  • Frumkvæði, sjálfstæði og metnaður í starfi
  • Viðkomandi verður að hafa hreint sakavottorð
  • Aldursskilyrði 20 ár

Umsóknarfrestur er til og með 22. janúar 2019.

Umsóknir ásamt starfsferilsskrá skulu berast á netfangið elvah[hja]mos.is. Nánari upplýsingar um starfið veitir Elva Hjálmarsdóttir, forstöðumaður í Þverholti í síma 566-8070. Öllum umsóknum verður svarað. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands ísl. sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Við hvetjum fólk af báðum kynjum til að sækja um starfið.

Sjá auglýsingu (.pdf 177 kb)
Til baka