Vinnuskóli Mosfellsbæjar 2018
Daglegur rekstur skólans er í höndum tómstunda- og forvarnarfulltrúa, yfirflokksstjóra og flokksstjóra.
Markmið skólans eru:
- Að kenna nemendum að vinna og hegða sér á vinnustað
- að kenna nemendum að umgangast bæinn sinn
- að auka skynjun og virðingu nemenda fyrir umhverfinu.
- að veita nemendum vinnu yfir sumartímann.
Opið er fyrir umsóknir frá 22. mars -14. apríl.
Sækja skal um starf í vinnuskóla í Íbúagátt Mosfellsbæjar
Vinnuskóli Mosfellsbæjar verður starfræktur á tímabilinu 11. júní til 17. ágúst.
Vinnuskólinn verður lokaður á tímabilinu 1. ágúst til og með 8. ágúst.
Tímabilinu er skipt í A og B og þurfa nemendur að velja sér tímabil á umsókninni. 
Ekki er hægt að lofað að allir fái það tímabil sem að þeir óska eftir.

Ekki er hægt að lofað að allir fái það tímabil sem að þeir óska eftir.
Starfstími nemenda verður sem hér segir:
A – tímabil: 11.06.2018
B – tímabil: 16.07.2018
Ekki er í boði að vinna upp þá tíma sem að nemendur missa úr vegna frís eða veikinda.
Þeir sem að eru orðnir 16 ára þurfa að skila inn upplýsingum um persónuafslátt