Evrópsk samgönguvika

Samgönguvika verður sett á í Mosfellsbæ dagana 16. -22. september. Ýmislegt fjölbreytt og skemmtilegt verður á dagskrá í bænum sem við hvetjum alla til að taka þátt í.

Samgönguvika er evrópskt átak um bættar samgöngur í borgum og bæjum. Markmið vikunnar er að hvetja fólk til umhugsunar um eigin ferðavenjur og virkja það til að nota almenningssamgöngur, hjóla eða ganga. Einnig er vikunni ætlað að hvetja stjórnvöld til að stuðla að notkun þessara samgöngumáta og fjárfesta í nauðsynlegum aðbúnaði.

 

Samgönguvika heldur úti lifandi upplýsingaveitu á Facebook sem vert er að fylgjast með.

 

EVRÓPSK SAMGÖNGUVIKA Í MOSFELLSBÆ