Ungmennaráð Mosfellsbæjar

Ungmennaráð fer með mál ungmenna í Mosfellsbæ eftir því sem nánar er kveðið á um í samþykkt bæjarstjórnar.

Ungmennaráð er umræðu- og samstarfsvettvangur ungmenna á aldrinum 13-20 ára í sveitarfélaginu, með það að markmiði að koma tillögum og skoðunum ungmenna til skila til viðeigandi aðila í stjórnkefi sveitarfélagsins, vera sveitarfélaginu ráðgefandi um málefni er tengjast ungu fólki, gera ákvarðanatöku í málefnum ungmenna sýnilegri og auka tengsl fulltrúa nemenda og bæjaryfirvalda, auk þess að þjálfa ungmenni í sveitarfélaginu í lýðræðislegum vinnubrögðum.

Fundir eru haldnir að jafnaði einu sinni í mánuði.

Nemendaráð grunn- og framhaldsskóla í Mosfellsbæ tilnefna árlega, hvert um sig, þrjá aðalmenn auk þriggja varamanna í ungmennaráðið og er starfstíminn frá 15. september til 31. maí, ár hvert.

Aðalmenn í ungmennaráði 2018-2019 voru kjörnir:

FRAMHALDSSKÓLA Fulltrúar 
Aðalmenn Varamaður 
Embla Líf Hallsdóttir
Ástrós Hind Rúnarsdóttir
Ragna Katrín
VARMÁRSKÓLI 
Aðalmenn 
 Varamaður  
Emma Sól Jónsdóttir Margrét María Marteinsdóttir
Kristín Gyða Davíðsdóttir
Anna Lísa Hallsdóttir
LÁGAFELLSSKÓLI
Aðalmenn 
Varamaður 
Karen Dæja Guðbjartsdóttir Andrea Arnoddsdóttir
Kristjana Rakel Eyþórsdóttir
Guðlaug Karen Ingólfsdóttir
Tómas G. Gíslason, umhverfisstjóri og verkefnisstjóri Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ og Edda Davíðsdóttir, tómstunda- og forvarnarfulltrúi eru starfsmenn ráðsins.