Tryggingar á skólatíma

01.01.2014
TMFrá og með 1. janúar 2014 tryggir TM nú hagsmuni Mosfellsbæjar .

Meðal trygginga eru:
Slysatryggingar skólabarna. Öll börn, yngri en 18 ára sem eru búsett í Mosfellsbæ og eru skráð í grunnskóla (gildir um slys sem verða á skólatíma, á skólalóð eða í ferð á vegum skólans), leikskóla, dagskóla, á sumarnámskeið, á gæsluleikvelli og í skipulögðu tómstundastarfi félagsmiðstöðum eru sjálfkrafa vátryggð.

Sjálfsábyrgð í hverju tjóni er kr. 15.000 þúsund vegna slyss á barni (nemanda)
Hér má lesa skilmála slysatrygginga skólabarna: Skilmálar TM nr. 300 (sjá heimasíðu TM)
  1. Foreldrar greiða sjálfir heimsóknir á heilsugæslu eða til sérfræðinga vegna slyssins (ekki skólinn eða Mosfellsbær)
  2. Þegar upphæðin sem foreldrar hafa þurft að greiða vegna slyssins nær yfir 15.000 krónurnar fara foreldrar með nóturnar á skrifstofu TM og fá endurgreitt.

Best er að leita til TM ef þið þurfið frekari upplýsingar um þetta. 
Tryggingamiðstöðin, Síðumúla 24, 108 Reykjavík
netfang: tm[hjá]tm.is, sími: 515-2000


Skólaskrifstofa Mosfellsbæjar
Þverholti 2
270 Mosfellsbær
sími: 525 6700
fax: 525 6739
Til baka