Tilkynning / Report

Tilkynning til barnaverndar

Á þessari síðu er hægt að senda tilkynningar til barnaverndar þegar ástæða er til að ætla að barn búi við óviðunandi uppeldisaðstæður, verði fyrir áreitni, ofbeldi eða stofni heilsu sinni og þroska í alvarlega hættu. Einnig ef ástæða er til að ætla að atferli manns, sem starfa sinna vegna hefur samskipti við börn, sé stórlega ábótavant.

Veljið hnapp hér að neðan til að senda inn tilkynningu.

Tilkynning til barnaverndar

Tilkynning þegar ástæða er til að ætla að barn búi við óviðunandi uppeldisaðstæður, verði fyrir áreitni, ofbeldi eða stofni heilsu sinni og þroska í alvarlega hættu.

Hverjum þeim sem hefur ástæðu til að ætla að barn búi við ofbeldi eða vanrækslu er skylt að tilkynna það til barnaverndarnefndar. Samkvæmt íslenskum barnaverndarlögum teljast einstaklingar yngri en 18 ára vera börn. Lögin ná einnig yfir ófædd börn t.d. ef þeim stafar hætta af vímuefnaneyslu móður eða af ofbeldi sem móðir verður fyrir.

Sá sem tilkynnir til barnaverndarnefndar verður að segja til nafns en ef óskað er nafnleyndar veit aðeins það starfsfólk sem kannar málið nafn tilkynnanda. Tilkynnandi þarf að gera grein fyrir nafni, netfangi og símanúmeri til þess að hægt sé að hafa samband til að fá nánari upplýsingar.

Ef málið þolir ekki bið er tilkynnanda vinsamlegast bent á að hafa samband símleiðis við 112. Bakvakt Barnaverndar Mosfellsbæjar sinnir neyðartilvikum utan skrifstofutíma

Tilkynnandi
Barn/Börn sem tilkynning varðar

*Stjörnumerkta reiti þarf að fylla út.

Tilkynning til barnaverndar - starfsmaður

Tilkynning þegar ástæða er til að ætla að atferli manns, sem starfa sinna vegna hefur samskipti við börn, sé stórlega ábótavant, sbr. 35. gr. barnaverndarlaga.

Hverjum þeim sem hefur ástæðu til að ætla að atferli manns, sem starfa sinna vegna hefur samskipti við börn, sé stórlega ábótavant er skylt að tilkynna það til barnaverndarnefndar. Samkvæmt íslenskum barnaverndarlögum teljast einstaklingar yngri en 18 ára vera börn.

Sá sem tilkynnir til barnaverndarnefndar verður að segja til nafns en ef óskað er nafnleyndar veit aðeins það starfsfólk sem kannar málið nafn tilkynnanda. Tilkynnandi þarf að gera grein fyrir nafni, netfangi og símanúmeri til þess að hægt sé að hafa samband til að fá nánari upplýsingar.

Ef málið þolir ekki bið er tilkynnanda vinsamlegast bent á að hafa samband símleiðis við 112. Bakvakt Barnaverndar Mosfellsbæjar sinnir neyðartilvikum utan skrifstofutíma

Tilkynnandi

*Stjörnumerkta reiti þarf að fylla út.

Report to child protections services / Zgłoszenia do Urzędu ds. ochrony dzieci

On this page it is possible to send notices to child protection services when there is reason to believe or suspect that a child is living in unacceptable conditions, is being harassed, abused or their health and development is in danger. Also when there is reason to believe that the behaviour of a person who works with children is inappropriate.

Na tej stronie można wypełnić i wysłać zgłoszenie do Urzędu ds. ochrony dzieci w przypadku podejrzenia o tym, że dziecko wychowuje się w nieodpowiednich warunkach, jest molestowane, jest ofiarą przemocy lub jego zdrowie i rozwój są narażone na poważne niebezpieczeństwo. Zgłoszenie należy wysłać również jeżeli działania osoby, która w swojej pracy ma kontakt z dziećmi, są w dużym stopniu niewłaściwe.

Click on the appropriate link to send a notice / Poniżej wybierz odpowiednie zgłoszenie, które chcesz wysłać