Félagsmiðstöðvar

FélagsmiðstöðvarÍ félagsmiðstöðvunum er boðið upp á uppbyggilegt félagsstarf fyrir 10 - 16 ára börn og unglinga í frítímanum. Áhersla er lögð á að ná til þeirra unglinga sem þarfnast félagslegs stuðnings og að bjóða upp á fjölbreytileg viðfangsefni. Unnið er í klúbbum, sértæku hópastarfi, opnu starfi og tímabundnum verkefnum.

Unglingalýðræði
Félagsmiðstöðvastarfið byggir á hugmyndafræði unglingalýðræðis sem á að tryggja áhrif þeirra á starfið. Rammar unglingalýðræðis eru landslög, ákvarðanir borgaryfirvalda og fjárhagsáætlun félagsmiðstöðvarinnar.

Í öllum félagsmiðstöðvum starfa unglingaráð sem móta viðfangsefni líðandi stundar og eru talsmenn unglinganna. Forvarnir meðal unglinga, hvað varðar reykingar, vímuefni og einelti, er snar þáttur í starfinu og lögð er áhersla á að styrkja jákvæða sjálfsmynd þeirra og stuðla að heilbrigðum lífsstíl. Stutt er við félagsstarf unglinga í 5. - 10. bekk í grunnskólum Reykjavíkur.

UNGMENNAHÚS MOSINN

Markmið og hugmyndafræði ungmennahússins er að veita ungu fólki aðstöðu og aðstoð við að koma hugmyndum sínum í framkvæmd. Bjóða upp á heilbrigðan og vímuefnalausan valkost til afþreyingar fyrir ungt fólk í Mosfellsbæ. Að virkja ungt fólk til félagslegra athafna og koma í veg fyrir félagslega einangrun og aðgerðarleysi. Að leiðbeina ungu fólki í samstarfi við fagaðila og samtök. Að opna á tækifæri fyrir ungt fólk í Mosfellsbæ fyrir Evrópusamstarfi.

Ungmennahúsið er vettvangur fyrir ungt fólk að koma hugmyndum sínum í framkvæmd, halda listasýningar, stofna leikhóp eða spila tölvuleiki, við erum opin fyrir öllum hugmyndum svo endilega komið og látið okkur vita hvað þið viljið.

Opin hús eru öll þriðjudagskvöld frá kl. 18:00 - 22:00 í Varmár Bóli fyrir ungmenni á aldrinum 16-25 ára. 

Aðra hverja viku eru opnir húsráðsfundir fyrir þá sem hafa áhuga á að taka þátt í starfi ungmennahússins og eru þeir auglýstir á fésbókarsíðu hússins sem og allir viðburðir sem eru haldnir reglulega. Dagskrá hússins er ákveðin í byrjun annar af húsráði sem er opin hópur sem allir eru velkomnir að taka þátt í. 

Ungmennakór Mosans

er fyrir alla á aldrinum 16-25 ára. Nánari upplýsingar veitir Hrafnhildur í netfangi hrafnhildurg[hjá]mos.is

Allir á aldrinum 16 - 25 eru velkomnir að taka þátt og hafa áhrif. 

 

Allar frekari upplýsingar veitir
Hrafnhildur Gísladóttir
hrafnhildurg[hjá]mos.is

Samfélagsmiðlar:

Ungmennahús á facebook  Ungmennahús Mosfellsbæjar 
Bólið á Instagram  @bolid270 
Bólið á Snapchatt  @bolid_270
Bólið bloggar  bloggsíða 

Félagsmiðstöðvar - Varmá Ból og Lágó

Það er alltaf eitthvað að gerast í Bólinu, t.d. opið hús, þar er hægt að spila billiard, borðtennis og fúsball, horfa á sjónvarpið, syngja í Karaokee, spjalla og ýmislegt annað. Fastir liðir eru árshátíð Bólsins, söngvakeppni, fræðslukvöld, stjörnuleikurinn, ferðir og ýmislegt annað. Allar frekari upplýsingar er hægt að nálgast hjá okkur í Bólinu.

Foreldrar eru velkomnir í heimsókn í Bólið og þar geta þeir kynnt sér starfsemina, einnig eru haldin sérstök foreldrakvöld þar sem foreldrar eru hvattir til að mæta með unglingunum sínum og kynnast þeirra umhverfi og hafa það gaman saman.
 
Allir sem eru í 5. - 10. bekk Varmárskóla og Lágafellsskóla eru velkomnir í félagsmiðstöðvarnar.

 

Félagsmiðstöðin Ból er opin sem hér segir:

Fyrir 8. - 10. bekk (13-15 ára)

Fyrir 5. - 7. bekk  (10-12 ára)

Mánudaga - fimmtudaga frá 9:30 – 16:00
Föstudaga frá 9:30 - 15:00

KVÖLDOPNUN:

Lágó Ból: Mánudaga 19:00 - 21:45
Varmá Ból: Miðvikudaga 19:00 - 21:45
Annan hvorn föstudag 19:00 - 21:45
skiptist opnun á milli Varmá og Lágó. 
Lágó Ból: Mánudaga 14:00 - 16:00
Varmá Ból: Miðvikudaga 14:00 - 16:00

Dagskrá er send í tölvupósti til foreldra í gegnum Mentor. Nánari upplýsingar: bolid[hjá]bolid.isStaðsetning: 
Varmá Ból - Skólabraut 2
Lágó - útisel við Lágafellsskóla

Sími: 566-6058 /  565 5249

Netfang: bolid[hja]mos.is

Samfélagsmiðlar:

Ungmennahús á facebook  Félagsmiðstöðin Ból á facebook 
Bólið á Instagram  @bolid270 
Bólið á Snapchatt  @bolid_270
Bólið bloggar  bloggsíða 
Starfsmenn Bólsins eru: 
  • Edda R. Davíðsdóttir, Tómstundafulltrúi og Forstöðumaður félagsmiðstöðvar.
    Tómstundafulltrúi er jafnframt forstöðumaður vinnuskóla.
  • Anna Lilja Björnsdóttir, 
  • Hilmir Ægisson, 
  • Eyþór Árnason, 
  • Ólafía Sif Sverrisdóttir, 
  • Erna Margrét Grímsdóttir 
  • Hallgrímur Jónas Ingvason.
UNGMENNARÁÐ MOSFELLSBÆJAR er umræðu- og samstarfsvettvangur ungmenna á aldrinum 13-20 ára í sveitarfélaginu og fer með mál ungmenna í Mosfellsbæ eftir því sem nánar er kveðið á um í samþykkt bæjarstjórnar.

Íþrótta og tómstundanefnd fer með málefni félagsmiðstöðvar í umboði bæjarstjórnar.