Vinnuskólinn

Vinnuskólinn

Vinnuskóli Mosfellsbæjar er starfræktur yfir sumarið á tímabilinu júní til ágúst

Skráning í Vinnuskóla Mosfellsbæjar fer fram í gegnum ráðningavef Mosfellsbæjar og hefst ummsóknarferli í mars ár hvert.

Daglegur rekstur skólans er í höndum tómstundarfulltrúa, yfirflokksstjóra og flokksstjóra.

Markmið skólans eru:

  • Að kenna nemendum að vinna og hegða sér á vinnustað 
  • að kenna nemendum að umgangast  bæinn sinn
  • að auka skynjun og virðingu nemenda fyrir umhverfinu. 
  • að veita nemendum vinnu yfir sumartímann.

Ef einhverjar spurningar vakna endilega hafið samband í félagsmiðstöðina Ból í síma 566 6058 eða við Eddu Davíðsdóttur í síma 525 6700