Ungbarnaþjónusta

Mosfellsbær býður upp á þrjár leiðir í ungbarnaþjónustu, 48 pláss í ungbarnaleikskóla/deild í Mosfellsbæ í Hlíð og á Huldubergi, pláss í sjálfstætt starfandi ungbarnaleikskólum með þjónustusamning við Mosfellsbæ og pláss hjá sjálfstætt starfandi dagforeldrum með þjónustusamning við Mosfellsbæ.

Foreldrar geta vistað börn sín hjá þessum aðilum og allir greiða sama gjald óháð vistunarformi. Gjaldskráin er tvískipt, annars vegar fyrir börn undir 13 mánaða og hins vegar frá 13 mánaða aldri (Sjá gjaldskrá í flipa undir tengd skjöl). Þegar barn er komið í eitt af þessum þremur ungbarnaúrræðum er að öllu jöfnu gert ráð fyrir að barnið sé þar, þar til pláss á almennri deild í leikskóla býðst. Frá 18 mánaða aldri teljast börnin vera komin á leikskólaaldur og er leikskólaplássum úthlutað eftir úthlutunarreglum leikskóla Mosfellsbæjar.

 

ferli Ungbarnaþjónustu

Umsóknir um pláss í ungbarnaþjónustu

  1. DAGFORELDRAR – foreldrar sækja sjálfir um pláss hjá dagforeldrum og eiga í samskiptum við dagforeldra um upphaf vistunar. Foreldrar gera vistunarsamning við dagforeldra, dagforeldrar upplýsa Mosfellsbæ og sjá um innheimtu niðurgreiðslu fyrir hvert barn. Upplýsingar um starfsemi dagforelda er að finna á heimasíðu Mosfellsbæjar. Foreldrar geta vistað börn sín hjá dagforeldrum í öðrum sveitarfélögum svo fremi að viðkomandi dagforeldri hafi starfsleyfi frá sínu sveitarfélagi.

  2. UNGBARNALEIKSKÓLAR HJÁ SJÁLFSTÆTT STARFANDI REKSTRARAÐILUM – foreldrar sækja sjálfir um pláss og eiga í samskiptum um upphaf vistunar. Foreldrar gera vistunarsamning við leikskólann, leikskólinn upplýsir Mosfellsbæ og sér um innheimtu niðurgreiðslu. Upplýsingar um þá leikskóla sem gert hafa samning má finna á heimasíðu Mosfellsbæjar.

  3. UNGBARNALEIKSKÓLI/DEILD MOSFELLSBÆJAR – foreldrar sækja um á heimasíðu Mosfellsbæjar/Íbúagátt um  leið og sótt er um leikskólapláss.