Dagforeldrar

DaggæslaSkólafulltrúi hefur umsjón og eftirlit með dagforeldrum bæjarins, veitir þeim ráðgjöf og sér um leyfisveitingu til þeirra, svo og umsjón með gæsluvelli. Skólafulltrúi er ráðgefandi við bæjaryfirvöld um leikskólamál, sinnir erindum og hefur með höndum umsýslu og eftirlit er lýtur að leikskólum, dagforeldrum og gæsluleikvöll. 
 
Daggæsla í heimahúsum.
Um daggæslu barna í heimahúsum gildir reglugerð nr. 907/2005, sem sett var með heimild í lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga. Fræðslunefnd veitir leyfi til gæslu barna í heimahúsum í Mosfellsbæ og hefur eftirlit með starfseminni.  Þeir einir sem hafa leyfi fræðslunefndar til slíkrar starfsemi hafa heimilid til að gæta barna og taka greiðslu fyrir. 
Skólafulltrúi er starfsmaður fæðslunefndar og hefur umsjón og eftirlit með starfsemi dagforeldra í Mosfellsbæ.
 
Lögð hefur verið áhersla á að dagforeldrar séu starfandi í öllum hverfum bæjarins. 
 
Við upphaf vistunar barns hjá dagforeldri er gerður  vistunarsamningur um vistun barns hjá dagforeldri.  Í samningnum kemur fram hvenær barn byrjar vistun, vistunartíminn, mánaðargjald foreldra og niðurgreiðsla frá Mosfellsbæ til dagforeldris. Uppsögn á samningnum skal gerð með mánaðarfyrirvara. 
 
NAFN HEIMILI VINNUTÍMI
Heiðrún Jóna Ingólfsdóttir Leirutanga 33 07:45 – 16:15
(eða samkomulag)
Signý Sigtryggsdóttir Hulduhlíð 3 08:00 - 16:00


 
TVEIR DAGFORELDRAR STARFANDI SAMAN
Sólveig Þorleifsdóttir og Vigdís Erna Þorsteinsdóttir
Njarðarholti  7:30 - 16:00 
Fræðslunefnd fer með yfirumsjón daggæslu í heimahúsi í umboði bæjarstjórnar.

Fræðslunefnd fer með fræðslumál eftir því sem nánar er kveðið á um í samþykkt bæjarstjórnar um nefndina. Nefndin fer með verkefni skólanefndar samkvæmt lögum um grunnskóla og verkefni leikskólanefndar samkvæmt lögum um leikskóla og hefur umsjón með dagvistunarúrræðum fyrir börn í Mosfellsbæ. Nefndin veitir leyfi til daggæslu barna í heimahúsum og hefur eftirlit með rekstri gæsluvalla fyrir börn. Nefndin fer ennfremur með málefni tónlistarskóla samkvæmt lögum um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla. Skólastjórar, fulltrúar starfsmanna og foreldrafulltrúar sitja fundi nefndarinnar þegar málefni sem þá varða eru til umfjöllunar í nefndinni.