Ungbarnaleikskóli/ deildir í Mosfellsbæ

Aukin þjónusta við foreldra ungra barna.

Starfræktar ert tvær ungbarnadeildir á leikskólum Mosfellsbæjar sem taka á móti börnum frá eins árs aldri. Þær eru staðsettar í leikskólunum Hlíð og Huldubergi.

Hulduberg

Leikskólinn Hlíð


HULDUBERG

Aðsetur: Við Lækjarhlíð
Sími: 586 8170      
Símatími:  8.30 - 10.00
Viðtalstími: Eftir samkomulagi

Deildir: 6
Netfang: hulduberg[hja]mos.is
Veffang: www.hulduberg.is

Sérstakar áherslur í leikskólastarfi eru:
Umhverfisvernd og umhverfismennt. Hulduberg er "grænn" leikskóli. Unnið er eftir " Þróunarsamvirknikenningum" þar sem áhersla er lögð á þá leið/aðferð sem er farin fremur en útkomuna og að börnin fái að túlka sína reynslu á eigin forsendum og finni sjálf lausn á "vandamálum" sem upp geta komið. Áhersla er á að skoða og njóta nánasta umhverfis.

HLÍÐ

Aðsetur: Við Langatanga
Sími: 566 7375      
Símatími:  8.30 - 10.00
Viðtalstími: Eftir samkomulagi

Deildir: 5
Netfang: hlid[hja]mos.is
Veffang: www.leikskolinn.is/hlid

Sérstakar áherslur í leikskólastarfinu eru:
Skapandi starf og skapandi hugsun. Er þar fyrst og fremst unnið eftir svokölluðum " Þróunarsamvirknikenningum", þ.e. barnið lærir og þroskast í samvirkni við umhverfið. "Learning by doing" eru slagorð fyrir þessa kenningu og lýsa innhaldi hennar nokkuð vel. Leikskólinn hefur einnig oft verið nefndur "Kubbaleikskólinn" því kubbar eru aðalleikefni skólans. Sérstakar áherslur í Hlíð eru á hugtökin jákvæðni og kurteisi.