Byggingarmál

Starfssvið byggingarfulltrúa og embættis hans er skilgreint í IV. kafla byggingarlaga nr.73/1997 og í byggingarreglugerð. Byggingarfulltrúi sér um sérstakar afgreiðslur byggingarmála á afgreiðslufundum í hverri viku samkvæmt samþykkt Mosfellsbæjar staðfest af umhverfisráðuneytinu - Lög um mannvirki nr. 160/2010,  sem byggir á 1.gr í lögum um breytingu nr. 117/1999 á skipulags- og byggingarlögum nr.73/1997 og byggingareglugerð nr. 112/2012.

Byggingarfulltrúi áritar uppdrætti og gefur út byggingarleyfi. Embætti byggingarfulltrúa vakir yfir því að hús og önnur mannvirki séu byggð í samræmi við samþykkta uppdrætti, lög og reglur. Embættið sér um úttekt einstakra þátta byggingarframkvæmda og lokaúttekt fullbyggðs mannvirkis og gefur út vottorð þar um áður en mannvirki skal tekið í notkun.

Á skrifstofu byggingarfulltrúa eru gefnar upplýsingar um ýmis mál, sem lúta að byggingarmálum. Þá eru á skrifstofunni geymd afrit af öllum þeim uppdráttum, sem þar hafa verið lagðir inn og samþykktir.

Embættið tilkynnir Fasteignadeild Þjóðskrá Íslands samþykktir í byggingarmálum og skráir fasteignir í fasteignaskrá.

Byggingarfulltrúi er Árni Jón Sigfússon

Símatími mánudaga - fimmtudaga frá kl: 10:00-11:00 í síma 525 6700
Viðtalstími mánudaga - fimmtudaga eftir nánari samkomulagi í Kjarna, Þverholti 2. 2.hæð.
Viðtalsbeiðni sendist á netfang: arnijon[hja]mos.is 

 

ATVINNU- OG IÐNAÐARSVÆÐI

Það eru engar atvinnu- og iðnaðarlóðir í eigu Mosfellsbæjar í sölumeðferð á þessari stundu.

 

ÍBÚÐARLÓÐIR

Það eru engar íbúðalóðir í eigu Mosfellsbæjar í sölumeðferð á þessari stundu.Lóðir við Fossatungu og Kvíslartungu - ath.úthlutun lokið

Bæjarráð Mosfellsbæjar hefur samþykkt úthlutunarskilmála og verð við úthlutun á 31 lóð við Fossatungu og Kvíslartungu í Mosfellsbæ. Hér má sjá gögn yfir þessar lóðir

Um er að ræða stækkun Leirvogstunguhverfis til austurs í átt að Köldukvísl. Leirvogstunguhverfið er glæsilegt sérbýlishúsahverfi í Mosfellsbæ sem afmarkast af Leirvoginum og Vesturlandsvegi.

Ný kortasjá – aukin þjónusta

Mosfellsbær hefur tekið í notkun nýja kortasjá. Í kortasjánni eru aðgengilegar margvíslegar upplýsingar um fasteignir, umhverfi og veitur. Markmiðið með kortasjánni er að bæta enn frekar þjónustuna við íbúa og aðra viðskiptavini. Þarna eru aðgengilegar upplýsingar allan sólarhringinn.

Samhliða er einnig ábendingakerfi ef íbúar hafa orðið varir við eitthvað í nærumhverfi sínu sem þarfnast lagfæringar eða skoðunar hjá starfsmönnum Mosfellsbæjar má senda ábendingu með staðsetningu og hnitum af þeirri ábendingu sem þarfnast lagfæringar eða athugunar.

GAGNLEGAR SLÓÐIR

Kynningarblað um möguleika í Mosfellsbæ.

Mosfellsbær er fallegt sveitarfélag í jaðri höfuðborgarsvæðisins, með fjöll og dali, fell og heiðar, sjávarströnd og fjórar ár sem liðast um bæjarlandið. 

Hér er öflug fjölskylduþjónusta og tengsl við einstaka náttúru ásamt blómstrandi ríkulegu tómstundalífi.

Mikil uppbygging og gróska er í atvinnu- og mannlífi.