Lóðir við Fossatungu og Kvíslartungu

Úthlutun er lokið

Bæjarráð Mosfellsbæjar hefur samþykkt úthlutunarskilmála og verð við úthlutun á 31 lóð við Fossatungu og Kvíslartungu í Mosfellsbæ. 

Um er að ræða stækkun Leirvogstunguhverfis til austurs í átt að Köldukvísl. Leirvogstunguhverfið er glæsilegt sérbýlishúsahverfi í Mosfellsbæ sem afmarkast af Leirvoginum og Vesturlandsvegi.

Hér fyrir neðan er listi yfir seldar lóðir. Verð lóða samanstóð af gatnagerðargjaldi sem er 32.082 kr. á m² auk byggingaréttargjalds sem er misjafnt eftir húsagerð. Byggingaréttargjald er u.þ.b. 18.000 kr. á m² vegna einbýlishúsa, 14.000 kr. á m² vegna parhúsa og 10.000 kr. á m² vegna raðhúsa/keðjuhúsa. Fermetraverð reiknast á hámark leyfilegrar stærðar húss.

Umsóknarfrestur: 5. apríl 2018.

LÓÐIR SEM KOMA TIL ÚTHLUTUNAR OG BYGGINGARMAGN.

Um er að ræða eftirfarandi 31 lóðir við Fossatungu og Kvíslartungu í Mosfellsbæ:

Raðhús Fossatunga 1- 7 4 íbúðir 604 m21.508 m2 25.000.000
Raðhús Fossatunga 9 - 15 4 íbúðir 602 m2 1.503 m2  25.000.000 
RaðhúsFossatunga 2 - 6 3 íbúðir 512 m2 1.282 m2  21.000.000 
Raðhús Fossatunga 8 - 12 3 íbúðir 511 m2 1.278 m2  21.000.000 
Raðhús Fossatunga 14 - 18 3 íbúðir 515 m2 1.288 m2  21.000.000 
Parhús Fossatunga 17 - 19  2 íbúðir 330 m2 827 m2  15.000.000 
Parhús  Fossatunga 21 - 23  2 íbúðir  330 m2 827 m2  15.000.000 
Parhús  Fossatunga 25 - 27  2 íbúðir  330 m2 827 m2  15.000.000 
Parhús  Fossatunga 29 - 31  2 íbúðir  331 m2  828 m2 15.000.000 
Parhús  Fossatunga 20 - 22 2 íbúðir  384 m2  984 m2 17.500.000 
Parhús  Fossatunga 24 - 26  2 íbúðir  395 m2  986 m2 17.500.000 
Einbýli Kvíslartunga 120 1 íbúð 278 m2  555 m2  13.500.000 
Einbýli Kvíslartunga 134 1 íbúð 256 m2  511 m2  13.000.000