Lóðir við Fossatungu og Kvíslartungu til úthlutunar

ATHUGIÐ ÚTHLUTUN ER LOKIÐ
Mosfellsbær er eitt fallegasta sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu, með fjöll og dali, fell og heiðar, sjávarströnd og fjórar ár sem liðast um bæjarlandið. Einstök náttúra, ríkulegt tómstundalíf og öflug þjónusta sem tekur mið af sem fjölbreyttustu þörfum við bæjarbúa eru aðalsmerki Mosfellsbæjar.

Lóðir við Fossatungu og Kvíslartungu tilbúnar til úthlutunar

Bæjarráð Mosfellsbæjar hefur samþykkt úthlutunarskilmála og verð við úthlutun á 31 lóð við Fossatungu og Kvíslartungu í Mosfellsbæ. 

Um er að ræða stækkun Leirvogstunguhverfis til austurs í átt að Köldukvísl. Leirvogstunguhverfið er glæsilegt sérbýlishúsahverfi í Mosfellsbæ sem afmarkast af Leirvoginum og Vesturlandsvegi.

Hér fyrir neðan er listi yfir seldar lóðir. Verð lóða samanstóð af gatnagerðargjaldi sem er 32.082 kr. á m² auk byggingaréttargjalds sem er misjafnt eftir húsagerð. Byggingaréttargjald er u.þ.b. 18.000 kr. á m² vegna einbýlishúsa, 14.000 kr. á m² vegna parhúsa og 10.000 kr. á m² vegna raðhúsa/keðjuhúsa. Fermetraverð reiknast á hámark leyfilegrar stærðar húss.

ATHUGIÐ ÚTHLUTUN ER LOKIÐ
Umsækjendum var heimilt að sækja um fleira en eina lóð. Einungis átti að sækja um eina lóð í hverri umsókn. Verði umsóknir um einstaka lóð fleiri en ein verður dregið úr öllum innsendum umsóknum fyrir þá lóð. Umsækjendum um lóðir var gefin kostur á að vera viðstaddir útdrátt og var hann  auglýstur með viku fyrirvara á heimasíðu Mosfellsbæjar. Útdrátturinn var framkvæmdur af umhverfissviði undir eftirliti sýslumanns, sem hlutlauss aðili.

Úthlutunarskilmála,deiliskipulag lóðanna ásamt nánari upplýsingum má finna hér. Umsækjendur voru hvattir til að kynna sér það.

Umsóknum um lóðir var skilað á þar til gerðu eyðublaði ásamt fylgigögnum fyrir 5. apríl 2018 á tölvupóstfangið mos@mos.is.

Nánari upplýsingar má finna í úthlutunarskilmálum. Frekari upplýsingar veitir Arnar Jónsson, forstöðumaður þjónustu- og upplýsingadeildar í síma 525 6700 eða í netfangi: arnar@mos.is.

LÓÐIR SEM KOMA TIL ÚTHLUTUNAR OG BYGGINGARMAGN.

Um er að ræða eftirfarandi 31 lóðir við Fossatungu og Kvíslartungu í Mosfellsbæ:

Raðhús  Fossatunga 1- 7  4 íbúðir  604 m2 1.508 m2  25.000.000
Raðhús  Fossatunga 9 - 15  4 íbúðir  602 m2  1.503 m2   25.000.000 
Raðhús Fossatunga 2 - 6  3 íbúðir  512 m2  1.282 m2   21.000.000 
Raðhús  Fossatunga 8 - 12  3 íbúðir  511 m2  1.278 m2   21.000.000 
Raðhús  Fossatunga 14 - 18  3 íbúðir  515 m2  1.288 m2   21.000.000 
Parhús  Fossatunga 17 - 19   2 íbúðir  330 m2  827 m2   15.000.000 
Parhús   Fossatunga 21 - 23   2 íbúðir   330 m2  827 m2   15.000.000 
Parhús   Fossatunga 25 - 27   2 íbúðir   330 m2  827 m2   15.000.000 
Parhús   Fossatunga 29 - 31   2 íbúðir   331 m2   828 m2  15.000.000 
Parhús   Fossatunga 20 - 22  2 íbúðir   384 m2   984 m2  17.500.000 
Parhús   Fossatunga 24 - 26   2 íbúðir   395 m2   986 m2  17.500.000 
Einbýli  Kvíslartunga 120  1 íbúð  278 m2   555 m2   13.500.000 
Einbýli  Kvíslartunga 134  1 íbúð  256 m2   511 m2   13.000.000