Dýrahald

Dýraeftirlit og dýrahald

Mosfellsbær er frábær staður fyrir ferfætlinga. Í bænum eru fjöldi gönguleiða og reiðstíga sem henta vel til útivistar.

Mosfellsbær sér um dýraeftirlit og meindýravarnir á svæðum í umsjá Mosfellsbæjar.

  • Dýraeftirlitsmaður  hefur eftirlit með því að samþykktir bæjarins um dýrahald séu virtar.
  • Hundaeftirlitsmaður sér um leyfisveitingar og eftirlit með hundahaldi.
  • Meindýravörður sér um að halda meindýrum í lágmarki og sinna kvörtunum íbúa.

Hér fyrir neðan er hægt er að nálgast ítarlegar upplýsingar varðandi dýrahald í Mosfellsbæ.
Hundagerði
Nýtt 1500 fermetra hundagerði er staðsett í Ullarnesbrekkum, í fallegu umhverfi Ævintýragarðs Mosfellinga. Þar er hundaeigendum heimilt að sleppa sínum hundum lausum undir eftirliti. 
Aðgengi að svæðinu er gott með göngustíg milli íþróttasvæðis við Varmá og Leirvogstungu. 

Hundaeigendur eru hvattir til að ganga vel um svæðið og hreinsa ávallt upp eftir hundinn. 
Á staðnum er bekkur, ruslatunna og sérstök ruslatunna fyrir hundaskít. 

Hundagerði í Ullarnesbrekkum
Hundagerðið er skemmtileg viðbót við útivistarmöguleika Ævintýragarðsins þar sem í nágrenninu eru fjölbreytt barnaleiksvæði, göngustígur þar sem plantað hefur verið ætiplöntum af ýmsu tagi og frisbígolfvöllur opinn almenningi, svo eitthvað sé nefnt.


Tenglar með upplýsingum tengdum dýrahaldi:

Hundaeftirlit
Dýraeftirlit
Hestamenn

Hundaskólar hafa hlotið viðurkenningu Heilbrigðiseftirlitsvæðanna á höfðuborgarsvæðinu