Hestamenn

Í Mosfellsbæ er góð aðstaða fyrir hestamenn og þar er staðsett blómleg hesthúsabyggð. Hesthúsahverfið er á Varmárbökkum í fallegu umhverfi með sýn til fjalla og sjávar.  

Hestamannafélagið Hörður í Mosfellsbæ er næst stærsta hestamannafélag landsins með rúmlega 700 félaga.  Á vegum þess er rekið heilmikið íþróttastarf, námsskeið í reiðmennsku og öðru sem lítur að hestamennsku eru í gangi stærstan hluta ársins fyrir alla aldurshópa og á vegum félagsins eru haldin árlega nokkur mót í hestaíþróttum.  Félagið hefur inniaðstöðu í glæsilegri reiðhöll á Varmárbökkum allan ársins hring þar sem haldið er uppi öflugu námskeiðahaldi fyrir börn og unglinga. 

Stærstu mót félagsins eru haldin í maí og júní en upplýsingar um mótahald og aðra starfsemi félagsins er að finna á heimasíðu Harðar en veffangið okkar er www.hordur.is.  Í Herði eru nokkrir af bestu knöpum landsins og á hesthússvæðinu starfa fagmenn í tamningum, járningum og reiðkennslu, ásamt því að þar er að finna fólk sem verslar með hesta og stundar útflutning á hrossum.  Ef fólk vill fá frekari upplýsingar um félagið okkar eða eitthvað sem lítur að hestamennsku þá er hægt að senda fyrirspurnir á netfangið hordur[hja]hordur.is.

Ein hestaleiga er í Mosfellsbæ: Hestaleigan að Laxnesi.
Með því að smella á hlekk hér fyrir neðan má skoða kort af reiðleiðum í Mosfellsbæ.