Hundaeftirlit

Hundaeftirlitsmaður
Sími:  660 6236 
 
Hundahald í Mosfellsbæ sætir þeim takmörkunum sem kveðið er á um í samþykkt um hundahald í Mosfellsbæ. 
 
Nokkrir punktar um hundahald.
 • Lausaganga hunda er bönnuð í Mosfellsbæ. 
 • Allir hundar, sem náð hafa 6 mánaða aldri, skulu skráðir í þjónustuveri Mosfellsbæjar. 
 • Algengur misskilningur:  Örmerking hunds hjá dýralækni þýðir ekki að hundurinn sé skráður í sínu sveitarfélagi.
 • Þjónustuver Mosfellsbæjar í Kjarna, sér um nýskráningar hunda.

 Varast ber alhæfingar s.s.

 • Það er alveg sama hvað hundurinn þinn er góður ókunnugt fólk veit það ekki.
 • Fólk sem er hrætt við hunda er hrætt við alla hunda
 • Minn hundur gerir engum mein
 • Minn hundur fer ekkert
 • Minn hundur geltir ekki
 • Minn hundur bítur aldrei 
 • Minn hundur hlýðir öllu
Gangandi, hjólandi og skokkandi hundaeigendur athugið:
Samkvæmt samþykkt um hundahald í Mosfellsbæ skal hundur aldrei ganga laus á almannafæri heldur vera í taumi með aðila sem hefur fullt vald yfir honum.
Eigendum hunda er skylt að þrífa upp eftir hunda sína samkvæmt samþykkt um hundahald í Mosfellsbæ.
 
Vinsamlega virðið samþykktina.
 
Í Mosfellsbæ búa nokkur hundruð hundar af öllum stærðum og gerðum.
guli hundurinn

GULI HUNDURINN

gulur hundur

Hvað er Guli hundurinn ? Guli hundurinn er herferð sem er í mörgum löndum. Herferðin er fyrir hundana sem þurfa meira svigrúm. Með gula merkingu á taumnum getum við sýnt öðrum að hundurinn þurfi meira rými, hvort sem það er til lengri eða skemmri tíma.  Lesa meira..

FRJÓKORNAOFNÆMI

Loppusleikjandi hundur er líklega með frjóofnæmi
Það er ekki bara mannfólkið sem þjáist af frjókornaofnæmi, því að gæludýrin, einkum hundar, geta líka fengið slíkt ofnæmi. Steinunn Geirsdóttir dýralæknir (Dýralækningastöðin Grafarholti) segir að fólk taki oft eftir því á vorin að það leki úr augunum, dýrin fari að sleikja framfæturna og klóra sér um líkamann. Þá leiti fólk oft til dýralæknis, sem metur hversu slæmt ofnæmið sé. Lesa meira...