Framkvæmdir

Yfirlit MosfellsbæjarMosfellsbær er ungt landmikið sveitarfélag í örum vexti. Uppbygging er mikil og margvíslegar framkvæmdir í gangi á vegum bæjarins.

Hér má finna upplýsingar um auglýst útboð á vegum Mofellsbæjar og niðurstöður útboða.  

Til að stuðla að vönduðum og hagkvæmum innkaupum Mosfellsbæjar og tryggja gæði vöru, þjónustu og verka sem Mosfellsbær kaupir er unnið eftir innkaupareglum Mosfellsbæjar. Reglurnar stuðla að því að litið sé til umhverfissjónarmiða og líftíma vöru við innkaup. Reglum þessum er ætlað að stuðla að því að Mosfellsbær hagi innkaupum sínum í samræmi við góða viðskiptahætti og tryggja að stjórnsýsla á sviði innkaupa sé vönduð. Reglum þessum er ætlað að stuðla að því að almennar kröfur um stjórnfestu og fyrirsjáanleika í framkvæmd, gagnsæi, jafnræði og málskotsrétt séu virtar við innkaup.


ÚtboðAuglýst útboð

Útboð eru auglýst opinberlega. Útboðsgögn eru gjaldfrjáls. Í auglýsingu kemur fram hvar og hvenær útboðsgögn eru til afhendingar, hver kaupandi er, hvað boðið er út, hver frestur er til að skila tilboði og skilatími þess sem verið er að bjóða út. 
Við lokað útboð skal senda orðsendingu um útboðið til þeirra sem kaupandi gefur kost á að gera tilboð. Í orðsendingunni skal, auk þess sem tilgreint er í 1. mgr., koma fram hvaða aðilum er gefinn kostur á að gera tilboð.

Opnuð útboðOpnun útboða

Hér er að finna niðurstöður útboða. Útboð eru opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.


Fréttamynd01/08/17

Leirvogstunguvegur þveraður vegna hitaveitu

Verið er að tengja hitaveitu yfir Leirvogstunguveg ásamt vinnu við aðrar veitulagnir. Verktaki sem kemur að framkvæmd stefnir á að þvera Leirvogstunguveg seinni hluta vikunnar. Framkvæmdin verður í...
15/11/16

Tilkynning frá Hitaveitu Mosfellsbæjar

Lokað verður fyrir heitt vatn í Reykjabyggð, Krókabyggð, Lindarbyggð, Reykjamel og Reykjavegi þriðjudaginn 15. nóvember 2016 vegna viðgerða á stofnlögn frá kl:13:30 og fram eftir degi
27/10/16

Framkvæmdum við Hlíðartúnshverfið lokið

Nú er nýlokið endurbótum og nýframkvæmdum stíga í Hlíðartúnshverfi frá stofnstíg meðfram Vesturlandsvegi og í átt að Grænumýri og Hamratúni auk þess sem búið er að taka í notkun nýja strætóbiðstöð við...
21/10/16

Pumptrack hjólaþrautabrautin færð við Íþróttamiðstöðina að Varmá

Mosfellsbær í samstarfi við LexGames, opnaði nýja pumptrack hjólaþrautabraut sem sett var upp í Samgönguviku, dagana 6.-22. september síðastliðinn á miðbæjartorginu en brautin hefur staðið þar síðan...
Skoða fréttasafn framkvæmda

Tunguvegur

22. júlí 2008: Breyting á deiliskipulagi og breyting á aðalskipulagi og tilheyrandi umhverfisskýrslur vegna Tunguvegar.

Viðhald fasteigna Mosfellsbæjar er verkefni sem unnið er stöðugt að allt árið. Farið er jafnóðum í aðkallandi, minniháttar viðhaldsverkefni, en hvað varðar stærri verkefnin þá eru þau unnin í samvinnu við stofnanirnar á þeim tíma sem þykir henta best.


Fasteignir í umsjá eignasjóðs Mosfellsbæjar:

Leikskólinn Hlaðhamrar
Leikskólinn Hlíð
Leikskólinn Reykjakot
Leikskólinn Hulduberg
Leikskólinn Höfðaberg

Leirvogstunguskóli
Krikaskóli
Varmárskóli 
Frístundasel
Félagsmiðstöðin Bólið
Lágafellsskóli
Leikvöllur Njarðarholti
Íþróttamiðstöð að Varmá
Vallarhús á Tungubökkum
Brúarland 
Hlégarður
Þjónustustöð
Íþróttamiðstöðin Lágafelli
Skátahúsið, gamla
Fuglaskoðunarhús
Tjaldsvæði - aðstöðuhús

Bókasafn
Listaskóli / Tónlistardeild
Félagslegar íbúðir í eigu Mosfellsbæjar

Reglur og samþykktir

Gjaldskrá

Eyðublað

RAFRÆN UMSÓKN

Rafrænt merki  Heimild vegna tímabundinna viðburða/framkvæmda (rafræn umsókn á mos.is)
Rafrænt merki 
Leiðréttingu vegna bilunar í hitakerfi (rafræn umsókn á mos.is)