Skógrækt

Skógrækt er umfangsmikil í Mosfellsbæ.

Mosfellsbær hefur gert samstarfssamning við Skógræktarfélags Mosfellsbæjar um skógrækt á völdum svæðum í Mosfellsbæ. Þau svæði eru við Lágafell, Úlfarsfell, Helgafell, Mosfell, Norður-Reyki, Æsustaðafjall og Meltún í Reykjahverfi.

Árið 2011 var síðan undirritaður samstarfssamningur Mosfellsbæjar, Skógræktarfélags Mosfellsbæjar og Hestamannafélagsins Harðar um umfangsmikla umgræðslu og skógrækt á Langahrygg í Mosfellsdal.

Skógræktarfélag Mosfellsbæjar hefur umsjón með glæsilegu útivistarsvæði við Hamrahlíð þar sem er fjöldi fallegra gönguleiða og útivistarmöguleika.