Fréttamynd23/03/18

Skólastjóri í MOSFELLSBÆ

Mosfellsbær hefur verið í fararbroddi í nýbreytni í skólastarfi. Nýr skóli er í mótun, Helgafellsskóli sem tekur til starfa í byrjun árs 2019. Staða skólastjóra er laus en hann gegnir lykilhlutverki í...
23/03/18

Sérfræðingur í mannauðsdeild Mosfellsbæjar

Mosfellsbær leitar að sérfræðingi til starfa í mannauðsdeild. Laust er til umsóknar starf sérfræðings í mannauðsdeild Mosfellsbæjar. Helstu verkefni sérfræðings tengjast jafnréttismálum auk ferlavinnu...
22/03/18

Sumarstörf fyrir ungmenni í Mosfellsbæ - umsóknarfrestur til og með 22. mars

Mosfellsbær auglýsir laus til umsóknar sumarstörf. Umsóknarfrestur er til og með 22. mars 2018. Sækja skal um í gegnum Íbúagátt Mosfellsbæjar (www.mos.is/ibuagatt). Allar nánari upplýsingar um störf...
22/03/18

Opið hús hjá fræðslu- og frístundasviði Mosfellsbæjar

Á síðasta opna húsi vetrarins verður fjallað um betri svefn sem er grunnstoð heilsu. Fyrirlesturinn verður haldinn miðvikudaginn, 4. apríl. Að þessu sinni verður fyrirlesturinn haldinn í Krikaskóla og...
Skoða fréttasafn

Auglýst dagskrá bæjarstjórnarfunda

Næsti fundur á döfinni.
Með því að smella á link hér neðar er hægt að sjá hvaða mál eru tekin fyrir hverju sinni, auglýsingar koma á heimasíðu Mosfellsbæjar, á föstudegi fyrir settan fundardag.
Bæjarstjórn heldur að jafnaði fundi, annan hvern miðvikudag (þó ekki á sumrin), í fundarsal bæjarstjórnar, Helgafelli, á 2. hæð í Kjarna Þverholti 2. Fundirnir hefjast kl. 16:30 og eru opnir almenningi. Dagskrá funda er einnig auglýst í Þjónustuveri á jarðhæð í Kjarna

  Skólastjóri í MOSFELLSBÆ

  23.03.2018Skólastjóri í MOSFELLSBÆ
  Mosfellsbær hefur verið í fararbroddi í nýbreytni í skólastarfi. Nýr skóli er í mótun, Helgafellsskóli sem tekur til starfa í byrjun árs 2019. Staða skólastjóra er laus en hann gegnir lykilhlutverki í að búa til góðan skólabrag og samstarfsvettvang skóla og samfélags. Mosfellsbær leitar eftir framsæknum einstaklingi með víðtæka þekkingu á skólastarfi, sem býr yfir áræðni og leiðtogfærni til að byggja upp nýjan skóla í vaxandi sveitarfélagi.
  Meira ...

  Sérfræðingur í mannauðsdeild Mosfellsbæjar

  23.03.2018Sérfræðingur í mannauðsdeild Mosfellsbæjar
  Mosfellsbær leitar að sérfræðingi til starfa í mannauðsdeild. Laust er til umsóknar starf sérfræðings í mannauðsdeild Mosfellsbæjar. Helstu verkefni sérfræðings tengjast jafnréttismálum auk ferlavinnu fyrir gæðakerfi sveitarfélagsins sem og önnur tilfallandi og tengd verkefni. Um 50% framtíðarstarf er að ræða. Vinnutími er samkvæmt samkomulagi.
  Meira ...

  Flokksstjóri veitna hjá Veitum Mosfellsbæjar

  21.03.2018Flokksstjóri veitna hjá Veitum Mosfellsbæjar
  Mosfellsbær auglýsir laust starf flokksstjóra veitna. Laust er til umsóknar starf flokkstjóra veitna hjá veitum Mosfellsbæjar. Veitur hafa aðsetur í Þjónustustöð Mosfellsbæjar. Þjónustustöðin sér um alla almenna þjónustu við bæjarbúa á sviði tækni og umhverfismála.
  Meira ...

  Leikskólinn Hlaðhamrar leitar að deildarstjórum

  21.03.2018Leikskólinn Hlaðhamrar leitar að deildarstjórum
  Leikskólinn Hlaðhamrar í Mosfellsbæ auglýsir eftir tveimur deildarstjórum við leikskólann. Hlaðhamrar er um 80 barna leikskóli, sem skipt er í 4 deildir. Leikskólinn vinnur í anda „Reggio“ stefnunnar en sú stefna leggur áherslu á gæði í samskiptum og skapandi starf. Fjölbreytt og skemmtilegt starf er unnið með börnunum í fallegu umhverfi leikskólans í nálægð við náttúruna. Um er að ræða deildarstjóra á elstu deild skólans 4 til 6 ára og miðdeild 3 til 4 ára.
  Meira ...

  Matráður í Leirvogstunguskóla

  16.03.2018Matráður í Leirvogstunguskóla
  LEIRVOGSTUNGUSKÓLI Í MOSFELLSBÆ LEITAR AÐ MATRÁÐ. Leirvogstunguskóli er nýlegur þriggja deilda leikskóli með um 70 nemendur á aldrinum 2 – 6 ára. Í skólanum er unnið framsækið og öflugt skólastarf þar sem kærleikurinn og gleðin er höfð að leiðarljósi. Unnið er eftir nýrri kennsluaðferð sem nefnist „ Leikur að læra“ og miðar að því að kenna börnum hljóð og stafi sem og stærðfræði í gegnum hreyfingu og skynjun á skemmtilegan og árangursríkan hátt. Skólinn tekur þátt í Erasmusverkefni ásamt fimm öðrum Evrópuþjóðum og miðlar það verkefni menningu og kennsluaðferðum milli landa.
  Meira ...

  Vilt þú starfa sem Byggingarfulltrúi í MOSFELLSBÆ

  14.03.2018Vilt þú starfa sem Byggingarfulltrúi í MOSFELLSBÆ
  Mosfellsbær er ört stækkandi sveitarfélag þar sem áhugaverð verkefni eru daglegt viðfangsefni. Við leitum að öflugum byggingarfulltrúa í teymi okkar. Byggingarfulltrúi ber ábyrgð á framkvæmd opinbers byggingareftirlits í samræmi við gildandi lög (nr. 160/2010) og reglugerðir. Byggingarfulltrúi gefur út byggingarleyfi og hefur eftirlit með leyfisskyldum framkvæmdum og annast önnur verkefni sem kveðið er á um í mannvirkjalögum.
  Meira ...

  Leikskólinn Hlíð

  12.03.2018Leikskólinn Hlíð
  Leikskólinn Hlíð í Mosfellsbæ leitar að leikskólakennara/starfsmanni. Hlíð er um 80 barna leikskóli sem skipt er í 5 deildir. Leikskólinn leggur áherslu á vináttu, umhverfismennt og læsi. Unnið er með ákveðið kennsluefni í vináttu í tengslum við Barnaheill. Hlíð er skóli á „grænni grein“ sem er alþjóðlegt verkefni er miðar að betri vitund nemenda og kennara um umhverfismál. Á næstu misserum verður unnið að því að breyta Hlíð í ungbarnaleikskóla fyrir börn frá 1 til 3ja ára og er sérstaklega óskað eftir kennurum með áhuga á að taka þátt í uppbyggingu fagstarfs með yngstu börnunum
  Meira ...

  Lausar stöður hjá Varmárskóla

  09.03.2018Lausar stöður hjá Varmárskóla
  Varmárskóli er heildstæður grunnskóli sem vinnur í anda uppbyggingarstefnunnar. Skólastarfið er í þremur byggingum, yngri deild, eldri deild og Brúarlandi. Varmárskóli leggur upp með gildi Mosfellsbæjar sem eru virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja. Skólinn er staðsettur í náttúruparadís og lögð er áhersla á nýtingu umhverfis í námi nemenda
  Meira ...
  starfatorg
  STARFATORG
     

  Á Starfatorginu er að finna upplýsingar um laus störf hjá ríkinu.

  Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur umsjón með Starfatorginu en leita verður til þeirrar stofnunar eða ráðningarstofu sem vísað er á í viðkomandi auglýsingu vegna umsóknar eða frekari upplýsinga um starf.

  Auk auglýsinga um laus störf er að finna á Starfatorginu ýmsar upplýsingar er varða starfsmenn ríkisins, lög, kjarasamninga, ýmis réttindi ríkisstarfsmanna ofl.

  Auglýsingar um laus störf hjá ríkinu birtast reglulega í dagblaði þar sem jafnframt er vísað á Starfatorgið til frekari upplýsinga.

  VinnumálastofnunVINNUMÁLASTOFNUN

  Hlutverk og verkefni Vinnumálastofnunar

  Vinnumálastofnun heyrir undir velferðarráðherra og fer m.a. með yfirstjórn vinnumiðlunar í landinu og daglega afgreiðslu Atvinnuleysistryggingasjóðs, Fæðingarorlofssjóðs, Ábyrgðarsjóðs launa auk fjölmargra annara vinnumarkaðstengdra verkefna.

  Vinnumálastofnun rekur níu þjónustuskrifstofur í kringum landið auk þriggja smærri útibúa, þar sem veitt er öll almenn þjónusta við atvinnuleitendur, skráning, mat á færni, ráðgjöf og úrræði og vinnumiðlun auk samvinnu við aðra þjónustuaðila um úrræði og vinnumarkaðsaðgerðir.
  Viðburðir
  25/03/18

  Fjölskyldutímar Varmá Mosfellsbæ (íþróttahúsinu að Varmá)

  Fjölskyldutímar í Varmá Mosfellsbæ verða alla sunnudaga milli kl. 10:30-12:00. Boðið er upp á fjölskyldutíma ætlað börnum á grunnskólaaldri og allri fjölskyldunni. Frábær samvera...
  04/04/18

  Bæjarstjórnarfundur í beinni

  714. fundur Bæjarstjórnar Mosfellsbæjar verður haldinn að Þverholti 2, 2. hæð Helgafell miðvikudaginn 4. apríl 2018 og hefst kl. 16:30
  Næstu viðburðir