The control has thrown an exception.


Auglýst dagskrá bæjarstjórnarfunda

Næsti fundur á döfinni.
Með því að smella á link hér neðar er hægt að sjá hvaða mál eru tekin fyrir hverju sinni, auglýsingar koma á heimasíðu Mosfellsbæjar, á föstudegi fyrir settan fundardag.
Bæjarstjórn heldur að jafnaði fundi, annan hvern miðvikudag (þó ekki á sumrin), í fundarsal bæjarstjórnar, Helgafelli, á 2. hæð í Kjarna Þverholti 2. Fundirnir hefjast kl. 16:30 og eru opnir almenningi. Dagskrá funda er einnig auglýst í Þjónustuveri á jarðhæð í Kjarna


  hlusta á upptöku   Upptökur frá fundum Bæjarstjórnar 

  Laus staða í leikskólanum Hlíð við Langatanga

  23.05.2016Laus staða í leikskólanum Hlíð við Langatanga
  Vegna fæðingaorlofs er laus staða í leikskólann Hlíð. Hlíð er fjögra deilda leikskóli þar sem lögð er áhersla á einingakubba, umhverfismennt og skapandi starf. Unnið er með PALS sem er markviss undirbúningur lestrarnáms. Leikskólinn Hlíð er staðsettur miðsvæðis í Mosfellsbæ í fallegu umhverfi þar sem stutt er í fjölbreytta náttúru.
  Meira ...

  Laus staða íþróttakennara í Krikaskóla, Mosfellsbæ

  17.05.2016Laus staða íþróttakennara í Krikaskóla, Mosfellsbæ
  Starf íþróttakennara er laust til umsóknar: Íþróttakennari í Krikaskóla sinnir kennslu bæði á leik- og grunnskólastigi ásamt aðkomu að frístundastarfi með 6 til 9 ára börnum. Viðkomandi sér einnig um sundkennslu. Samkomulag er gert við íþróttakennara með heimild í kjarasamningi vegna 200 daga skólaárs og aldurssamsetningar skólans. Um 100% starf er að ræða. Skilyrði fyrir ráðningu er leyfisbréf grunnskólakennara.
  Meira ...

  Mosfellsbær auglýsir eftir öflugum stjórnanda í starf framkvæmdastjóra fræðslu- og frístundasviðs

  13.05.2016Mosfellsbær auglýsir eftir öflugum stjórnanda í starf framkvæmdastjóra fræðslu- og frístundasviðs
  Framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundasviðs Mosfellsbæjar stýrir starfsemi sviðsins í samræmi við lög og reglugerðir. Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á stefnumótunarvinnu og áætlanagerð auk annarra verkefna sem til falla innan málaflokksins. Hlutverk fræðslu- og frístundasviðs Mosfellsbæjar er að veita börnum og ungmennum í sveitarfélaginu bestu mögulega menntun á hverjum tíma og vera faglegt forystuafl í menntamálum auk þess að styðja við virkt starf og þátttöku í íþrótta- æskulýðs og tómstundastarfi.
  Meira ...

  Lausar stöður í Lágafellsskóla Mosfellsbæ

  06.05.2016Lausar stöður í Lágafellsskóla Mosfellsbæ
  Við í Lágafellsskóla leitum að kennurum fyrir næsta skólaár 2016-2017. Umsjónarkennsla á yngsta stigi, 80 – 100% starfshlutfall, umsjónarkennsla á miðstigi, 100% starfshlutfall, smíðakennsla, 100% starfshlutfall. Umsóknarfrestur er til 19. maí 2016 en ráðið er í stöðurnar frá 1. ágúst 2016
  Meira ...

  Sumarafleysingar í félagslega heimaþjónustu Mosfellsbæjar

  04.05.2016Sumarafleysingar í félagslega heimaþjónustu Mosfellsbæjar
  Óskað er eftir starfsfólk í afleysingar í félagslega heimaþjónustu og á kvöldvaktir og helgarvaktir ásamt í eldhúsi. Upplýsingar gefa Edda Björk Arnardóttir mannauðsstjóri í síma 522-5777 og 860-4790 netfang: edda@eir.is og Valgerður Magnúsdóttir deildastjóri í félagslegri heimaþjónustu sími 566-8060 netfang vm@mos.is
  Meira ...
  starfatorgSTARFATORG   
  Á Starfatorginu er að finna upplýsingar um laus störf hjá ríkinu.

  Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur umsjón með Starfatorginu en leita verður til þeirrar stofnunar eða ráðningarstofu sem vísað er á í viðkomandi auglýsingu vegna umsóknar eða frekari upplýsinga um starf.

  Auk auglýsinga um laus störf er að finna á Starfatorginu ýmsar upplýsingar er varða starfsmenn ríkisins, lög, kjarasamninga, ýmis réttindi ríkisstarfsmanna ofl.

  Auglýsingar um laus störf hjá ríkinu birtast reglulega í dagblaði þar sem jafnframt er vísað á Starfatorgið til frekari upplýsinga.

  VinnumálastofnunVINNUMÁLASTOFNUN

  Hlutverk og verkefni Vinnumálastofnunar

  Vinnumálastofnun heyrir undir velferðarráðherra og fer m.a. með yfirstjórn vinnumiðlunar í landinu og daglega afgreiðslu Atvinnuleysistryggingasjóðs, Fæðingarorlofssjóðs, Ábyrgðarsjóðs launa auk fjölmargra annara vinnumarkaðstengdra verkefna.

  Vinnumálastofnun rekur níu þjónustuskrifstofur í kringum landið auk þriggja smærri útibúa, þar sem veitt er öll almenn þjónusta við atvinnuleitendur, skráning, mat á færni, ráðgjöf og úrræði og vinnumiðlun auk samvinnu við aðra þjónustuaðila um úrræði og vinnumarkaðsaðgerðir.
  Viðburðir
  28/05/16

  ,,Gríptu daginn" í kyrrð

  Kyrrðarstundir verða í Mosfellskirkju laugardagana 28. maí og 4. júní frá 9:00 til 11:00. Í fallegu umhverfi í Mosfellsdalnum verður komið saman í kirkjunni og íhugað eftir aðferð...
  28/05/16

  Opnun listsýningar - Hugarró

  Velkomin á opnun sýningar Hugarró, laugardaginn 28. maí kl. 15 - 17. Samsýningar Sólborgar Matthíasdóttur og Sigríðar R. Kristjánsdóttur. Sýningin er opin 28. maí til 18. júní frá...
  Næstu viðburðir