Fréttamynd20/03/19

Opið hús - Sjálfstraust og vellíðan barna

Miðvikudaginn 27. mars er komið að fjórða og síðasta opna húsi vetrarins hjá Fræðsluskrifstofu Mosfellsbæjar, haldið í Framhaldsskóla Mosfellsbæjar og hefst kl. 20:00. Að þessu sinni mun Anna Steinsen...
15/03/19

Fjárframlög til lista- og menningarstarfsemi 2019

15. mars er lokadagur til að leggja inn umsókn til Menningar- og nýsköpunarnefndar Mosfellsbæjar um styrki vegna listviðburða og menningarmála árið 2019. Hér undir falla áður árviss fjárframlög til...
14/03/19

Mosó kemur vel út í könnun Gallup

Gallup kannar árlega þjónustu sveitarfélaga og mælir þannig viðhorf íbúa til þjónustu í 19 stærstu sveitarfélögum landsins. Að venju er Mosfellsbær í efstu sætum og yfir landsmeðaltali utan eins...
14/03/19

Sumarstörf hjá Mosfellsbæ

Mosfellsbær auglýsir til umsóknar laus sumarstörf fyrir ungmenni sumarið 2019. Umsóknarfrestur til að sækja um sumarstörf hjá Mosfellsbæ fyrir ungmennir 17 ára og eldri er til og með 23. mars. Sækja...
Skoða fréttasafn

Auglýst dagskrá bæjarstjórnarfunda

Næsti fundur á döfinni.
Með því að smella á link hér neðar er hægt að sjá hvaða mál eru tekin fyrir hverju sinni, auglýsingar koma á heimasíðu Mosfellsbæjar, á föstudegi fyrir settan fundardag.
Bæjarstjórn heldur að jafnaði fundi, annan hvern miðvikudag (þó ekki á sumrin), í fundarsal bæjarstjórnar, Helgafelli, á 2. hæð í Kjarna Þverholti 2. Fundirnir hefjast kl. 16:30 og eru opnir almenningi. Dagskrá funda er einnig auglýst í Þjónustuveri á jarðhæð í Kjarna

sumarvinna

Sækja hér um sumarstarf

HEFÐBUNDIN SUMARSTÖRF
Sumarstörf eru ætluð ungu fólki 17 ára og eldri með búsetu í Mosfellsbæ. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi LN og Stamos.

Störfin eru auglýst á heimasíðu Mosfellsbæjar, í Mosfellingi og á Facebook frá og með 25. febrúar. 

Umsóknarfrestur um öll störf er til og með 23. mars. Sækja skal um í gegnum Ráðningravef Mosfellsbæjar. Ekki verður tekið á móti umsóknum eftir þann tíma. 

Öllum umsóknum sem berast innan tilskilins umsóknarfrests verður svarað fyrir 20. apríl.
Þeir sem sækja um á réttum tíma en fá ekki starf í fyrstu umferð fara sjálfkrafa á biðlista eftir sumarstarfi.

Allar nánari upplýsingar um störf, starfsheiti, starfssvið, hæfnikröfur, laun og vinnutímabil er að finna með því að smella á tenglana hér neðar.

Þeir ganga fyrir um sumarstörf sem eiga lögheimili í Mosfellsbæ.

STARFSSVIÐ OG VERKEFNI
 • Hefur yfirumsjón með starfi Vinnuskóla Mosfellsbæjar í samstarfi við tómstundafulltrúa.
 • Hefur umsjón með skipulagningu á verkefnum fyrir flokksstjóra og vinnuhópa 13-16 ára unglinga.
 • Leiðbeinir flokksstjórum og er í nánu samstarfi við þá. 
 • Ber ábyrgð tímaskýrslum.
 • Skipuleggur hópeflisvinnu og forvarnarstarf.
 
HÆFNISKRÖFUR 
 • Lágmarksaldur er 23 ár.
 • Menntun sem nýtist í starfi.
 • Reynsla af stjórnun og vinnu með ungu fólki er skilyrði.
 • Reynsla af starfi sem flokksstjóri er æskileg. 
 • Góð hæfni í samskiptum og samstarfi.
 • Stundvísi og samviskusemi.
Gerð er sú krafa að yfirflokkstjóri í Vinnuskóla sé góð fyrirmynd í leik og starfi.

Í samræmi við æskulýðslög nr. 70/2007 er gerð krafa um heimild til að afla upplýsinga úr sakaskrá. 
 
LAUN 
Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Stamos.

TÍMABIL  
Vinnutími frá kl. 08:00 – 16:10 á tímabilinu júní og fram í ágúst.
STARFSSVIÐ OG VERKEFNI
 • Sér að hluta til um skipulagningu á verkefnum fyrir vinnuhópa 13-16 ára unglinga í samráði við yfirflokksstjóra. 
 • Stjórnar vinnuskólahópi á vettvangi, leiðbeinir um rétt vinnubrögð og hvetur hópinn til góðra verka.
 • Flokksstjóri tekur þátt í þeim verkum sem hópurinn sinnir dags daglega.
 • Ber ábyrgð á að skila tímaskýrslum nemenda til yfirflokksstjóra
 • Umsjón með hópeflisvinnu og forvarnarstarfi í viðkomandi hóp.
 
HÆFNISKRÖFUR 
 • Lágmarksaldur er 20 ár.
 • Áhugi á að vinna með unglingum er skilyrði.
 • Reynsla af stjórnun og vinnu með ungu fólki er æskileg.
 • Lipurð í samskiptum og samstarfi.
 • Stundvísi og samviskusemi.
Gerð er sú krafa að flokksstjórar í Vinnuskóla séu góðar fyrirmyndir í leik og starfi.

Í samræmi við æskulýðslög nr. 70/2007 er gerð krafa um heimild til að afla upplýsinga úr sakaskrá.

LAUN 
Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Stamos.

TÍMABIL  (8 vikur)
Vinnutími frá kl. 08:00 – 16:10 á tímabilinu júní og fram í miðjan ágúst.
STARFSSVIÐ OG VERKEFNI
 • Aðstoðar við stjórnun vinnuhópa í Vinnuskóla
 
HÆFNISKRÖFUR 
 • Aldur 18 -20 ára
 • Áhugi á að vinna með börnum og unglingum er skilyrði.
 • Lipurð í samskiptum og samstarfi.
 • Stundvísi og samviskusemi. 
Í samræmi við æskulýðslög nr. 70/2007 er gerð krafa um heimild til að afla upplýsinga úr sakaskrá.

LAUN 
Greitt er tímakaup samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Stamos. Launaflokkur 116.

TÍMABIL  
Vinnutími frá kl. 08:00 – 16:10 á tímabilinu júní og fram í miðjan ágúst.
STARFSSVIÐ OG VERKEFNI
 • Sér um stýringu verkefna /vinnuhópa í garðyrkjudeild. 
 • Stjórnar vinnuhópi á vettvangi, leiðbeinir um rétt vinnubrögð og hvetur hópinn til góðra verka..
 
HÆFNISKRÖFUR 
 • Lágmarksaldur er 20 ára á árinu
 • Áhugi á garðyrkjustörfum og að vinna með ungu fólki er skilyrði.
 • Reynsla af stjórnun og vinnu með ungu fólki er æskileg.
 • Lipurð í samskiptum og samstarfi.
 • Dugnaður, stundvísi og samviskusemi. 
Gerð er sú krafa að flokksstjórar í garðyrkjudeild séu góðar fyrirmyndir í leik og starfi.

Í samræmi við æskulýðslög nr. 70/2007 er gerð krafa um heimild til að afla upplýsinga úr sakaskrá.

LAUN 
Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Stamos.

TÍMABIL  
Vinnutími: Frá 08:00 – 16:10 á tímabilinu 15. maí til 15. ágúst.
STARFSSVIÐ OG VERKEFNI
 • Vinna við almenn verkamannastörf /garðyrkjustörf. 
 • Hirðing opinna svæða, sláttur og rakstur á vegum Mosfellsbæjar
 
HÆFNISKRÖFUR 
 • Lágmarksaldur er 17 ára á árinu. 
 • Lipurð í samskiptum og samstarfi.
 • Dugnaður, stundvísi og samviskusemi.

LAUN 
Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Stamos.

TÍMABIL  
Vinnutími: Frá 08:00 – 16:10 á tímabilinu 15. maí til 15. ágúst.
STARFSSVIÐ OG VERKEFNI
 • Sumarafleysing sundlaugavarða í íþróttamiðstöðvum Mosfellsbæjar. 
 • Laugarvarsla, baðvarsla, afgreiðsla og þrif.
 • Umsækjandi mun sækja námskeið í skyndihjálp og þarf að standast hæfnispróf sundstaða.
 
HÆFNISKRÖFUR 
 • Lágmarksaldur 20 ár. 
 • Mjög góð þjónustulund.
 • Dugnaður, stundvísi og samviskusemi. 
Í samræmi við æskulýðslög nr. 70/2007 er gerð krafa um heimild til að afla upplýsinga úr sakaskrá..

LAUN 
Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Stamos.

TÍMABIL  
Vaktavinna í 2 -3 mánuði á tímabilinu frá byrjun júní fram yfir miðjan ágúst.
STARFSSVIÐ OG VERKEFNI
 • Vinnur á sumarnámskeiðum Íþrótta- og tómstundaskólans fyrir börn á aldrinum 6 - 9 ára. 
 • Þátttaka í skipulagningu á einstökum námskeiðum.
 • Hefur mikil samskipti við aðra starfsmenn og foreldra barnanna.
 
HÆFNISKRÖFUR 
 • Lágmarksaldur er 17 ár.
 • Áhugi á að vinna með börnum er skilyrði.
 • Reynsla af sambærilegu starfi er æskileg.
 • Lipurð í samskiptum og samstarfi.
 • Stundvísi og samviskusemi.
Gerð er sú krafa að sumarstarfsmenn í Íþrótta- og tómstundaskóla séu góðar fyrirmyndir í leik og starfi.

Í samræmi við æskulýðslög nr. 70/2007 er gerð krafa um heimild til að afla upplýsinga úr sakaskrá.

LAUN 
Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Stamos.

TÍMABIL  
Vinnutími frá kl. 08:00 – 16:10 eða 09:00 – 17:10.
Frá byrjun júní og fram yfir verslunarmannahelgi.

STARFSSVIÐ OG VERKEFNI
 • Lágmarksaldur er 23 ár.
 • Raða niður leiðbeinendum eftir þörfum –bæði inn á almenn námskeið og sértæk.
 • Er ráðgefandi við leiðbeinendur
 • Ber ábyrgð á mönnun með fötluðum börnum og ungmennum
 • Sinnir sjálf aðstoð þar sem leiðbeinendur vantar / eftir því sem við á
 • Sér til þess að fatlað fólk fái þá þjónustu sem ber að veita og að þjónustan sé í samræmi við réttindi fatlaðs fólks, viðurkenndar aðferðir og nýjustu þekkingu hverju sinni
 • Hann ástundar gott samstarf við þjónustunotendur, aðstandendur þeirra, aðra stjórnendur og samstarfsfólk
 • Hann annast önnur verkefni sem yfirmaður felur honum
 
HÆFNISKRÖFUR 
 • BA í þroskaþjálfafræði, eða önnur sambærileg menntum sem nýtist í starfi er skilyrði. 
 • Góð alhliða tölvukunnátta er skilyrði
 • Framúrskarandi samskiptahæfileikar er er skilyrði
 • Frumkvæði, sjálfstæði og nákvæmni í vinnubrögðum er skilyrði
 • Hæfni til að tileinka sér nýjungar í starfi er æskileg              
Í samræmi við æskulýðslög nr. 70/2007 er gerð krafa um heimild til að afla upplýsinga úr sakaskrá.

LAUN 
Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Stamos.

TÍMABIL  
Vinnutími frá kl. 08:00 - 16:10 á tímabilinu júní og fram í ágúst.
STARFSSVIÐ OG VERKEFNI
 • Aðstoðar fötluð börn á sumarnámskeiðum íþrótta- og tómstundaskólans fyrir börn á aldrinum 6 - 9 ára og/eða unglinga í Vinnuskóla.
 • Hefur mikil samskipti við aðra starfsmenn og foreldra barnanna.
 • Vinnur í nánu samstarfi við umsjónarmann sumarstarfs fatlaðra barna og unglinga.
 
HÆFNISKRÖFUR 
 • Lágmarksaldur er 18 ár.
 • Áhugi á að vinna með börnum og unglingum er skilyrði.
 • Lipurð í samskiptum og samstarfi.
 • Stundvísi og samviskusemi.
Gerð er sú krafa að aðstoðarmenn séu góðar fyrirmyndir í leik og starfi.

Í samræmi við æskulýðslög nr. 70/2007 er gerð krafa um heimild til að afla upplýsinga úr sakaskrá.

LAUN 
Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Stamos.

TÍMABIL  
Vinnutími er alls 210 tímar yfir sumarið sem dreifist eftir þörf og óskum þjónustunotenda.
 


Nánari upplýsingar um störfin

Um störf í Vinnuskóla, íþrótta- og tómstundaskóla og umsjón með starfi fatlaðra barna og unglinga:
Edda Davíðsdóttir tómstunda- og forvarnarfulltrúi, í síma 525-6700, netfang: edda[hja]mos.is.

Um störf ííþróttamiðstöðvum:
Sigurður Guðmundsson, íþróttafulltrúi, í síma 566 6754, netfang: sg[hja]mos.is.

Um störf í þjónustustöð og garðyrkjudeild:
Heiða Ágústsdóttir, verkefnastjóri garðyrkju og skógræktar, netfang: heida[hja]mos.is

Um önnur störf:
Edda Davíðsdóttir, tómstundafulltrúi, í síma 525-6700, netfang: edda[hja]mos.is


Viðburðir
20/03/19

Bæjarstjórnarfundur í beinni

735. fundur Bæjarstjórnar Mosfellsbæjar verður haldinn að Þverholti 2, 2. hæð Helgafell miðvikudaginn 20. mars 2019 og hefst kl. 16:30
22/03/19

tómir fossar í Listasal Mosfellsbæjar

Föstudaginn 22. febrúar var opnuð sýningin tómir fossar í Listasal Mosfellsbæjar. tómir fossar er samsýning feðganna Björns Hauks Pálssonar og Páls Hauks Björnssonar. Sýningunni...
Næstu viðburðir