Fréttamynd18/01/18

Álagning fasteignagjalda 2018

Tilkynning til eigenda fasteigna í Mosfellsbæ. Álagning fasteignagjalda 2018 hefur farið fram og má sjá forsendur útreikninga hér á heimasíðu Mosfellsbæjar. Álagningarseðlar fasteignagjalda eru birtir...
16/01/18

Neysluvatn í Mosfellsbæ er ómengað

Að gefnu tilefni er rétt að taka fram að neysluvatn sem dreift er í Mosfellsbæ er laust við jarðvegsgerla sem mælst hafa á höfuðborgarsvæðinu. Það er því óhætt að neyta þess og ekki þörf á að sjóða...
15/01/18

Kjör íþróttakarls og íþróttakonu Mosfellsbæjar árið 2017

Eins og síðustu ár kjósa aðal- og varamenn í Íþrótta- og tómstundanefnd ásamt bæjarbúum íþróttakarl og íþróttakonu Mosfellsbæjar 2017. Hér má sjá nöfn þeirra einstaklinga sem tilnefndir eru fyrir árið...
12/01/18

Vilt þú starfa sem lögmaður Mosfellsbæjar?

Lögmaður hefur yfirumsjón með lögfræðilegum málefnum á vegum bæjarins. Hann er ráðgjafi bæjarstjóra, bæjarráðs, bæjarstjórnar, nefnda, sviða, deilda og stofnana bæjarins varðandi lögfræðileg málefni...
Skoða fréttasafn

Auglýst dagskrá bæjarstjórnarfunda

Næsti fundur á döfinni.
Með því að smella á link hér neðar er hægt að sjá hvaða mál eru tekin fyrir hverju sinni, auglýsingar koma á heimasíðu Mosfellsbæjar, á föstudegi fyrir settan fundardag.
Bæjarstjórn heldur að jafnaði fundi, annan hvern miðvikudag (þó ekki á sumrin), í fundarsal bæjarstjórnar, Helgafelli, á 2. hæð í Kjarna Þverholti 2. Fundirnir hefjast kl. 16:30 og eru opnir almenningi. Dagskrá funda er einnig auglýst í Þjónustuveri á jarðhæð í Kjarna


  hlusta á upptöku   Upptökur frá fundum Bæjarstjórnar 

  Vilt þú starfa sem lögmaður Mosfellsbæjar?

  12.01.2018
  Lögmaður hefur yfirumsjón með lögfræðilegum málefnum á vegum bæjarins. Hann er ráðgjafi bæjarstjóra, bæjarráðs, bæjarstjórnar, nefnda, sviða, deilda og stofnana bæjarins varðandi lögfræðileg málefni. Hann ber ábyrgð á og stýrir undirbúningi og flutningi dómsmála fyrir dómstólum landsins og sér um samskipti við lögmenn utanhúss. Hann veitir ráðgjöf við samningaumleitanir, samningagerð og aðra skjalagerð, ásamt því að veita veita upplýsingar um tryggingamál. Lögmaður Mosfellsbæjar er ritari bæjarráðs og bæjarstjórnar og sér um boðun funda og samskipti við kjörna fulltrúa
  Meira ...

  Laus störf í Leirvogstunguskóla

  10.01.2018Laus störf í Leirvogstunguskóla
  Leirvogstunguskóli í Mosfellsbæ leitar að leikskólakennara & starfsmanni á deild. Tvær stöður eru lausar, leikskólakennara eða starfsmanni í 100% framtíðarstarf inn á deild sem hópstjóri og starfsmanni milli 13-17 til tímabundinna starfa. Mosfellsbær er öflugt og framsækið sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi.
  Meira ...

  Starfsmenn óskast í búsetukjarna í Mosfellsbæ

  10.01.2018Starfsmenn óskast í búsetukjarna í Mosfellsbæ
  Mosfellsbær auglýsir eftir starfsmönnum í hlutastarf í búsetukjarna fatlaðs fólks Við í Þverholti í Mosfellsbæ leitum eftir öflugum og framsæknum starfsmönnum til liðs við okkur í 30% starfshlutfall – hentar vel meðfram skólanámi. Við veitum íbúum einstaklingsmiðaða þjónustu og leggjum okkur fram við að auka víðsýni þeirra með félagslegri virkni. Starfsmenn vinna eftir hugmyndafræði Þjónandi leiðsagnar sem og þjónustu- og starfsáætlunum.
  Meira ...

  Varmárskóli Mosfellsbæ

  05.01.2018Varmárskóli Mosfellsbæ
  VARMÁRSKÓLI Í MOSFELLSBÆ LEITAR AÐ ÖFLUGUM STARFSMÖNNUM. Varmárskóli er heildstæður grunnskóli sem vinnur í anda uppbyggingarstefnunnar. Skólastarfið er í þremur byggingum, yngri deild, eldri deild og Brúarlandi. Varmárskóli leggur upp með gildi Mosfellsbæjar sem eru virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja. Skólinn er staðsettur í náttúruparadís og lögð er áhersla á nýtingu umhverfis í námi nemenda.
  Meira ...
  starfatorg
  STARFATORG
     

  Á Starfatorginu er að finna upplýsingar um laus störf hjá ríkinu.

  Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur umsjón með Starfatorginu en leita verður til þeirrar stofnunar eða ráðningarstofu sem vísað er á í viðkomandi auglýsingu vegna umsóknar eða frekari upplýsinga um starf.

  Auk auglýsinga um laus störf er að finna á Starfatorginu ýmsar upplýsingar er varða starfsmenn ríkisins, lög, kjarasamninga, ýmis réttindi ríkisstarfsmanna ofl.

  Auglýsingar um laus störf hjá ríkinu birtast reglulega í dagblaði þar sem jafnframt er vísað á Starfatorgið til frekari upplýsinga.

  VinnumálastofnunVINNUMÁLASTOFNUN

  Hlutverk og verkefni Vinnumálastofnunar

  Vinnumálastofnun heyrir undir velferðarráðherra og fer m.a. með yfirstjórn vinnumiðlunar í landinu og daglega afgreiðslu Atvinnuleysistryggingasjóðs, Fæðingarorlofssjóðs, Ábyrgðarsjóðs launa auk fjölmargra annara vinnumarkaðstengdra verkefna.

  Vinnumálastofnun rekur níu þjónustuskrifstofur í kringum landið auk þriggja smærri útibúa, þar sem veitt er öll almenn þjónusta við atvinnuleitendur, skráning, mat á færni, ráðgjöf og úrræði og vinnumiðlun auk samvinnu við aðra þjónustuaðila um úrræði og vinnumarkaðsaðgerðir.
  Viðburðir
  18/01/18

  Útnefning íþróttakonu og íþróttakarls Mosfellsbæjar

  Útnefning íþróttakonu og -karls Mosfellsbæjar 2017 fer fram í Íþróttamiðstöðinni að Varmá fimmtudaginn 18. janúar 2018 kl. 19:00. Allar útnefningar og ábendingar sendist fyrir 23...
  21/01/18

  Fjölskyldutímar Varmá Mosfellsbæ (íþróttahúsinu að Varmá)

  Fjölskyldutímar í Varmá Mosfellsbæ verða alla sunnudaga milli kl. 10:30-12:00. Boðið er upp á fjölskyldutíma ætlað börnum á grunnskólaaldri og allri fjölskyldunni. Frábær samvera...
  Næstu viðburðir