Fréttamynd10/12/18

Deiliskipulag Vesturlandsvegar - Kynning á vinnslutillögu

Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur samþykkt að vinna deiliskipulag fyrir Vesturlandsveg innan Mosfellsbæjar, frá Skarhólabraut að Reykjavegi. Mosfellsbær auglýsir hér með til kynningar vinnslutillögu...
07/12/18

Jólatónleikar Listaskóla Mosfellsbæjar 2018

Á næstunni er mikið um að vera í Listaskólanum. Jólatónleikar Listaskólans í nóvember og desember eru 13 talsins. Dagskráin er með ansi fjölbreyttu sniði og fara fram víða í sveitarfélaginu. Nokkrir...
06/12/18

Tilkynning um afgreiðslu aðalskipulagstillögu

Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur á fundi sínum þann 31. október 2018 samþykkt eftirfarandi tillögu að breytingu á aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030, sem athugasemd hafði verið gerð við í...
06/12/18

Helgafellsskóli - aðstoðarmatráður óskast til starfa

Við leitum að öflugum aðstoðarmatráði til starfa. Viltu vera með í að móta og þróa nýjan skóla í fallegu umhverfi sem opnar í Helgafellslandi í Mosfellsbæ í janúar 2019. Umgjörð skólans er heildstætt...
Skoða fréttasafn

Auglýst dagskrá bæjarstjórnarfunda

Næsti fundur á döfinni.
Með því að smella á link hér neðar er hægt að sjá hvaða mál eru tekin fyrir hverju sinni, auglýsingar koma á heimasíðu Mosfellsbæjar, á föstudegi fyrir settan fundardag.
Bæjarstjórn heldur að jafnaði fundi, annan hvern miðvikudag (þó ekki á sumrin), í fundarsal bæjarstjórnar, Helgafelli, á 2. hæð í Kjarna Þverholti 2. Fundirnir hefjast kl. 16:30 og eru opnir almenningi. Dagskrá funda er einnig auglýst í Þjónustuveri á jarðhæð í Kjarna

Helgafellsskóli - aðstoðarmatráður óskast til starfa

06.12.2018Helgafellsskóli - aðstoðarmatráður óskast til starfa
Við leitum að öflugum aðstoðarmatráði til starfa. Viltu vera með í að móta og þróa nýjan skóla í fallegu umhverfi sem opnar í Helgafellslandi í Mosfellsbæ í janúar 2019. Umgjörð skólans er heildstætt skólastarf í leik- og grunnskóla þar sem samþætt er nám, leikur og frístundir. Í skólanum verður unnið út frá fjölbreyttum kennsluaðferðum og vellíðan nemenda verður í fyrirrúmi. Við leitum að starfsmanni í mötuneyti/aðstoðarmatráði í fullt starf frá og með 15. janúar 2019, eða eftir samkomulagi. Um framtíðarstarf er að ræða.
Meira ...

Helgafellsskóli - tómstundafræðingur óskast

06.12.2018Helgafellsskóli - tómstundafræðingur óskast
Helgafellsskóli óskar eftir að ráða tómstundafræðing í fullt starf til að sjá um frístunda- og félagsstarf skólans ásamt því að koma að félagsfærni nemenda í samstarfi við kennara skólans. Starfsupphaf frá og með 15. janúar 2019, eða eftir samkomulagi. Um framtíðarstarf er að ræða.
Meira ...

Helgafellsskóli - Skólaritari óskast

06.12.2018Helgafellsskóli - Skólaritari óskast
Við óskum eftir að ráða skólaritara í fullt starf frá og með 15. janúar 2019, eða eftir samkomulagi. Um framtíðarstarf er að ræða. Starf skólaritara miðar fyrst og fremst að því að sinna þjónustu við nemendur, starfsmenn, foreldra og annarra sem til skólans leita. Ritari sér um daglega afgreiðslu, símaþjónustu, upplýsingagjöf og póstafgreiðslu á skrifstofu skólans. Umsóknarfrestur er til og með 22. desember 2018.
Meira ...

Helgafellsskóli - Sérkennarar óskast

06.12.2018Helgafellsskóli - Sérkennarar óskast
Við óskum eftir að ráða sérkennara í fullt starf frá og með 15. janúar 2019, eða eftir samkomulagi. Um framtíðarstarf er að ræða. Sérkennari starfar samkvæmt lögum og reglugerð um grunnskóla, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá grunnskóla og skólastefnu Mosfellsbæjar. Hann mun sinna nýbúastarfi og halda utan um alla stoðþjónustu skólans þar með talið skimanir og greiningar nemenda.
Meira ...

Helgafellsskóli - Leikskólakennarar óskast

06.12.2018Helgafellsskóli - Leikskólakennarar óskast
Við óskum eftir að ráða þrjá leikskólakennara í fullt starf frá og með 15. janúar 2019, eða eftir samkomulagi. Um framtíðarstarf er að ræða. Fyrsta hálfa árið verður eingöngu elsta deild í leikskólanum en á næstu árum fjölgar þeim. Leikskólakennari starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá leikskóla og skólastefnu Mosfellsbæjar. Umsóknarfrestur er til og með 22. desember 2018.
Meira ...

Helgafellsskóli - Grunnskólakennarar óskast

06.12.2018Helgafellsskóli - Grunnskólakennarar óskast
Við óskum eftir að ráða grunnskólakennara í 50% starf frá og með 15. janúar 2019, eða eftir samkomulagi. Um framtíðarstarf er að ræða. Grunnskólakennari starfar samkvæmt lögum og reglugerð um grunnskóla, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá grunnskóla og skólastefnu Mosfellsbæjar. Viðkomandi vinnur að uppeldi og menntun grunnskólabarna. Umsóknarfrestur er til og með 22. desember 2018.
Meira ...

Helgafellsskóli - Deildastjóri óskast

06.12.2018Helgafellsskóli - Deildastjóri óskast
Við óskum eftir að ráða deildarstjóra á yngsta stig og í leikskólahluta skólans í 50% starf frá og með 15. janúar 2019. Um framtíðarstarf er að ræða. Verksvið deildarstjóra verður að móta og halda utan um faglegt starf allra leikskóladeilda skólans og yngstu deilda grunnskólans. Umsóknarfrestur er til og með 22. desember 2018.
Meira ...

Laus störf í Lágafellsskóla

06.12.2018Laus störf í Lágafellsskóla
Má bjóða þér að taka þátt í metnaðarfullu skólastarfi? Viltu vera hluti af góðum og öflugum starfsmannahópi sem vinnur saman að því að mæta ólíkum einstaklingum í krefjandi verkefnum? Lágafellsskóli í Mosfellsbæ er heildstæður grunnskóli sem vinnur í anda uppbyggingarstefnunnar. Starfsemi skólans fer fram í tveimur byggingum þar sem 1. - 2. bekkur er staðsettur í útibúi skólans, Höfðabergi, ásamt leikskóladeildum 5 ára barna.
Meira ...

Starfsfólk óskast í Leirvogstunguskóla

03.12.2018Starfsfólk óskast í Leirvogstunguskóla
Leirvogstunguskóli auglýsir eftir deildarstjóra í 80 – 100% starf á elstu barna deild og starfsmanni í 100% starf inn á deildum. Leirvogstunguskóli er nýlegur fjögurra deilda leikskóli með um 80 nemendur á aldrinum 2 - 6 ára. Í skólanum er unnið framsækið og öflugt skólastarf þar sem kærleikurinn og gleðin er höfð að leiðarljósi. Unnið er markvisst eftir kennsluaðferðinni Leikur að læra sem gengur út á að kenna börnum hljóð, stafi, stærðfræði, form og liti í gegnum söngva, leiki og hreyfingu.
Meira ...

Laus staða leikskólakennara í Krikaskóla

29.11.2018Laus staða leikskólakennara í Krikaskóla
Laus staða leikskólakennara í Krikaskóla í Mosfellsbæ. Krikaskóli er leik- og grunnskóli og starfsemin tekur mið af skólastefnu Mosfellsbæjar um heildstætt uppeldis- og skólastarf í leik- og grunnskólum. Skólaárið 2018-2019 verða um 215 börn á aldrinum 2ja-9 ára í skólanum. Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér skólastefnu skólans og uppbyggingu á heimasíðu hans áður en þeir sækja um starf.
Meira ...

Leikskólinn Hlíð – aðstoð í mötuneyti

29.11.2018Leikskólinn Hlíð – aðstoð í mötuneyti
Leikskólinn Hlíð í Mosfellsbæ leitar að aðstoðarmanni í mötuneyti. Hlíð er um 80 barna leikskóli sem skipt er í 5 deildir. Áhersla er á hlýlegt og gott andrúmsloft og tilfinningalegt öryggi barnanna. Leikskólinn leggur áherslu á vináttu, umhverfismennt og læsi. Unnið er með ákveðið kennsluefni í vináttu í tengslum við Barnaheill. Á næstu misserum verður unnið að því að breyta Hlíð í ungbarnaleikskóla fyrir börn frá 1 til 3ja ára
Meira ...

starfatorg


STARFATORG   

Á Starfatorginu er að finna upplýsingar um laus störf hjá ríkinu.


Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur umsjón með Starfatorginu en leita verður til þeirrar stofnunar eða ráðningarstofu sem vísað er á í viðkomandi auglýsingu vegna umsóknar eða frekari upplýsinga um starf.


Auk auglýsinga um laus störf er að finna á Starfatorginu ýmsar upplýsingar er varða starfsmenn ríkisins, lög, kjarasamninga, ýmis réttindi ríkisstarfsmanna ofl.


Auglýsingar um laus störf hjá ríkinu birtast reglulega í dagblaði þar sem jafnframt er vísað á Starfatorgið til frekari upplýsinga.


VinnumálastofnunVINNUMÁLASTOFNUN

Hlutverk og verkefni Vinnumálastofnunar


Vinnumálastofnun heyrir undir velferðarráðherra og fer m.a. með yfirstjórn vinnumiðlunar í landinu og daglega afgreiðslu Atvinnuleysistryggingasjóðs, Fæðingarorlofssjóðs, Ábyrgðarsjóðs launa auk fjölmargra annara vinnumarkaðstengdra verkefna.


Vinnumálastofnun rekur níu þjónustuskrifstofur í kringum landið auk þriggja smærri útibúa, þar sem veitt er öll almenn þjónusta við atvinnuleitendur, skráning, mat á færni, ráðgjöf og úrræði og vinnumiðlun auk samvinnu við aðra þjónustuaðila um úrræði og vinnumarkaðsaðgerðir.

Viðburðir
12/12/18

Bæjarstjórnarfundur í beinni

730. fundur Bæjarstjórnar Mosfellsbæjar verður haldinn að Þverholti 2, 2. hæð Helgafell miðvikudaginn 12. desember 2018 og hefst kl. 16:30
16/12/18

Lestrargleði á Gljúfrasteini. 16 höfundar. 4 sunnudagar

Aðventan er á næsta leiti og komið að því að rithöfundar lesi upp úr nýjum bókum á Gljúfrasteini. Þetta er í fjórtánda sinn sem gestum er boðið að hlýða á upplestur á aðventunni í...
Næstu viðburðir