Fréttamynd15/12/18

Tilkynning um afgreiðslu aðalskipulagstillögu og deiliskipulagstillagna

Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur á fundi sínum 14. nóvember 2018 samþykkt eftirtaldar aðal- og deiliskipulagstillögur, sem athugasemdir höfðu verið gerðar við í auglýsingu. Tillögurnar voru auglýstar...
14/12/18

Kjör íþróttakonu og íþróttakarls Mosfellsbæjar 2018

Hjálpið okkur að finna íbúa Mosfellsbæjar sem iðka íþróttir utan sveitarfélagsins og hafa orðið Íslandsmeistarar, deildarmeistarar, bikarmeistarar, landsmótsmeistarar og hefur tekið þátt í og/eða æft...
12/12/18

Mosfellsbær þakkar fyrir yndislega samveru

1. desember í köldu en fallegu veðri voru ljósin tendruð á jólatrénu á Miðbæjartorginu. Mosfellsbær þakkar fyrir yndislega samveru sem á sér fastan sess í hjörtum bæjarbúa, og þeir fjölmenna á...
11/12/18

Íbúagátt Mosfellsbæjar hefur verið uppfærð

Ný útgáfa af Íbúagátt Mosfellsbæjar hefur verið tekin í notkun. Sú nýjung sem blasir fyrst við, þegar íbúar skrá sig inn, er nýtt og léttara útlit vefsins. Þá er vefurinn einnig orðinn...
Skoða fréttasafn

Auglýst dagskrá bæjarstjórnarfunda

Næsti fundur á döfinni.
Með því að smella á link hér neðar er hægt að sjá hvaða mál eru tekin fyrir hverju sinni, auglýsingar koma á heimasíðu Mosfellsbæjar, á föstudegi fyrir settan fundardag.
Bæjarstjórn heldur að jafnaði fundi, annan hvern miðvikudag (þó ekki á sumrin), í fundarsal bæjarstjórnar, Helgafelli, á 2. hæð í Kjarna Þverholti 2. Fundirnir hefjast kl. 16:30 og eru opnir almenningi. Dagskrá funda er einnig auglýst í Þjónustuveri á jarðhæð í Kjarna

  Varmárskóli óskar eftir frístundaleiðbeinanda

  19.12.2018
  Varmárskóli er heildstæður grunnskóli sem vinnur í anda uppbyggingarstefnunnar. Varmárskóli leggur upp með gildi Mosfellsbæjar sem eru virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja. Skólinn er staðsettur í náttúruparadís og lögð er áhersla á nýtingu umhverfis í námi nemenda. Við skólann er öflugt starfsmannafélag og góður starfsandi. Varmárskóli óskar eftir að ráða Frístundaleiðbeinanda til starfa. Frístundaleiðbeinandi tekur þátt í skipulagningu faglegs frístundastarfs og leiðbeinir börnum í leik og starfi. Um hlutastarf er að ræða og er vinnutíminn frá kl. 13:00-17:00. Möguleiki er á að vinna hluta af vikudögum.
  Meira ...

  Varmárskóli óskar eftir stuðningsfulltrúa

  19.12.2018
  Varmárskóli er heildstæður grunnskóli sem vinnur í anda uppbyggingarstefnunnar. Varmárskóli leggur upp með gildi Mosfellsbæjar sem eru virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja. Skólinn er staðsettur í náttúruparadís og lögð er áhersla á nýtingu umhverfis í námi nemenda. Við skólann er öflugt starfsmannafélag og góður starfsandi. Varmárskóli óskar eftir að ráða stuðningsfulltrúa til starfa. Meginverkefni stuðningsfulltrúa er að aðstoða nemendur í leik og starfi. Vinnutíminn er frá kl. 8:00 og er möguleiki á 100% starfshlutfalli.
  Meira ...

  Helgafellsskóli - aðstoðarmatráður óskast til starfa

  06.12.2018Helgafellsskóli - aðstoðarmatráður óskast til starfa
  Við leitum að öflugum aðstoðarmatráði til starfa. Viltu vera með í að móta og þróa nýjan skóla í fallegu umhverfi sem opnar í Helgafellslandi í Mosfellsbæ í janúar 2019. Umgjörð skólans er heildstætt skólastarf í leik- og grunnskóla þar sem samþætt er nám, leikur og frístundir. Í skólanum verður unnið út frá fjölbreyttum kennsluaðferðum og vellíðan nemenda verður í fyrirrúmi. Við leitum að starfsmanni í mötuneyti/aðstoðarmatráði í fullt starf frá og með 15. janúar 2019, eða eftir samkomulagi. Um framtíðarstarf er að ræða.
  Meira ...

  Helgafellsskóli - tómstundafræðingur óskast

  06.12.2018Helgafellsskóli - tómstundafræðingur óskast
  Helgafellsskóli óskar eftir að ráða tómstundafræðing í fullt starf til að sjá um frístunda- og félagsstarf skólans ásamt því að koma að félagsfærni nemenda í samstarfi við kennara skólans. Starfsupphaf frá og með 15. janúar 2019, eða eftir samkomulagi. Um framtíðarstarf er að ræða.
  Meira ...

  Helgafellsskóli - Skólaritari óskast

  06.12.2018Helgafellsskóli - Skólaritari óskast
  Við óskum eftir að ráða skólaritara í fullt starf frá og með 15. janúar 2019, eða eftir samkomulagi. Um framtíðarstarf er að ræða. Starf skólaritara miðar fyrst og fremst að því að sinna þjónustu við nemendur, starfsmenn, foreldra og annarra sem til skólans leita. Ritari sér um daglega afgreiðslu, símaþjónustu, upplýsingagjöf og póstafgreiðslu á skrifstofu skólans. Umsóknarfrestur er til og með 22. desember 2018.
  Meira ...

  Helgafellsskóli - Sérkennarar óskast

  06.12.2018Helgafellsskóli - Sérkennarar óskast
  Við óskum eftir að ráða sérkennara í fullt starf frá og með 15. janúar 2019, eða eftir samkomulagi. Um framtíðarstarf er að ræða. Sérkennari starfar samkvæmt lögum og reglugerð um grunnskóla, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá grunnskóla og skólastefnu Mosfellsbæjar. Hann mun sinna nýbúastarfi og halda utan um alla stoðþjónustu skólans þar með talið skimanir og greiningar nemenda.
  Meira ...

  Helgafellsskóli - Leikskólakennarar óskast

  06.12.2018Helgafellsskóli - Leikskólakennarar óskast
  Við óskum eftir að ráða þrjá leikskólakennara í fullt starf frá og með 15. janúar 2019, eða eftir samkomulagi. Um framtíðarstarf er að ræða. Fyrsta hálfa árið verður eingöngu elsta deild í leikskólanum en á næstu árum fjölgar þeim. Leikskólakennari starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá leikskóla og skólastefnu Mosfellsbæjar. Umsóknarfrestur er til og með 22. desember 2018.
  Meira ...

  Helgafellsskóli - Grunnskólakennarar óskast

  06.12.2018Helgafellsskóli - Grunnskólakennarar óskast
  Við óskum eftir að ráða grunnskólakennara í 50% starf frá og með 15. janúar 2019, eða eftir samkomulagi. Um framtíðarstarf er að ræða. Grunnskólakennari starfar samkvæmt lögum og reglugerð um grunnskóla, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá grunnskóla og skólastefnu Mosfellsbæjar. Viðkomandi vinnur að uppeldi og menntun grunnskólabarna. Umsóknarfrestur er til og með 22. desember 2018.
  Meira ...

  Helgafellsskóli - Deildastjóri óskast

  06.12.2018Helgafellsskóli - Deildastjóri óskast
  Við óskum eftir að ráða deildarstjóra á yngsta stig og í leikskólahluta skólans í 50% starf frá og með 15. janúar 2019. Um framtíðarstarf er að ræða. Verksvið deildarstjóra verður að móta og halda utan um faglegt starf allra leikskóladeilda skólans og yngstu deilda grunnskólans. Umsóknarfrestur er til og með 22. desember 2018.
  Meira ...

  Laus störf í Lágafellsskóla

  06.12.2018Laus störf í Lágafellsskóla
  Má bjóða þér að taka þátt í metnaðarfullu skólastarfi? Viltu vera hluti af góðum og öflugum starfsmannahópi sem vinnur saman að því að mæta ólíkum einstaklingum í krefjandi verkefnum? Lágafellsskóli í Mosfellsbæ er heildstæður grunnskóli sem vinnur í anda uppbyggingarstefnunnar. Starfsemi skólans fer fram í tveimur byggingum þar sem 1. - 2. bekkur er staðsettur í útibúi skólans, Höfðabergi, ásamt leikskóladeildum 5 ára barna.
  Meira ...

  starfatorg


  STARFATORG   

  Á Starfatorginu er að finna upplýsingar um laus störf hjá ríkinu.


  Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur umsjón með Starfatorginu en leita verður til þeirrar stofnunar eða ráðningarstofu sem vísað er á í viðkomandi auglýsingu vegna umsóknar eða frekari upplýsinga um starf.


  Auk auglýsinga um laus störf er að finna á Starfatorginu ýmsar upplýsingar er varða starfsmenn ríkisins, lög, kjarasamninga, ýmis réttindi ríkisstarfsmanna ofl.


  Auglýsingar um laus störf hjá ríkinu birtast reglulega í dagblaði þar sem jafnframt er vísað á Starfatorgið til frekari upplýsinga.


  VinnumálastofnunVINNUMÁLASTOFNUN

  Hlutverk og verkefni Vinnumálastofnunar


  Vinnumálastofnun heyrir undir velferðarráðherra og fer m.a. með yfirstjórn vinnumiðlunar í landinu og daglega afgreiðslu Atvinnuleysistryggingasjóðs, Fæðingarorlofssjóðs, Ábyrgðarsjóðs launa auk fjölmargra annara vinnumarkaðstengdra verkefna.


  Vinnumálastofnun rekur níu þjónustuskrifstofur í kringum landið auk þriggja smærri útibúa, þar sem veitt er öll almenn þjónusta við atvinnuleitendur, skráning, mat á færni, ráðgjöf og úrræði og vinnumiðlun auk samvinnu við aðra þjónustuaðila um úrræði og vinnumarkaðsaðgerðir.

  Viðburðir
  07/01/19

  Leshópur félags eldri borgara

  Mánudaginn 7. janúar kl. 10:30 hittist leshópur félags eldri borgara á Bókasafni Mosfellsbæjar. Leshópurinn mun hittast fyrsta mánudag hvers mánaðar í vetur nema annað sé tekið...
  Næstu viðburðir