Fréttamynd09/12/16

Opnunartími Lágafells- og Varmárlauga um jól og áramót

Afgreiðslutímar um jól og áramót í sundlaugum Mosfellsbæjar má sjá hér neðar. Það er fátt betra fyrir líkama og sál en sund, hvort sem það sé rösklegt sund eða rólegheit í pottinum. Í Mosfellsbæ eru...
07/12/16

Hagir og líðan ungs fólks í Mosfellsbæ skipta máli

Mosfellsbær hefur átt samstarf við rannsóknarmiðstöðina Rannsóknir og greining ehf. (R&G) í um áratug. Samstarfið felst í því að bæjarfélagið kaupir niðustöður rannsókna sem fyrirtækið framkvæmir...
07/12/16

Skóflustunga tekin að nýjum skóla í Mosfellsbæ - mikil uppbygging í bænum

Fyrsta skóflustunga að nýjum leik- og grunnskóla í Helgafellshverfi í Mosfellsbæ verður tekin miðvikudaginn 7. desember klukkan 13.00. Skóflustunguna taka væntanlegir nemendur skólans sem stunda nú...
06/12/16

Laus störf við Leirvogstunguskóla

MOSFELLSBÆR auglýsir eftir leikskólakennara og öðru starfsfólki til starfa við leikskólann Leirvogstungu Mosfellsbæ á fræðslu- og frístundasviði Mosfellsbæjar. Leirvogstunguskóli er þriggja deilda...
Skoða fréttasafn

Auglýst dagskrá bæjarstjórnarfunda

Næsti fundur á döfinni.
Með því að smella á link hér neðar er hægt að sjá hvaða mál eru tekin fyrir hverju sinni, auglýsingar koma á heimasíðu Mosfellsbæjar, á föstudegi fyrir settan fundardag.
Bæjarstjórn heldur að jafnaði fundi, annan hvern miðvikudag (þó ekki á sumrin), í fundarsal bæjarstjórnar, Helgafelli, á 2. hæð í Kjarna Þverholti 2. Fundirnir hefjast kl. 16:30 og eru opnir almenningi. Dagskrá funda er einnig auglýst í Þjónustuveri á jarðhæð í Kjarna


  hlusta á upptöku   Upptökur frá fundum Bæjarstjórnar 

  Laus störf við Leirvogstunguskóla

  06.12.2016Laus störf við Leirvogstunguskóla
  MOSFELLSBÆR auglýsir eftir leikskólakennara og öðru starfsfólki til starfa við leikskólann Leirvogstungu Mosfellsbæ á fræðslu- og frístundasviði Mosfellsbæjar. Leirvogstunguskóli er þriggja deilda nýlegur og framsækinn leikskóli með um 70 börnum á aldrinum 2-6 ára. Í leikskólanum er unnið öflugt og skemmtilegt starf þar sem kærleikur og gleði ræður ríkjum. Við vinnum eftir kennsluaðferðinni „Leikur að læra“
  Meira ...

  Lausar stöður á leikskólanum Hlíð

  01.12.2016Lausar stöður á leikskólanum Hlíð
  MOSFELLSBÆR auglýsir stöðu leikskólakennara með deildarstjórn og leitar eftir almennu starfsfólki/ leiðbeinanda til starfa á leikskólanum Hlíð í Mosfellsbæ. Hlíð er um 80 barna leikskóli, staðsettur í friðsælu umhverfi með fallega náttúru allt um kring. Hlíð er „skóli á grænni grein“ Áherslur í starf leikskólans eru vinátta, jákvæð samskipti og skapandi hugsun. Mosfellsbær er öflugt og framsækið sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi.
  Meira ...

  Lausar stöður á leikskólanum Huldubergi

  01.12.2016Lausar stöður á leikskólanum Huldubergi
  MOSFELLSBÆR auglýsir stöðu leikskólakennara með deildarstjórn og leikskólakennara og/ eða leiðbeinanda til starfa á leikskólanum Huldubergi í Mosfellsbæ á fræðslu- og frístundasviði Mosfellsbæjar. Hulduberg er sex deilda leikskóli með um 100 börn. Deildir eru aldursblandaðar en mikið samstarf er milli deilda. Áherslur í starfi leikskólans eru umhverfismennt og að njóta og nýta náttúruleg gæði. Leikskólinn Hulduberg er staðsettur við Lágafellsskóla og íþróttamiðstöðina Lágafelli.
  Meira ...

  Lausar stöður í Krikaskóla

  18.10.2016Lausar stöður í Krikaskóla
  Krikaskóli er leik- og grunnskóli og starfsemin tekur mið af skólastefnu Mosfellsbæjar um heildstætt uppeldis- og skólastarf í leik- og grunnskólum. Skólaárið 2016-2017 verða um 200 börn á aldrinum 2ja-9 ára í skólanum. Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér skólastefnu skólans og uppbyggingu á heimasíðu hans áður en þeir sækja um starf.
  Meira ...
  starfatorgSTARFATORG   
  Á Starfatorginu er að finna upplýsingar um laus störf hjá ríkinu.

  Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur umsjón með Starfatorginu en leita verður til þeirrar stofnunar eða ráðningarstofu sem vísað er á í viðkomandi auglýsingu vegna umsóknar eða frekari upplýsinga um starf.

  Auk auglýsinga um laus störf er að finna á Starfatorginu ýmsar upplýsingar er varða starfsmenn ríkisins, lög, kjarasamninga, ýmis réttindi ríkisstarfsmanna ofl.

  Auglýsingar um laus störf hjá ríkinu birtast reglulega í dagblaði þar sem jafnframt er vísað á Starfatorgið til frekari upplýsinga.

  VinnumálastofnunVINNUMÁLASTOFNUN

  Hlutverk og verkefni Vinnumálastofnunar

  Vinnumálastofnun heyrir undir velferðarráðherra og fer m.a. með yfirstjórn vinnumiðlunar í landinu og daglega afgreiðslu Atvinnuleysistryggingasjóðs, Fæðingarorlofssjóðs, Ábyrgðarsjóðs launa auk fjölmargra annara vinnumarkaðstengdra verkefna.

  Vinnumálastofnun rekur níu þjónustuskrifstofur í kringum landið auk þriggja smærri útibúa, þar sem veitt er öll almenn þjónusta við atvinnuleitendur, skráning, mat á færni, ráðgjöf og úrræði og vinnumiðlun auk samvinnu við aðra þjónustuaðila um úrræði og vinnumarkaðsaðgerðir.
  Viðburðir
  10/12/16

  Kyrrðardagur í Mosfellskirkju

  Kyrrðardagur á aðventu í Mosfellskirkju laugardaginn 10.desember.
  11/12/16

  Jólin hennar Jóru Jólaleikrit í sunnudagaskólanum

  Leikritið um Jóru verður flutt í sunnudagaskólanum í Lágafellskirkju, 11. desember kl. 13:00. Þangað eru allir velkomnir, Aðgangur ókeypis. Leikritið segir frá lítilli tröllastelpu...
  Næstu viðburðir