Fréttamynd12/11/18

Starfsfólk óskast í Leirvogstunguskóla

Leirvogstunguskóli auglýsir eftir deildarstjóra í 80 – 100% starf á elstu barna deild og starfsmanni í 100% starf inn á deildum. Leirvogstunguskóli er nýlegur fjögurra deilda leikskóli með um 80...
09/11/18

Breytingar á nefndum Mosfellsbæjar

Við upphaf nýs kjörtímabils samþykkti bæjarstjórn Mosfellsbæjar breytingar á fyrirkomulagi nefnda hjá Mosfellsbæ. Til varð ný nefnd sem heitir lýðræðis- og mannréttindanefnd og mun sinna lýðræðismálum...
09/11/18

Bilun í símkerfi og nettengingu

Upp kom bilun í símkerfi og nettengingu á Bæjarskrifstofu um hádegisbil í dag. Kerfið lá niðri um nokkurn tíma á meðan unnið var að því að leita að bilun og lagfæra hana. Biðjumst við velvirðingar á...
08/11/18

Samráðsvettvangur bæjarins og UMFA

Á fundi bæjarráðs þann 25. október var samþykkt að koma á laggirnar samráðsvettvangi Mosfellsbæjar og Aftureldingar um uppbyggingu og nýtingu íþróttamannvirkja að Varmá. Markmið samstarfshópsins er að...
Skoða fréttasafn

Auglýst dagskrá bæjarstjórnarfunda

Næsti fundur á döfinni.
Með því að smella á link hér neðar er hægt að sjá hvaða mál eru tekin fyrir hverju sinni, auglýsingar koma á heimasíðu Mosfellsbæjar, á föstudegi fyrir settan fundardag.
Bæjarstjórn heldur að jafnaði fundi, annan hvern miðvikudag (þó ekki á sumrin), í fundarsal bæjarstjórnar, Helgafelli, á 2. hæð í Kjarna Þverholti 2. Fundirnir hefjast kl. 16:30 og eru opnir almenningi. Dagskrá funda er einnig auglýst í Þjónustuveri á jarðhæð í Kjarna

  Starfsfólk óskast í Leirvogstunguskóla

  12.11.2018Starfsfólk óskast í Leirvogstunguskóla
  Leirvogstunguskóli auglýsir eftir deildarstjóra í 80 – 100% starf á elstu barna deild og starfsmanni í 100% starf inn á deildum. Leirvogstunguskóli er nýlegur fjögurra deilda leikskóli með um 80 nemendur á aldrinum 2 – 6 ára. Í skólanum er unnið framsækið og öflugt skólastarf þar sem kærleikurinn og gleðin er höfð að leiðarljósi. Unnið er markvisst eftir kennsluaðferðinni Leikur að læra sem gengur út á að kenna börnum hljóð, stafi, stærðfræði, forn og liti í gegnum söngva, leiki og hreyfingu.
  Meira ...

  Leikskólinn Hlíð

  07.11.2018Leikskólinn Hlíð
  Hlíð er um 80 barna, 5 deilda, leikskóli fyrir 1 til 4 ára börn. Hlíð er grænfána- og vinaleikskóli þar sem áhersla er á hlýlegt og gott andrúmsloft og tilfinningalegt öryggi barnanna. Unnið er að þróunarverkefninu „Snemmtæk íhlutun með áherslu á málþroska og læsi“ í samstarfi við Menntamálastofnun. Stefnt er að því að Hlíð verði ungbarnaleikskóli fyrir börn frá 1 til 3ja ára og er sérstaklega óskað eftir kennurum með áhuga á að taka þátt í uppbyggingu fagstarfs með yngstu börnunum.
  Meira ...

  Leikskólinn Hulduberg auglýsir stöðu sérkennslustjóra

  05.11.2018Leikskólinn Hulduberg auglýsir stöðu sérkennslustjóra
  Hulduberg er sex deilda leikskóli með 120 börn á aldrinum eins árs til fjögura ára. Fjórar deildir eru aldursblandaðar og tvær deildir eru með yngstu börnin, en mikið samstarf er á milli deilda. Áherslur í starfi leikskólans eru umhverfismennt og að njóta og nýta náttúruleg gæði. Leikskólinn Hulduberg er staðsettur við Lágafellsskóla og íþróttamiðstöðina Lágafelli.
  Meira ...

  Varmárskóli í Mosfellsbæ óskar eftir stuðningsfulltrúa til starfa.

  01.11.2018Varmárskóli í Mosfellsbæ óskar eftir stuðningsfulltrúa til starfa.
  Varmárskóli óskar eftir að ráða stuðningsfulltrúa til starfa. Meginverkefni stuðningsfulltrúa er að aðstoða nemendur í leik og starfi. Vinnutíminn er frá kl. 8:00 og er möguleiki á 100% starfshlutfalli. Varmárskóli er heildstæður grunnskóli sem vinnur í anda uppbyggingarstefnunnar. Varmárskóli leggur upp með gildi Mosfellsbæjar sem eru virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja.
  Meira ...

  Varmárskóli í Mosfellsbæ óskar eftir frístundaleiðbeinanda til starfa.

  01.11.2018Varmárskóli í Mosfellsbæ óskar eftir frístundaleiðbeinanda til starfa.
  Varmárskóli óskar eftir að ráða Frístundaleiðbeinanda til starfa. Frístundaleiðbeinandi tekur þátt í skipulagningu faglegs frístundastarfs og leiðbeinir börnum í leik og starfi. Um hlutastarf er að ræða og er vinnutíminn frá kl. 13:00-16:00/17:00. Möguleiki er á styttri vinnutíma sem og að vinna staka daga.
  Meira ...

  Varmárskóli í Mosfellsbæ óskar eftir umsjónarkennara á yngra stigi til starfa.

  01.11.2018Varmárskóli í Mosfellsbæ óskar eftir umsjónarkennara á yngra stigi til starfa.
  Grunnskólakennari eða uppeldismenntaður aðili óskast til starfa. Um tímabundna stöðu umsjónarkennara er að ræða í 80%-100% starfshlutfall. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi menntun í kennslufræði og/eða reynslu af lausnamiðuðu og skapandi starfi með kraftmiklum börnum.
  Meira ...

  Leikskólinn Hlíð - Matráður

  26.10.2018Leikskólinn Hlíð - Matráður
  Leikskólinn hlíð í Mosfellsbæ leitar að matráð. Hlíð er um 80 barna leikskóli fyrir börn á aldrinum 1 til 4 ára. Hlíð er grænfána- og vinaleikskóli. Áhersla er á hlýlegt og gott andrúmsloft og tilfinningalegt öryggi barnanna. Leitað er að matráði sem hefur áhuga og þekkingu á næringu ungra barna og hefur metnað til að fara nýjar leiðir í þeim efnum. Matráður sér um daglegan rekstur eldhúss leikskólans. Um framtíðarstarf er að ræða. Staðan er laus um áramót eða fyrr.
  Meira ...
  starfatorg
  STARFATORG
     

  Á Starfatorginu er að finna upplýsingar um laus störf hjá ríkinu.

  Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur umsjón með Starfatorginu en leita verður til þeirrar stofnunar eða ráðningarstofu sem vísað er á í viðkomandi auglýsingu vegna umsóknar eða frekari upplýsinga um starf.

  Auk auglýsinga um laus störf er að finna á Starfatorginu ýmsar upplýsingar er varða starfsmenn ríkisins, lög, kjarasamninga, ýmis réttindi ríkisstarfsmanna ofl.

  Auglýsingar um laus störf hjá ríkinu birtast reglulega í dagblaði þar sem jafnframt er vísað á Starfatorgið til frekari upplýsinga.

  VinnumálastofnunVINNUMÁLASTOFNUN

  Hlutverk og verkefni Vinnumálastofnunar

  Vinnumálastofnun heyrir undir velferðarráðherra og fer m.a. með yfirstjórn vinnumiðlunar í landinu og daglega afgreiðslu Atvinnuleysistryggingasjóðs, Fæðingarorlofssjóðs, Ábyrgðarsjóðs launa auk fjölmargra annara vinnumarkaðstengdra verkefna.

  Vinnumálastofnun rekur níu þjónustuskrifstofur í kringum landið auk þriggja smærri útibúa, þar sem veitt er öll almenn þjónusta við atvinnuleitendur, skráning, mat á færni, ráðgjöf og úrræði og vinnumiðlun auk samvinnu við aðra þjónustuaðila um úrræði og vinnumarkaðsaðgerðir.
  Viðburðir
  14/11/18

  Bæjarstjórnarfundur í beinni

  728. fundur Bæjarstjórnar Mosfellsbæjar verður haldinn að Þverholti 2, 2. hæð Helgafell miðvikudaginn 14. nóvember 2018 og hefst kl. 16:30
  15/11/18

  Bókmenntahlaðborð 2018

  Haldið verður glæsilegt Bókmenntahlaðborð fimmtudaginn 15. nóvember kl. 20-22 í Bókasafni Mosfellsbæjar. Rithöfundar lesa upp úr verkum sínum og taka þátt í umræðum. Húsið verður...
  Næstu viðburðir