Fréttamynd21/01/19

Gönguskíðabraut á Tungubakkavelli

Í morgun var troðin braut umhverfis Tungubakkavöll í Mosfellsbæ. Brautin er rétt um 900m og alveg flöt. Ágætis færð er í brautinni. Gönguskíði er tilvalið sport fyrir alla og hentar yfirleitt flestum...
21/01/19

Varmárskóli í Mosfellsbæ óskar eftir að ráða enskukennara til starfa

Grunnskólakennari eða uppeldismenntaður aðili óskast til starfa. Um tímabundna stöðu er að ræða, frá og með janúar 2019. Æskilegt er að viðkomandi hafi menntun í kennslufræði og/eða reynslu af...
21/01/19

Varmárskóli í Mosfellsbæ óskar eftir að ráða smíðakennara til starfa

Smíðakennari óskast til starfa í tímabundna stöðu, frá og með mars 2019. Æskilegt er að viðkomandi sé með sveinspróf í húsasmíði og kennsluréttindi. Varmárskóli er heildstæður grunnskóli sem vinnur í...
18/01/19

Íþróttakona og íþróttakarl Mosfellsbæjar 2018

Kynning á kjöri íþróttakonu og íþróttakarls Mosfellsbæjar fór fram í 27. skipti í íþróttamiðstöðinni að Varmá þann 17. janúar sl. að viðstöddum tæplega 400 gestum. Níu konur og þrettán karlar voru...
Skoða fréttasafn

Auglýst dagskrá bæjarstjórnarfunda

Næsti fundur á döfinni.
Með því að smella á link hér neðar er hægt að sjá hvaða mál eru tekin fyrir hverju sinni, auglýsingar koma á heimasíðu Mosfellsbæjar, á föstudegi fyrir settan fundardag.
Bæjarstjórn heldur að jafnaði fundi, annan hvern miðvikudag (þó ekki á sumrin), í fundarsal bæjarstjórnar, Helgafelli, á 2. hæð í Kjarna Þverholti 2. Fundirnir hefjast kl. 16:30 og eru opnir almenningi. Dagskrá funda er einnig auglýst í Þjónustuveri á jarðhæð í Kjarna

  Varmárskóli í Mosfellsbæ óskar eftir að ráða enskukennara til starfa

  21.01.2019Varmárskóli í Mosfellsbæ óskar eftir að ráða enskukennara til starfa
  Grunnskólakennari eða uppeldismenntaður aðili óskast til starfa. Um tímabundna stöðu er að ræða, frá og með janúar 2019. Æskilegt er að viðkomandi hafi menntun í kennslufræði og/eða reynslu af lausnamiðuðu og skapandi starfi með kraftmiklum börnum. Varmárskóli er heildstæður grunnskóli sem vinnur í anda uppbyggingarstefnunnar.
  Meira ...

  Varmárskóli í Mosfellsbæ óskar eftir að ráða smíðakennara til starfa

  21.01.2019Varmárskóli í Mosfellsbæ óskar eftir að ráða smíðakennara til starfa
  Smíðakennari óskast til starfa í tímabundna stöðu, frá og með mars 2019. Æskilegt er að viðkomandi sé með sveinspróf í húsasmíði og kennsluréttindi. Varmárskóli er heildstæður grunnskóli sem vinnur í anda uppbyggingarstefnunnar. Varmárskóli leggur upp með gildi Mosfellsbæjar sem eru virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja.
  Meira ...

  Verkefnastjóri á fjölskyldusvið Mosfellsbæjar

  17.01.2019Verkefnastjóri á fjölskyldusvið Mosfellsbæjar
  Við leitum að metnaðarfullum einstaklingi í starf verkefnastjóra. Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar auglýsir stöðu verkefnastjóra á fjölskyldusviði lausa til umsóknar. Verkefnastjóri annast verkefni á fjölskyldusviði, einkum félagsleg húsnæðismál þ.e. félagslegt leiguhúsnæði þ.m.t. fasteignir í eigu bæjarfélagsins og stofnlán. Ennfremur sérstakan húnæðisstuðning, móttöku nýrra umsókna um fjarhagsaðstoð og öflun gagna, greiðslu fjárhagsaðstoðar og reikningagerð vegna húsaleigu. Ráðgjöf og upplýsingar til íbúa um félagsleg húsnæðismál og félagsþjónustu sveitarfélagsins ásamt undirbúningi umsókna vegna stjórnsýsluákvarðana. Er tengiliður fjölskyldusviðs við Íbúðarlánasjóð, félagasamtök og einkaaðila vegna leigu á húsnæði. Önnur verkefni sem yfirmaður felur honum.
  Meira ...

  Starfsmaður í mötuneyti Varmárskóla

  08.01.2019Starfsmaður í mötuneyti Varmárskóla
  Varmárskóli óskar eftir að ráða starfsmann í mötuneytiseldhús skólans til starfa. Vinnutíminn er frá kl. 8:00-14:00 alla virka daga og er um að ræða 75% starfshlutfall. Varmárskóli er heildstæður grunnskóli sem vinnur í anda uppbyggingarstefnunnar. Varmárskóli leggur upp með gildi Mosfellsbæjar sem eru virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja.
  Meira ...

  Skólaliði í Varmárskóla

  08.01.2019Skólaliði í Varmárskóla
  Varmárskóli óskar eftir að ráða skólaliða til starfa. Vinnutíminn er frá kl. 8:00-16:00 alla virka daga og er um að ræða 100% starfshlutfall. Varmárskóli er heildstæður grunnskóli sem vinnur í anda uppbyggingarstefnunnar. Varmárskóli leggur upp með gildi Mosfellsbæjar sem eru virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja.
  Meira ...

  Matráður í Varmárskóla

  08.01.2019Matráður í Varmárskóla
  Varmárskóli óskar eftir að ráða matráð í mötuneytiseldhús skólans til starfa. Um er að ræða 100% starfshlutfall í tímabundna stöðu, eða til 7. Júní 2019. Varmárskóli er heildstæður grunnskóli sem vinnur í anda uppbyggingarstefnunnar. Varmárskóli leggur upp með gildi Mosfellsbæjar sem eru virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja.
  Meira ...

  Starfsmaður í búsetukjarna fatlaðs fólks.

  08.01.2019Starfsmaður í búsetukjarna fatlaðs fólks.
  ​Starfsmaður óskast í 30-35% hlutastarf í búsetukjarnanum Þverholti í Mosfellsbæ. Mosfellsbær auglýsir eftir starfsmanni í búsetukjarna fatlaðs fólks. Við í Þverholti í Mosfellsbæ leitum eftir öflugum og framsæknum starfsmanni í til að fá til liðs við okkur. Við veitum íbúum einstaklingsmiða þjónustu og leggjum okkur fram við að auka víðsýni þeirra með félagslegri virkni. Starfsmenn vinna eftir hugmyndafræði Þjónandi leiðsagnar sem og þjónustu- og starfsáætlunum.
  Meira ...

  Yfirþroskaþjálfi/deildarstjóri í búsetukjarna

  07.01.2019Yfirþroskaþjálfi/deildarstjóri í búsetukjarna
  Mosfellsbær auglýsir eftir yfirþroskaþjálfa/deildarstjóra í búsetukjarna. Við í búsetukjarnanum í Klapparhlíð í Mosfellsbæ leitum eftir öflugum og framsæknum starfsmanni til liðs við okkur í 85% starf. Um er að ræða tímabundið starf í eitt ár vegna afleysingar. Yfirþroskaþjálfi/deildarstjóri starfar að verkefnum er krefjast sérfræðiþekkingar ásamt almennum störfum með fötluðu fólki í samræmi við ráðningarsamning, samkvæmt lögum um málefni fatlaðs fólks nr. 59/1992 með síðari breytingum og samkvæmt stefnu Mosfellsbæjar í málaflokknum.
  Meira ...

  starfatorg


  STARFATORG   

  Á Starfatorginu er að finna upplýsingar um laus störf hjá ríkinu.


  Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur umsjón með Starfatorginu en leita verður til þeirrar stofnunar eða ráðningarstofu sem vísað er á í viðkomandi auglýsingu vegna umsóknar eða frekari upplýsinga um starf.


  Auk auglýsinga um laus störf er að finna á Starfatorginu ýmsar upplýsingar er varða starfsmenn ríkisins, lög, kjarasamninga, ýmis réttindi ríkisstarfsmanna ofl.


  Auglýsingar um laus störf hjá ríkinu birtast reglulega í dagblaði þar sem jafnframt er vísað á Starfatorgið til frekari upplýsinga.


  VinnumálastofnunVINNUMÁLASTOFNUN

  Hlutverk og verkefni Vinnumálastofnunar


  Vinnumálastofnun heyrir undir velferðarráðherra og fer m.a. með yfirstjórn vinnumiðlunar í landinu og daglega afgreiðslu Atvinnuleysistryggingasjóðs, Fæðingarorlofssjóðs, Ábyrgðarsjóðs launa auk fjölmargra annara vinnumarkaðstengdra verkefna.


  Vinnumálastofnun rekur níu þjónustuskrifstofur í kringum landið auk þriggja smærri útibúa, þar sem veitt er öll almenn þjónusta við atvinnuleitendur, skráning, mat á færni, ráðgjöf og úrræði og vinnumiðlun auk samvinnu við aðra þjónustuaðila um úrræði og vinnumarkaðsaðgerðir.

  Viðburðir
  22/01/19

  Sögustund - Karíus og Baktus

  Þriðjudaginn 22. janúar kl. 16:45 – 17:15 verður sögustund í Bókasafni Mosfellsbæjar fyrir börnin. Ásdís Guðmundsdóttir umsjónarmaður barnastarfs les bókina Karíus og Baktus fyrir...
  27/01/19

  Kvennastund í Varmárlaug

  Sunnudaginn 27. janúar verður námskeiðið "Flotmeðferð og dekurstund" haldið í Varmárlaug í Mosfellsbæ. Flot veitir einstaka vellíðan og frelsi frá utanaðkomandi áreiti. Það býr til...
  Næstu viðburðir