Fréttamynd30/11/15

Deildarstjóri - Lágafellsskóli

Deildarstjóri óskast í stjórnendateymi skólans. Meginverkefni viðkomandi er þátttaka í þriggja manna stjórnunarteymi í Höfðabergi sem er útibú frá Lágafellsskóla. Viðkomandi er einnig í...
26/11/15

Ljósin tendruð á jólatré Mosfellsbæjar

Laugardaginn 28. nóvember verða ljósin tendruð á jólatré Mosfellsbæjar við hátíðlega athöfn á Miðbæjartorginu kl. 16:00. Tendrun ljósanna á jólatrénu á miðbæjartorginu hefur um árabil markað upphaf...
26/11/15

Leiksvæði við Víðiteig

Hafnar eru breytingar og endurnýjun á leiksvæði við Víðiteig. Verkefninu er skipt niður í þrjá áfanga. Í þessum fyrsta áfanga verður gróður á svæðinu fjarlægður. Annar áfangi verkefnisins felst í því...
26/11/15

Hjálparstofnanir gera góða hluti

Nokkrar hjálparstofnanir veita einstaklingum í erfiðleikum aðstoð. Stór hluti þeirrar aðstoðar er veittur í desembermánuði. Um þessar mundir eru að hefjast umsóknarferli fyrir jólaaðstoð í ár og má...
Skoða fréttasafn


Auglýst dagskrá bæjarstjórnarfunda

Næsti fundur á döfinni.
Með því að smella á link hér neðar er hægt að sjá hvaða mál eru tekin fyrir hverju sinni, auglýsingar koma á heimasíðu Mosfellsbæjar, á föstudegi fyrir settan fundardag.
Bæjarstjórn heldur að jafnaði fundi, annan hvern miðvikudag (þó ekki á sumrin), í fundarsal bæjarstjórnar, Helgafelli, á 2. hæð í Kjarna Þverholti 2. Fundirnir hefjast kl. 16:30 og eru opnir almenningi. Dagskrá funda er einnig auglýst í Þjónustuveri á jarðhæð í Kjarna


hlusta á upptöku   Upptökur frá fundum Bæjarstjórnar 

Deildarstjóri - Lágafellsskóli

30.11.2015 13:22Deildarstjóri - Lágafellsskóli
Deildarstjóri óskast í stjórnendateymi skólans. Meginverkefni viðkomandi er þátttaka í þriggja manna stjórnunarteymi í Höfðabergi sem er útibú frá Lágafellsskóla. Viðkomandi er einnig í stjórnendateymi skólans. Í Höfðabergi eru 190 börn í þremur 5 ára deildum leikskóla ásamt 1. og 2. bekk grunnskóla. Markvisst samstarf er milli árganganna þriggja. Höfðaberg er staðsett við Æðarhöfða í Mosfellsbæ.
Meira ...

Verkefnastjóri í fjármáladeild

13.11.2015 13:57Verkefnastjóri í fjármáladeild
Laust er til umsóknar starf í fjármáladeild á bæjarskrifstofum Mosfellsbæjar. Verkefnastjóri í fjármáladeild starfar náið með fjármálastjóra og aðalbókara og veitir faglega ráðgjöf til forstöðumanna. Hann er staðgengill fjármálastjóra, hefur faglega umsjón með innra eftirliti og afstemmingum reikninga ásamt því að bera ábyrgð á innheimtumálum. Hann ber ábyrgð á lánakerfi og lánveitingum og hefur umsjón með kostnaðargreiningu og móttöku rafrænna reikninga. Verkefnastjóri tekur þátt í undirbúningi og gerð fjárhagsáætlunar, árshlutauppgjörs og ársreiknings auk þess að sjá um öflun gagna, framsetningu þeirra og gerð greinargerða.
Meira ...

Starf við stuðning inn á heimili í Mosfellsbæ

30.10.2015 15:28Starf við stuðning inn á heimili í Mosfellsbæ
Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar óskar eftir starfsmanni til að annast stuðning inn á heimili í Mosfellsbæ. Um er að ræða stuðning við ungan fatlaðan dreng og fjölskyldu hans. Vinnutíminn er alla jafna þrjá virka daga í viku frá kl. 16:30 -19:00. Um fjölbreytt hlutastarf er að ræða og verkefnin áhugaverð og lærdómsrík.
Meira ...

Stuðningsfulltrúa vantar við skólann og í útibú skólans, Höfðaberg

30.10.2015 11:14Stuðningsfulltrúa vantar við skólann og í útibú skólans, Höfðaberg
Meginverkefni er aðstoð við nemendur í leik og starfi, m.a. í búningsklefum drengja. Sérstaklega er leitað eftir karlmönnum til starfa. Vinnutími frá kl. 08:00. Möguleiki á vinnu í frístundaseli síðari hluta dags og þar með hærra starfshlutfalli . Viðkomandi þurfa að geta hafið störf sem fyrst og eigi síðan en 1.desember.
Meira ...
STARFATORG   
Á Starfatorginu er að finna upplýsingar um laus störf hjá ríkinu.

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur umsjón með Starfatorginu en leita verður til þeirrar stofnunar eða ráðningarstofu sem vísað er á í viðkomandi auglýsingu vegna umsóknar eða frekari upplýsinga um starf.

Auk auglýsinga um laus störf er að finna á Starfatorginu ýmsar upplýsingar er varða starfsmenn ríkisins, lög, kjarasamninga, ýmis réttindi ríkisstarfsmanna ofl.

Auglýsingar um laus störf hjá ríkinu birtast reglulega í dagblaði þar sem jafnframt er vísað á Starfatorgið til frekari upplýsinga.

VINNUMÁLASTOFNUN

Hlutverk og verkefni Vinnumálastofnunar

Vinnumálastofnun heyrir undir velferðarráðherra og fer m.a. með yfirstjórn vinnumiðlunar í landinu og daglega afgreiðslu Atvinnuleysistryggingasjóðs, Fæðingarorlofssjóðs, Ábyrgðarsjóðs launa auk fjölmargra annara vinnumarkaðstengdra verkefna.

Vinnumálastofnun rekur níu þjónustuskrifstofur í kringum landið auk þriggja smærri útibúa, þar sem veitt er öll almenn þjónusta við atvinnuleitendur, skráning, mat á færni, ráðgjöf og úrræði og vinnumiðlun auk samvinnu við aðra þjónustuaðila um úrræði og vinnumarkaðsaðgerðir.
Viðburðir
02/12/15

Bæjarstjórnarfundur í beinni

661. fundur Bæjarstjórnar Mosfellsbæjar verður haldinn að Þverholti 2, 2. hæð Helgafell, miðvikudaginn 2. desember og hefst kl. 16:30. Bæjarstjórn heldur að jafnaði fundi, annan...
03/12/15

Mosfellingur kemur út

Bæjarblaðið Mosfellingur kemur út fimmtudaginn 3. desember. Skilafrestur efnis og auglýsinga er til kl. 12 mánudaginn 30. nóvember. Blaðinu er dreift frítt inn á öll heimili í...
Næstu viðburðir