Fréttamynd21/09/18

Frítt í strætó á Bíllausa deginum.

Strætó bs. og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu bjóða frítt í strætó á höfuðborgarsvæðinu í tilefni Bíllausa dagsins, 22.september. Íbúar eru hvattir til að skilja bílinn eftir heima, og nýta aðra...
21/09/18

Opnun útboðs - Reykjahverfi eftirlit, gatnagerð og lagnir

Þann 21. september 2018 kl. 11:00 voru opnuð tilboð í verkið "Reykjahverfi eftirlit, gatnagerð og lagnir 2018." Engar athugasemdir bárust fyrir opnun.
21/09/18

Rafmagnstruflanir á Hraðastaðaveg

Rafmagnstruflanir verða á Hraðastaðaveg kl 9-11 föstudaginn 21. september vegna endurtengingar á götuskáp. Nánari upplýsingar um truflun veitir bakvakt Orkuveitu Reykjavíkur í síma 516 6200.
20/09/18

Málþing um hjólreiðar í samgönguviku

Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu í samstarfi við Landsamtök Hjólreiðamanna og Hjólafærni á Íslandi halda málþing um vistvænar samgöngur í Félagsheimilinu á Seltjarnarnesi föstudaginn 21.september. ...
Skoða fréttasafn

Auglýst dagskrá bæjarstjórnarfunda

Næsti fundur á döfinni.
Með því að smella á link hér neðar er hægt að sjá hvaða mál eru tekin fyrir hverju sinni, auglýsingar koma á heimasíðu Mosfellsbæjar, á föstudegi fyrir settan fundardag.
Bæjarstjórn heldur að jafnaði fundi, annan hvern miðvikudag (þó ekki á sumrin), í fundarsal bæjarstjórnar, Helgafelli, á 2. hæð í Kjarna Þverholti 2. Fundirnir hefjast kl. 16:30 og eru opnir almenningi. Dagskrá funda er einnig auglýst í Þjónustuveri á jarðhæð í Kjarna

  Aðstoðarfólk óskast í hlutastarf til að annast stuðning

  19.09.2018Aðstoðarfólk óskast í hlutastarf til að annast stuðning
  Ungur maður með CP-fötlun sem er með Notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) óskar eftir aðstoðarfólki í hlutastarf til að annast stuðning inn á heimili sitt í Mosfellsbæ. Hress og drífandi manneskja óskast: Aðstoðarfólk starfar eftir hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf (e. Independent living). Hugmyndafræðin snýst um að fatlað fólk hafi stjórn á eigin aðstoð, þ.e. hvaða verk eru unnin, hver vinni þau, hvar og hvenær. Þetta gefur fötluðu fólki kost á að vera í réttu hlutverki í fjölskyldu sinni, vinnu, og samfélagi með öllum réttindum og skyldum sínum meðtöldum.
  Meira ...

  Hulduberg og Reykjakot auglýsa stöðu sérkennslustjóra

  17.09.2018Hulduberg og Reykjakot auglýsa stöðu sérkennslustjóra
  Um er að ræða 100% stöðu sérkennslustjóra. Mögulega verður skoðað að ráða í tvær hlutastöður. Vinnutími og vinnufyrirkomulag er í samráði við leikskólana. Sérkennslustjóri er faglegur umsjónarmaður sérkennslu í leikskólunum, annast frumgreiningu og ráðgjöf til starfsmanna.
  Meira ...

  Nokkrar lausa stöður í Varmárskóla

  13.09.2018Nokkrar lausa stöður í Varmárskóla
  Varmárskóli er heildstæður grunnskóli sem vinnur í anda uppbyggingarstefnunnar. Skólastarfið er í þremur byggingum, yngri deild, eldri deild og Brúarlandi. Varmárskóli leggur upp með gildi Mosfellsbæjar sem eru virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja. Skólinn er staðsettur í náttúruparadís og lögð er áhersla á nýtingu umhverfis í námi nemenda
  Meira ...

  Lausar stöður í Krikaskóla í Mosfellsbæ

  10.09.2018Lausar stöður í Krikaskóla í Mosfellsbæ
  Krikaskóli er leik- og grunnskóli og starfsemin tekur mið af skólastefnu Mosfellsbæjar um heildstætt uppeldis- og skólastarf í leik- og grunnskólum. Skólaárið 2018-2019 verða um 215 börn á aldrinum 2ja-9 ára í skólanum. Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér skólastefnu skólans og uppbyggingu á heimasíðu hans áður en þeir sækja um starf.
  Meira ...
  starfatorg
  STARFATORG
     

  Á Starfatorginu er að finna upplýsingar um laus störf hjá ríkinu.

  Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur umsjón með Starfatorginu en leita verður til þeirrar stofnunar eða ráðningarstofu sem vísað er á í viðkomandi auglýsingu vegna umsóknar eða frekari upplýsinga um starf.

  Auk auglýsinga um laus störf er að finna á Starfatorginu ýmsar upplýsingar er varða starfsmenn ríkisins, lög, kjarasamninga, ýmis réttindi ríkisstarfsmanna ofl.

  Auglýsingar um laus störf hjá ríkinu birtast reglulega í dagblaði þar sem jafnframt er vísað á Starfatorgið til frekari upplýsinga.

  VinnumálastofnunVINNUMÁLASTOFNUN

  Hlutverk og verkefni Vinnumálastofnunar

  Vinnumálastofnun heyrir undir velferðarráðherra og fer m.a. með yfirstjórn vinnumiðlunar í landinu og daglega afgreiðslu Atvinnuleysistryggingasjóðs, Fæðingarorlofssjóðs, Ábyrgðarsjóðs launa auk fjölmargra annara vinnumarkaðstengdra verkefna.

  Vinnumálastofnun rekur níu þjónustuskrifstofur í kringum landið auk þriggja smærri útibúa, þar sem veitt er öll almenn þjónusta við atvinnuleitendur, skráning, mat á færni, ráðgjöf og úrræði og vinnumiðlun auk samvinnu við aðra þjónustuaðila um úrræði og vinnumarkaðsaðgerðir.
  Viðburðir
  26/09/18

  Lýðheilsuganga - Svartiklettur og Skarhólamýri

  Miðvikudaginn 26. september milli kl. 18:00 - 19:30 er lokagangan í Lýðheilsugöngum Ferðafélags Íslands. Gengið er frá Reykjalundi og koma Svartiklettur og Skarhólamýri við sögu...
  26/09/18

  Lærðu að læra / Vinnustofa í námstækni

  Við bjóðum börn á aldrinum 13 til 18 ára og foreldra þeirra velkomna á vinnustofuna Lærðu að læra. Námstækni er ákveðið hjálpartæki sem getur auðveldað nemendum að tileinka sér...
  Næstu viðburðir