Beta og Heimir láta af störfum

10/07/2017
Elísabet Eiríksdóttir og Björn Heimir Sigurbjörnsson sem starfað hafa sem dagforeldrar á heimili sínu við Háholt hafa látið af störfum. Elísabet hefur starfað sem dagforeldri í 17 ár hér í Mosfellsbæ og Björn Heimir í 6 ár. Það er fjöldinn allur af mosfellskum börn sem þau hafa gætt í gegnum tíðina og þeirra verður sárt saknað úr hópi dagforeldra. Starfsmenn Mosfellsbæjar þakka fyrir góð kynni og óska Betu og Heimi velfarnaðar.

 

Til baka