Innheimtufulltrúi í fjármáladeild

02/11/2017
MOSFELLSBÆR LEITAR AÐ INNHEIMTUFULLTRÚA Í FJÁRMÁLADEILD

Innheimtufulltrúi fjármáladeildar sér um reikningagerð, innheimtu reikninga, árlega álagningu fasteignagjalda og reglulegar breytingar á fasteignagjöldum. Starfið er fjölbreytt og felur í sér mikil samskipti og samvinnu við starfsmenn í öðrum deildum, innheimtuaðila, þjónustuaðila hugbúnaðarkerfa og viðskiptamenn. Innheimtufulltrúi sér einnig um móttöku rafrænna reikninga frá lánardrottnum og tekur þátt í öðrum verkefnum fjármáladeildar.

Mosfellsbær er öflugt og framsækið sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi.

Menntunar- og hæfnikröfur:
  • Stúdentspróf eða sambærilegt nám skilyrði
  • Önnur menntun sem nýtist í starfi æskileg
  • Reynsla af innheimtustörfum er æskileg
  • Mjög góð tölvukunnátta og góð færni í excel er skilyrði 
  • Reynsla af fjárhagskerfi NAV er æskileg
  • Góð samskiptahæfni , jákvætt viðhorf og lausnamiðuð hugsun er skilyrði
  • Skipulagshæfni, nákvæmni og sjálfstæði í vinnubrögðum er skilyrði
  • Tölugleggni og vandvirkni í vinnubrögðum er nauðsynleg
  • Metnaður og sjálfstæði í starfi

Umsóknarfrestur er til og með 20. nóvember 2017.
Umsóknir ásamt starfsferilsskrá og kynningarbréfi sem greinir frá reynslu, menntun og fyrri störfum ásamt rökstuðningi fyrir hæfni í starfið skulu berast á netfangið mos@mos.is. Nánari upplýsingar um starfið veitir Pétur J. Lockton, fjármálastjóri, í síma 525 6700. 

Um framtíðarstarf er að ræða. Öllum umsóknum verður svarað. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands ísl. sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. 

Við hvetjum fólk af báðum kynjum til að sækja um starfið.

Til baka