Frítt í sund fyrir börn

15/05/2018
Í Mosfellsbæ er frítt í sund fyrir börn yngri en 10 ára. Eins og fram kemur í gjaldskrá íþróttamiðstöðva og sundlauga eiga börn á aldrinum 11-15 ára í grunnskólum Mosfellsbæjar nú kost á því að fá árskort í sund. Kostnaðurinn við útgefið kort eru 600 krónur. Hægt er að sækja um sundkortin í sundlaugum Mosfellsbæjar.

Í Mosfellsbæ eru tvær frábærar sundlaugar, LÁGAFELLSLAUG og VARMÁRLAUG sem hægt er að lesa sér nánar til um hér.
Til baka