Í túninu heima - Bæjarhátíð 2018 - Vilt þú taka þátt ?

08/06/2018

Bæjarhátíð Mosfellsbæjar, Í túninu heima, verður haldin dagana 24. - 26. ágúst. Hátíðin er sannkölluð fjölskylduhátíð þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi í fjölbreyttri dagskrá.

Vilt þú taka þátt ?
Íbúar, félagasamtök og fyrirtæki í Mosfellsbæ eru hvött til að taka virkan þátt í hátíðarhöldunum.

Ef einhverjir luma á hugmyndum eða vilja vera með viðburði, þá endilega sendið tölvupóst á ituninuheima@mos.is

 

Meira um hátíðina "Í túninu heima"

facebook

Fésbókarsíða Í túninu heima

 

MosfellsbæjarpeysanMosfellsbæjarpeysan
Saga ullariðnaðar á Íslandi hefur verið samofin sögu Mosfellsbæjar í gegnum tíðina. Í tilefni bæjarhátíðarinnar hefur Mosfellsbær látið hanna „Mosfellsbæjarpeysu“ og má finna uppskriftir hér. Peysan ber merki Mosfellsbæjar og hægt er að velja mynstur eftir mismunandi hverfislit.

 

Hátíðarlagið Í túninu heima
Hátíðarlagið Í túninu heima sömdu snillingarnir Agnes Wild og Sigrún Harðars, þær stöllur sömdu lagið og fengu fjölmarga Mosfellinga til liðs við sig.

Skemmtileg upphitun fyrir bæjarhátíðina sem allir ættu að læra og taka vel undir í brekkusöng í Álafosskvos.

Í túninu heima- vilt þú taka þátt ?

Til baka