Málþing sveitarfélaga um jafnréttismál og jafnréttisdagur Mosfellsbæjar 2018

06/09/2018

Landsfundur sveitarfélaga um jafnréttismál, málþing sveitarfélaga um jafnréttismál og jafnréttisdagur Mosfellsbæjar 2018

Landsfundur sveitarfélaga um jafnréttismál verður haldinn í Hlégarði fimmtudaginn 20. september 2018 frá kl. 9:30 - 16:30. Vakin er athygli á því að málþing sveitarfélaga um jafnréttismál sem og jafnréttisdagur Mosfellsbæjar mun fara fram í Golfskála Mosfellsbæjar daginn eftir, eða 21. september 2018. Það er því tilvalið að sækja alla viðburði. Dagskráin er afar glæsileg báða dagana.

Skráningargjald á landsfund jafnréttismála er: 6.500 kr.
Skráningargjald með kvöldverði er: 9000 kr.
Ekkert skráningargjald er tekið fyrir seinni daginn.

Nánari upplýsingar og skráning á viðburðinn er hér fyrir neðan:
https://goo.gl/forms/MMTmJlhVbn6UoOK73

Hlökkum til að sjá þig!

Málþing um jafnréttismál
Til baka