Frístundaávísun - úthlutunartímabili að ljúka

06/05/2019

Hefur þú nýtt frístundaávísun skólaársins 2018-2019?

Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar minnir á að enn er hægt að sækja um frístundaávísun til lækkunar kostnaðar við íþrótta- og tómstundaiðkun 6-18 ára barna og ungmenna.

Foreldrar og forráðamenn sem ekki hafa nýtt frístundaávísun skólaársins eru hvattir til þess að nýta hana fyrir 31. maí.

Frístundaávísun vegna skólaársins 2018-2019 er hægt að nýta til 31. maí og er aðgengileg á síðunni https://mosfellsbaer.felog.is.

Frístundaávísun skólaársins 2019-2020 er aðgengileg frá 15. ágúst 2019.

Nánari upplýsingar um frístundaávísanir má fá á mos.is eða hjá þjónustuveri Mosfellsbæjar í síma 525-6700

Til baka