Í túninu heima - Bæjarhátíð 2017

23.06.2017
Bæjarhátíð Mosfellsbæjar, Í túninu heima, verður haldin dagana 25.-27. ágúst. Hátíðin er sannkölluð fjölskylduhátíð þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi í fjölbreyttri dagskrá.Mosfellsbær verður 30 ára þann 9. ágúst og stefnt er að hinum ýmsu viðburðum tengdum afmælinu frá 9. ágúst og fram yfir bæjarhátíð.

Vilt þú taka þátt ?


Íbúar, félagasamtök og fyrirtæki í Mosfellsbæ eru hvött til að taka virkan þátt í hátíðarhöldunum.

Ef einhverjir luma á hugmyndum eða vilja vera með viðburði, þá endilega sendið tölvupóst á ituninuheima@mos.is

Í túninu heima
Til baka