Kærleiksvikan

KærleiksvikaKærleiksvika verður  haldin í áttunda sinn í Mosfellsbæ vikuna 12.- 18. febrúar 2017

Eins og áður er kærleikurinn ofar öllu.
Markmið vikunnar er að hver einasti bæjarbúi finni fyrir kærleik í sinn garð og gefi öðrum kærleik. Þetta gæti falist í hrósi, faðmlagi, brosi, fallegum skilaboðum eða einhverju öðru uppbyggilegu og skemmtilegu.

Hugmyndin er að sem flest félagasamtök, stofnanir, fyrirtæki, hópar og einstaklingar taki þátt í vikunni með sínum hætti. Skorað er á mosfellinga að koma með hugmyndir að viðburðum og sjá um framkvæmd þeirra. Sendið okkur skilaboð á vigdisstein[hja]hotmail.com um þinn viðburð svo hann komist inn í dagskrána.

Undirbúningshópur kærleiksvikunnar vonar að vikan verði full af kærleiksríkum viðburðum, verkefnum og uppákomum.

Dagskráin er birt á www.kaerleikssetrið.is og á facebook hóp kærleiksvikunnar en einnig hérna neðar á síðunni. 

Í undirbúningshópnum eru : Hreiðar Örn Zoëga, og Vigdís Steinþórsdóttir.

Kærleiksvikan í Mosfellsbæ 12.- 18. febrúar 2017 

 

 

Mánud. 12. feb. : 
Nemendur úr Lágafells- og Varmárskóla setja kærleiksrík skilaboð á innkaupakerrurnar í Krónunni og Bónus.
Miðvikud. 14. feb. :
Hátíðar stund í andyri F-Mos kl 16.30
Við heiðrum Fræðslunefnd fatlaðra hestamannafélaginu Herði fyrir frábært starf. Vanda Sigurgeirsdóttir lektor við HÍ fjallar í stuttu máli um mikilvægi vináttu. Nemendur Listaskóli Mosfellsbæjar syngja nokkur lög. Þær eru Dagbjört Hekla Jakobsdóttir, Elísabet Tinna Haraldsdóttir og Lára Ívarsdóttir. Undirleikari Unnur Birna Björnsdóttir. Vinnustofa Skálatúns verður með kærleiksgjafir til sölu.
 
Fimmtud. 15. feb. :
Heilunarguðþjónusta í Lágafellskirkju kl. 20. Söngur, bæn, handayfirlagning og smurning. Sr. Arndís Bernharðsdóttir og græðarar.
Laugard. 17. feb. :
kl 13-15 Félagsvist á torginu í Kjarna á vegum öldungaráðs og ungmennaráðs. Kaffiveitingar í boði Mosfellsbæjar. Allir velkomnir ungir sem aldnir, ókeypis aðgangur.


Sunnud. 18. feb.
Spákaffi í Mosfellsbakaríi kl 13 – 16 (þú færð 15 mín spá á vægu verði)

Friðarganga kl. 16:30 gengið verður frá torginu gengt Kjarna og niður að tjörninni í Kvosinni og þar verður friðarkertum raðað. Hver kemur með sitt kerti.

 

Sjá dagskrána á vef Kærleikssetursins www.kaerleikssetrid.is  og á facebook kærleiksvikan í Mosfellsbæ.
Nefndin : Vigdís, Oddný og Jóhanna

kærleiksvika í Mosfellsbæ