Kærleiksvikan

KærleiksvikaKærleiksvika verður  haldin í sjötta sinn í Mosfellsbæ vikuna 12.- 19. febrúar 2017

Eins og áður er kærleikurinn ofar öllu.
Markmið vikunnar er að hver einasti bæjarbúi finni fyrir kærleik í sinn garð og gefi öðrum kærleik. Þetta gæti falist í hrósi, faðmlagi, brosi, fallegum skilaboðum eða einhverju öðru uppbyggilegu og skemmtilegu.

Hugmyndin er að sem flest félagasamtök, stofnanir, fyrirtæki, hópar og einstaklingar taki þátt í vikunni með sínum hætti. Skorað er á mosfellinga að koma með hugmyndir að viðburðum og sjá um framkvæmd þeirra. Sendið okkur skilaboð á vigdisstein[hja]hotmail.com um þinn viðburð svo hann komist inn í dagskrána.

Undirbúningshópur kærleiksvikunnar vonar að vikan verði full af kærleiksríkum viðburðum, verkefnum og uppákomum.

Dagskráin er birt á www.kaerleikssetrið.is og á facebook hóp kærleiksvikunnar en einnig hérna neðar á síðunni. 

Í undirbúningshópnum eru : Hreiðar Örn Zoëga, og Vigdís Steinþórsdóttir.

Kærleiksvikan í Mosfellsbæ 12.- 19. febrúar 2017 

 

 

Sunnud. 12. feb. :

Spákaffi í Mosfellsbakaríi kl. 13 – 15 (þú færð 15 mín spá á vægu verði)
Friðarganga kl. 15:00 gengið verður frá torginu gengt Kjarna og niður að tjörninni í kvosinni og þar verða friðarkertum fleytt. Hver kemur með sitt kerti. 

Friðartrefill 2017 verður afhentur þ.e. einn til konu og annar til karls. Einnig verður smá happadrætti. Allir velkomnir, við göngum saman í kærleika og friði. Umsjón Þórdís Ásgeirsdóttir.

Kærleikssetrið : Er með mikla dagskrá alla vikuna sjá kaerleikssetrid.is

Myndlistasýningin Öræfaævintýri eftir Rúnu K. Tetzschner verður alla vikun í Lágafellslaug 

Mánud. 13. feb. :
Nemendur úr Lágafells og Varmárskóla setja kærleiksrík skilaboð á innkaupakerrurnar í Krónunni og Bónus. 

Þriðjud. 14. feb. :
Nemendafélagið í F-Mos selur vöflur og ágóðinn rennur til Björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosó.

Miðvikud. 15. feb. :
Hátíðar stund í andyri F-Mos kl 16.30 Við heiðrum Skátafélagið Mosverja fyrir framlag þeirra í þágu okkar, með gjöf frá Ásgarði. Mikilvægi vináttu og vináttuþjálfun : Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor við HÍ, fjallar í stuttu máli um mikilvægi vináttu og bendir á leiðir til að hjálpa börnum gegnum vináttuþjálfun. Skátarnir bregða á leik. Vorboðar flytja 2 lög undir stjórn Hrannar Helgadóttur. Vinnustofa Skálatúns verður með fallegar kærleiksgjafir til sölu.

Kl 20 í sal FMOS Krafterindi um orkustjórnun 20:00-20:45 Markmiðið með erindinu er að hvetja þátttakendur til þess að innleiða fáar en öflugar orkuvenjur sem leiði til að þeir séu ánægðari og yfirvegaðri í vinnunni og heima fyrir. Fyrirlesari er Mosfellingurinn Guðjón Svansson, en hann hefur farið um allt land með orkustjórnunarerindi sín sem vekja mikla ánægju.

20:45-21:15 Hláturjóga í sal FMOS. Stutt erindi um hláturjóga en hláturjóga byggir á þeirri vísindalegu staðreynd að hvort sem hlegið er vegna ytra áreitis eða af innri hvötum þá bregst líkaminn eins við og jákvæð áhrif á hann verða þau sömu. Að stunda hláturjóga er því hollt fyrir líkama og sál og hin besta skemmtun um leið. Fyrirlesari er Ásta Valdimarsdóttir, en hún hefur í áraraðir haldið fyrirlestra um hláturjóga sem kitla hláturtaugarnar!

Fimmtud. 16. feb. :
Heilunarguðþjónusta í Lágafellskirkju kl. 20. Söngur,bæn,handayfirlagning og smurning. Sr. Ragnheiður Jónsdóttir og græðarar.

Laugard. 18. feb. :
kl 14-16 Félagsvist í Lágafellsskóla á vegum öldungaráðs og ungmennaráðs Mosfellsbæjar. Veitingar í boði Mosfellsbæjar. Allir velkomnir, ungir sem aldnir ókeypis aðgangur.

Sunnud. 19. feb. Spákaffi í Mosfellsbakaríi kl 14 – 16 (þú færð 15 mín spá á vægu verði) 

Sjá dagskrána á vef Kærleikssetursins www.kaerleikssetrid.is  Á facebook kærleiksvikan í Mosfellsbæ.
Nefndin : Vigdís, Oddný og Jóhsnna