Sundlaugar

Í Mosfellsbæ eru tvær frábærar sundlaugar, Lágafellslaug og Varmárlaug.

Lágafellslaug

Lágafellslaug

Íþróttamiðstöðin Lágafell, Lækjarhlíð 1a, 270 Mosfellsbæ.

 • Opið virka daga: kl. 6:30-21:30.
 • Opið um helgar: kl. 08:00-19:00.

Hafa samband:

Lágafellslaug býður upp á 25m keppnislaug, innisundlaug, barnalaug og vaðlaug auk þriggja vatnsrennibrauta. Þar eru einnig tveir heitir pottar, nuddpottur og kaldur pottur.

Skólasund

Innilaugin er með stillanlegum botni og er notuð fyrir skólasund alla virka daga yfir veturinn, á mán., fim. og fös. til kl. 18:00 og þri. og mið. til kl. 20:00.


Varmárlaug

Varmárlaug

Íþróttamiðstöðin að Varmá, 270 Mosfellsbæ.

 • 10. júní til 25. ágúst:
  Opið virka daga kl. 06:30-21:00.
 • 26. ágúst til 9. júní:
  Opið virka daga kl. 06:30-08:00 og 16:00-21:00.
 • Opið lau. kl. 08:00-17:00.
 • Opið sun. kl. 08:00-16:00.

Hafa samband:

Varmárlaug býður upp á 25m sundlaug, barnalaug, vaðlaug með nuddstútum, sauna, infrarauðan hitaklefa, tvo heita potta, annar með nuddi, og leiktæki fyrir börnin.

Gufubaðið í Varmárlaug

Gufubaðið er opið alla daga frá kl. 12:00 - 20:00.

 • Konur: Þriðjudaga og fimmtudaga.
 • Karlar: Miðvikudaga og laugardaga.
 • Blandaðir tímar fyrir konur og karla (baðföt): Mánudaga, föstudaga og sunnudaga. 

Frítt í sund fyrir börn

Frítt er í sund fyrir öll börn sem eru með lögheimili í Mosfellsbæ, upp að 15 ára aldri eða til 1. júní árið sem þau ljúka 10. bekk. Frá 1. júní árið sem þau verða 10 ára og þar til 1. júní árið sem þau verða 15 ára þarf að framvísa sundkorti. Sótt er um sundkortin á sundstöðum bæjarins og kostar kortið 600 kr.

Börn utan Mosfellsbæjar fá frítt í sund til 1. júní árið sem þau verða 10 ára.