Héraðsskjalasafn

Héraðsskjalasafn Mosfellsbæjar var formlega stofnað 24. október 2001.

Héraðsskjalasafn Mosfellsbæjar starfar samkvæmt lögum nr. 66/1985 um Þjóðskjalasafn Íslands og reglugerð nr. 283/1994 um héraðsskjalasöfn og lýtur faglegu eftirliti Þjóðskjalasafns Íslands.

Héraðsskjalasafnið annast söfnun, innheimtu og varðveislu skjala frá afhendingarskyldum aðilum, þ.e. stofnunum Mosfellsbæjar og félögum sem njóta verulegra opinberra styrkja, einnig skjölum einstaklinga, félaga og fyrirtækja, skrásetja þau og gera aðgengileg notendum og á allan hátt leitast við að efla þekkingu á sögu umdæmisins.

Skjöl eru hvers konar gögn, hvort sem þau eru skrifleg, teikningar, uppdrættir, ljósmyndir, filmur, hljóðupptökur, myndbönd, rafræn gögn eða önnur hliðstæð gögn sem varða sögu héraðsins eða íbúa þess á einhvern hátt.

Héraðsskjalavörður:  Birna Mjöll Sigurðardóttir
Netfang:  skjalasafn[hja]mos.is
Afgreiðslutímar:  Eftir samkomulagi
Sími:  525 6700 / 525 6789
Staðsetning:  Þverholti 2, kjallari - 270 Mosfellsbæ