Laus störf

Framtíðarsýn Mosfellsbæjar:

Mosfellsbær er eftirsótt bæjarfélag til búsetu þar sem fjölskyldan er í fyrirrúmi. Mosfellsbær er framsækið samfélag þar sem ábyrgðarkennd ríkir gagnvart náttúru og umhverfi auk þess sem hagkvæmni í rekstri og samfélagsleg ábyrgð er ávallt höfð að leiðarljósi. Stjórnsýsla og þjónusta Mosfellsbæjar er skilvirk, ábyrg, vönduð og í fremstu röð á Íslandi. Mosfellsbær er eftirsóknarverður vinnustaður hæfra einstaklinga þar sem áhersla er lögð á persónulega og nútímalega þjónustu.

Hér má sjá laus störf í Mosfellsbæ hverju sinni.

Nokkrar stöður lausar í Lágafelsskóla

20.01.2017Nokkrar stöður lausar í Lágafelsskóla
Má bjóða þér að taka þátt í metnaðarfullu skólastarfi. Má bjóða þér að vera hluti af góðum og öflugum starfsmannahópi sem vinnur saman að því að mæta ólíkum einstaklingum í krefjandi verkefnum. Lágafellsskóli í Mosfellsbæ er heildstæður grunnskóli sem vinnur í anda Uppbyggingarstefnunnar. Starfsemi skólans fer fram í tveimur byggingum þar sem 1. - 2. bekkur er staðsettur í útibúi skólans, Höfðabergi, ásamt 5 ára leikskóladeildum.
Meira ...

Leikskólinn Hlíð leitar að leiðbeinanda

17.01.2017Leikskólinn Hlíð leitar að leiðbeinanda
MOSFELLSBÆR leitar eftir almennu starfsfólki/ leiðbeinanda til starfa á leikskólanum Hlíð í Mosfellsbæ. Hlíð er um 80 barna leikskóli, staðsettur í friðsælu umhverfi með fallega náttúru allt um kring. Hlið er „skóli á grænni grein“ Áherslur í starf leikskólans eru vinátta, jákvæð samskipti og skapandi hugsun.
Meira ...

Lausar stöður í Krikaskóla, Mosfellsbæ

13.01.2017Lausar stöður í Krikaskóla, Mosfellsbæ
Laus störf til umsóknar: Leikskólakennari eða starfsmaður í leikskóla óskast til starfa. Um 100% starf er að ræða. Leikskólakennari eða starfsmaður í leikskóla óskast til starfa vegna fæðingarorlofs til eins árs. Um 100% starf er að ræða frá 1. mars. Starfsmaður í eldhús óskast til starfa. Um 50% hlutastarf getur verið að ræða eða samsett 100% starf. Starfsmaður í afleysingar vegna forfalla bæði í leik- og grunnskólastarf. Um hlutastarf getur verið að ræða.
Meira ...

Skólaliði/ræsting

09.01.2017Skólaliði/ræsting
Skólaliða vantar í ræstingu í 50% starf. Vinnutími er frá kl. 16 á daginn eða eftir samkomulagi. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf sem fyrst. Laun samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Meira ...

Starfsmann vantar á kvöld og helgarvaktir ásamt starfsmann í 70-100% starf í félagslega heimaþjónustu á Eirhömrum

30.12.2016Starfsmann vantar á kvöld og helgarvaktir ásamt starfsmann í 70-100% starf í félagslega heimaþjónustu á Eirhömrum
Vantar starfsmann í 45-50% starf á kvöld og helgarvaktir í félagslega heimaþjónustu á Eirhömrum í Mosfellsbæ. Einnig vantar starfsmann í 70-100% starf í félagslega heimaþjónustu Mosfellsbæjar.
Meira ...

Lausar stöður í Krikaskóla

18.10.2016Lausar stöður í Krikaskóla
Krikaskóli er leik- og grunnskóli og starfsemin tekur mið af skólastefnu Mosfellsbæjar um heildstætt uppeldis- og skólastarf í leik- og grunnskólum. Skólaárið 2016-2017 verða um 200 börn á aldrinum 2ja-9 ára í skólanum. Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér skólastefnu skólans og uppbyggingu á heimasíðu hans áður en þeir sækja um starf.
Meira ...