Laus störf

Framtíðarsýn Mosfellsbæjar:

Mosfellsbær er eftirsótt bæjarfélag til búsetu þar sem fjölskyldan er í fyrirrúmi. Mosfellsbær er framsækið samfélag þar sem ábyrgðarkennd ríkir gagnvart náttúru og umhverfi auk þess sem hagkvæmni í rekstri og samfélagsleg ábyrgð er ávallt höfð að leiðarljósi. Stjórnsýsla og þjónusta Mosfellsbæjar er skilvirk, ábyrg, vönduð og í fremstu röð á Íslandi. Mosfellsbær er eftirsóknarverður vinnustaður hæfra einstaklinga þar sem áhersla er lögð á persónulega og nútímalega þjónustu.

Hér má sjá laus störf í Mosfellsbæ hverju sinni.

Starfsfólk óskast í Leirvogstunguskóla

12.11.2018Starfsfólk óskast í Leirvogstunguskóla
Leirvogstunguskóli auglýsir eftir deildarstjóra í 80 – 100% starf á elstu barna deild og starfsmanni í 100% starf inn á deildum. Leirvogstunguskóli er nýlegur fjögurra deilda leikskóli með um 80 nemendur á aldrinum 2 – 6 ára. Í skólanum er unnið framsækið og öflugt skólastarf þar sem kærleikurinn og gleðin er höfð að leiðarljósi. Unnið er markvisst eftir kennsluaðferðinni Leikur að læra sem gengur út á að kenna börnum hljóð, stafi, stærðfræði, forn og liti í gegnum söngva, leiki og hreyfingu.
Meira ...

Leikskólinn Hlíð

07.11.2018Leikskólinn Hlíð
Hlíð er um 80 barna, 5 deilda, leikskóli fyrir 1 til 4 ára börn. Hlíð er grænfána- og vinaleikskóli þar sem áhersla er á hlýlegt og gott andrúmsloft og tilfinningalegt öryggi barnanna. Unnið er að þróunarverkefninu „Snemmtæk íhlutun með áherslu á málþroska og læsi“ í samstarfi við Menntamálastofnun. Stefnt er að því að Hlíð verði ungbarnaleikskóli fyrir börn frá 1 til 3ja ára og er sérstaklega óskað eftir kennurum með áhuga á að taka þátt í uppbyggingu fagstarfs með yngstu börnunum.
Meira ...

Leikskólinn Hulduberg auglýsir stöðu sérkennslustjóra

05.11.2018Leikskólinn Hulduberg auglýsir stöðu sérkennslustjóra
Hulduberg er sex deilda leikskóli með 120 börn á aldrinum eins árs til fjögura ára. Fjórar deildir eru aldursblandaðar og tvær deildir eru með yngstu börnin, en mikið samstarf er á milli deilda. Áherslur í starfi leikskólans eru umhverfismennt og að njóta og nýta náttúruleg gæði. Leikskólinn Hulduberg er staðsettur við Lágafellsskóla og íþróttamiðstöðina Lágafelli.
Meira ...

Varmárskóli í Mosfellsbæ óskar eftir stuðningsfulltrúa til starfa.

01.11.2018Varmárskóli í Mosfellsbæ óskar eftir stuðningsfulltrúa til starfa.
Varmárskóli óskar eftir að ráða stuðningsfulltrúa til starfa. Meginverkefni stuðningsfulltrúa er að aðstoða nemendur í leik og starfi. Vinnutíminn er frá kl. 8:00 og er möguleiki á 100% starfshlutfalli. Varmárskóli er heildstæður grunnskóli sem vinnur í anda uppbyggingarstefnunnar. Varmárskóli leggur upp með gildi Mosfellsbæjar sem eru virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja.
Meira ...

Varmárskóli í Mosfellsbæ óskar eftir frístundaleiðbeinanda til starfa.

01.11.2018Varmárskóli í Mosfellsbæ óskar eftir frístundaleiðbeinanda til starfa.
Varmárskóli óskar eftir að ráða Frístundaleiðbeinanda til starfa. Frístundaleiðbeinandi tekur þátt í skipulagningu faglegs frístundastarfs og leiðbeinir börnum í leik og starfi. Um hlutastarf er að ræða og er vinnutíminn frá kl. 13:00-16:00/17:00. Möguleiki er á styttri vinnutíma sem og að vinna staka daga.
Meira ...

Varmárskóli í Mosfellsbæ óskar eftir umsjónarkennara á yngra stigi til starfa.

01.11.2018Varmárskóli í Mosfellsbæ óskar eftir umsjónarkennara á yngra stigi til starfa.
Grunnskólakennari eða uppeldismenntaður aðili óskast til starfa. Um tímabundna stöðu umsjónarkennara er að ræða í 80%-100% starfshlutfall. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi menntun í kennslufræði og/eða reynslu af lausnamiðuðu og skapandi starfi með kraftmiklum börnum.
Meira ...

Leikskólinn Hlíð - Matráður

26.10.2018Leikskólinn Hlíð - Matráður
Leikskólinn hlíð í Mosfellsbæ leitar að matráð. Hlíð er um 80 barna leikskóli fyrir börn á aldrinum 1 til 4 ára. Hlíð er grænfána- og vinaleikskóli. Áhersla er á hlýlegt og gott andrúmsloft og tilfinningalegt öryggi barnanna. Leitað er að matráði sem hefur áhuga og þekkingu á næringu ungra barna og hefur metnað til að fara nýjar leiðir í þeim efnum. Matráður sér um daglegan rekstur eldhúss leikskólans. Um framtíðarstarf er að ræða. Staðan er laus um áramót eða fyrr.
Meira ...