Laus störf

Framtíðarsýn Mosfellsbæjar:

Mosfellsbær er eftirsótt bæjarfélag til búsetu þar sem fjölskyldan er í fyrirrúmi. Mosfellsbær er framsækið samfélag þar sem ábyrgðarkennd ríkir gagnvart náttúru og umhverfi auk þess sem hagkvæmni í rekstri og samfélagsleg ábyrgð er ávallt höfð að leiðarljósi. Stjórnsýsla og þjónusta Mosfellsbæjar er skilvirk, ábyrg, vönduð og í fremstu röð á Íslandi. Mosfellsbær er eftirsóknarverður vinnustaður hæfra einstaklinga þar sem áhersla er lögð á persónulega og nútímalega þjónustu.

Hér má sjá laus störf í Mosfellsbæ hverju sinni.

Laus störf í íþróttahúsi Lágafells

15.12.2017Laus störf í íþróttahúsi Lágafells
Íþróttahús Lágafells í Mosfellsbæ leitar að starfsfólki. Íþróttamiðstöðin Lágafelli er vinsæll áfangastaður landsmanna sem og erlendra ferðamanna. Íþróttamiðstöðin Lágafelli heyrir undir frístundasvið Mosfellsbæjar. Íþróttamiðstöðin Lágafelli auglýsir eftir sundlaugarverði í fullt starf á vöktum. Starfið felst að mestu leiti í sund- og öryggisgæslu, þjónustu og þrifum. Rík áhersla er lögð á gildi Mosfellsbæjar og lagt upp með að starfsmenn tileinki sér þau.
Meira ...

Lágafellsskóli Mosfellsbæ

15.12.2017Lágafellsskóli Mosfellsbæ
Lágafellsskóli í Mosfellsbæ leitar að öflugum starfsmönnum. Viltu vera hluti af góðum og öflugum starfsmannahópi sem vinnur saman að því að mæta ólíkum einstaklingum í krefjandi verkefnum? Lágafellsskóli í Mosfellsbæ er heildstæður grunnskóli sem vinnur í anda uppbyggingarstefnunnar. Starfsemi skólans fer fram í tveimur byggingum þar sem 1. - 2. bekkur er staðsettur í útibúi skólans, Höfðabergi, ásamt 5 ára leikskóladeildum.
Meira ...

Búsetukjarninn Klapparhlíð í Mosfellsbæ

07.12.2017Búsetukjarninn Klapparhlíð í Mosfellsbæ
LAUSAR STÖÐUR Í BÚSETUKJARNANUM Í KLAPPARHLÍÐ. Búsetukjarninn í Klapparhlíð veitir fötluðu fólki þjónustu. Búsetukjarnar heyra undir fjölskyldusvið Mosfellsbæjar. Helstu verkefni okkar sem vinna í búsetukjarnanum í Klapparhlíð eru að veita íbúum stuðning við athafnir daglegs lífs og að stuðla að öruggu og ánægjulegu umhverfi með því að þekkja vel þeirra hagi. Unnið er eftir hugmyndafræðinni um þjónandi leiðsögn, þjónustuáætlunum og öðrum verklagsreglum til að stuðla að framþróun í starfi.
Meira ...

Starf stuðningsfulltrúa á heimili fyrir börn í Mosfellsbæ

07.12.2017Starf stuðningsfulltrúa á heimili fyrir börn í Mosfellsbæ
Mosfellsbær auglýsir eftir stuðningsfulltrúa til vinnu á heimili fyrir börn sem var opnað nú í október. Um er að ræða 35% framtíðarstöðu í vaktavinnu þar sem unnið er aðra hvora helgi og kvöld- og næturvaktir á virkum dögum. Þetta er fjölbreytt hlutastarf við áhugaverð og lærdómsrík verkefni. Áherslur í starfi eru samkvæmt hugmyndafræði sem þjónustukjarnar í Mosfellsbæ starfa samkvæmt. Helstu verkefni stuðningsfulltrúa eru að aðstoða börnin við daglegar athafnir þeirra og stuðla að aukinni færni og sjálfstæði barnanna.
Meira ...

Varmárskóli í Mosfellsbæ leitar að öflugum starfsmönnum

01.12.2017Varmárskóli í Mosfellsbæ leitar að öflugum starfsmönnum
Varmárskóli er heildstæður grunnskóli sem vinnur í anda uppbyggingarstefnunnar. Skólastarfið er í þremur byggingum, yngri deild, eldri deild og Brúarlandi. Skólinn er staðsettur í náttúruparadís og lögð er áhersla á nýtingu umhverfis í námi nemenda. Mosfellsbær er öflugt og framsækið sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi.
Meira ...