Laus störf

Framtíðarsýn Mosfellsbæjar:

Mosfellsbær er eftirsótt bæjarfélag til búsetu þar sem fjölskyldan er í fyrirrúmi. Mosfellsbær er framsækið samfélag þar sem ábyrgðarkennd ríkir gagnvart náttúru og umhverfi auk þess sem hagkvæmni í rekstri og samfélagsleg ábyrgð er ávallt höfð að leiðarljósi. Stjórnsýsla og þjónusta Mosfellsbæjar er skilvirk, ábyrg, vönduð og í fremstu röð á Íslandi. Mosfellsbær er eftirsóknarverður vinnustaður hæfra einstaklinga þar sem áhersla er lögð á persónulega og nútímalega þjónustu.

Hér má sjá laus störf í Mosfellsbæ hverju sinni.

Lausar stöður á leikskólanum Huldubergi

21.02.2017Lausar stöður á leikskólanum Huldubergi
MOSFELLSBÆR ÓSKAR EFTIR LEIKSKÓLAKENNARA OG/EÐA ÞROSKAÞJÁLFA Á LEIKSKÓLANN HULDUBERG Í MOSFELLSBÆ. Hulduberg er sex deilda leikskóli með um 100 börn. Deildir eru aldursblandaðar en mikið samstarf er milli deilda. Áherslur í starfi leikskólans eru umhverfismennt og að njóta og nýta náttúruleg gæði. Leikskólinn Hulduberg er staðsettur við Lágafellsskóla og íþróttamiðstöðina Lágafelli.
Meira ...

Starf við liðveislu í Mosfellsbæ

21.02.2017Starf við liðveislu í Mosfellsbæ
Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar óskar eftir starfsmanni til að annast liðveislu fyrir unglingsdreng. Markmið liðveislu er að efla einstaklinga til sjálfshjálpar, veita þeim persónulegan stuðning og aðstoð sem einkum miðar að því að rjúfa félagslega einangrun, t.d. aðstoð til að njóta menningar og félagslífs. Vinnutíminn er eftir samkomulagi. Um fjölbreytt hlutastarf er að ræða og verkefnin áhugaverð og lærdómsrík. Mikilvægt er að liðveitandi búi yfir lipurð í mannlegum samskiptum, sveigjanleika, stundvísi og áreiðanleika.
Meira ...

Verkefnastjóri garðyrkju- og skógræktar

10.02.2017Verkefnastjóri garðyrkju- og skógræktar
MOSFELLSBÆR AUGLÝSIR LAUST STARF VERKEFNASTJÓRA GARÐYRKJU- OG SKÓGRÆKTAR Í ÞJÓNUSTUSTÖÐ MOSFELLSBÆJAR. Laust er til umsóknar starf verkefnastjóra garðyrkju- og skógræktar í þjónustustöð Mosfellsbæjar. Þjónustustöð sér um alla almenna þjónustu við bæjarbúa á sviði tækni og umhverfismála, auk viðhalds og reksturs umferðarmannvirkja og opinna svæða. Þjónustustöð heyrir undir umhverfissvið Mosfellsbæjar.
Meira ...

Leikskólastjóri óskast á Reykjakot

10.02.2017Leikskólastjóri óskast á Reykjakot
MOSFELLSBÆR AUGLÝSIR LAUST STARF LEIKSKÓLASTJÓRA Á LEIKSKÓLANUM REYKJAKOTI. Reykjakot er um 85 barna leikskóli, staðsettur í rólegu íbúðarhverfi í Mosfellsbæ. Skólastefna Reykjakots er umhverfismiðuð og heilsutengd og er áhersla á skapandi starf og náttúru. Landlæknir hefur vottað Reykjakot sem heilsueflandi leikskóla. Í því felst að Reykjakot vinnur markvisst að heilsueflingu í öllu sínu daglega starfi.
Meira ...