Laus störf

Framtíðarsýn Mosfellsbæjar:

Mosfellsbær er eftirsótt bæjarfélag til búsetu þar sem fjölskyldan er í fyrirrúmi. Mosfellsbær er framsækið samfélag þar sem ábyrgðarkennd ríkir gagnvart náttúru og umhverfi auk þess sem hagkvæmni í rekstri og samfélagsleg ábyrgð er ávallt höfð að leiðarljósi. Stjórnsýsla og þjónusta Mosfellsbæjar er skilvirk, ábyrg, vönduð og í fremstu röð á Íslandi. Mosfellsbær er eftirsóknarverður vinnustaður hæfra einstaklinga þar sem áhersla er lögð á persónulega og nútímalega þjónustu.

Hér má sjá laus störf í Mosfellsbæ hverju sinni.

Verkefnastjóri á fjölskyldusvið Mosfellsbæjar

17.01.2019Verkefnastjóri á fjölskyldusvið Mosfellsbæjar
Við leitum að metnaðarfullum einstaklingi í starf verkefnastjóra. Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar auglýsir stöðu verkefnastjóra á fjölskyldusviði lausa til umsóknar. Verkefnastjóri annast verkefni á fjölskyldusviði, einkum félagsleg húsnæðismál þ.e. félagslegt leiguhúsnæði þ.m.t. fasteignir í eigu bæjarfélagsins og stofnlán. Ennfremur sérstakan húnæðisstuðning, móttöku nýrra umsókna um fjarhagsaðstoð og öflun gagna, greiðslu fjárhagsaðstoðar og reikningagerð vegna húsaleigu. Ráðgjöf og upplýsingar til íbúa um félagsleg húsnæðismál og félagsþjónustu sveitarfélagsins ásamt undirbúningi umsókna vegna stjórnsýsluákvarðana. Er tengiliður fjölskyldusviðs við Íbúðarlánasjóð, félagasamtök og einkaaðila vegna leigu á húsnæði. Önnur verkefni sem yfirmaður felur honum.
Meira ...

Starfsmaður í mötuneyti Varmárskóla

08.01.2019Starfsmaður í mötuneyti Varmárskóla
Varmárskóli óskar eftir að ráða starfsmann í mötuneytiseldhús skólans til starfa. Vinnutíminn er frá kl. 8:00-14:00 alla virka daga og er um að ræða 75% starfshlutfall. Varmárskóli er heildstæður grunnskóli sem vinnur í anda uppbyggingarstefnunnar. Varmárskóli leggur upp með gildi Mosfellsbæjar sem eru virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja.
Meira ...

Skólaliði í Varmárskóla

08.01.2019Skólaliði í Varmárskóla
Varmárskóli óskar eftir að ráða skólaliða til starfa. Vinnutíminn er frá kl. 8:00-16:00 alla virka daga og er um að ræða 100% starfshlutfall. Varmárskóli er heildstæður grunnskóli sem vinnur í anda uppbyggingarstefnunnar. Varmárskóli leggur upp með gildi Mosfellsbæjar sem eru virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja.
Meira ...

Matráður í Varmárskóla

08.01.2019Matráður í Varmárskóla
Varmárskóli óskar eftir að ráða matráð í mötuneytiseldhús skólans til starfa. Um er að ræða 100% starfshlutfall í tímabundna stöðu, eða til 7. Júní 2019. Varmárskóli er heildstæður grunnskóli sem vinnur í anda uppbyggingarstefnunnar. Varmárskóli leggur upp með gildi Mosfellsbæjar sem eru virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja.
Meira ...

Starfsmaður í búsetukjarna fatlaðs fólks.

08.01.2019Starfsmaður í búsetukjarna fatlaðs fólks.
​Starfsmaður óskast í 30-35% hlutastarf í búsetukjarnanum Þverholti í Mosfellsbæ. Mosfellsbær auglýsir eftir starfsmanni í búsetukjarna fatlaðs fólks. Við í Þverholti í Mosfellsbæ leitum eftir öflugum og framsæknum starfsmanni í til að fá til liðs við okkur. Við veitum íbúum einstaklingsmiða þjónustu og leggjum okkur fram við að auka víðsýni þeirra með félagslegri virkni. Starfsmenn vinna eftir hugmyndafræði Þjónandi leiðsagnar sem og þjónustu- og starfsáætlunum.
Meira ...

Yfirþroskaþjálfi/deildarstjóri í búsetukjarna

07.01.2019Yfirþroskaþjálfi/deildarstjóri í búsetukjarna
Mosfellsbær auglýsir eftir yfirþroskaþjálfa/deildarstjóra í búsetukjarna. Við í búsetukjarnanum í Klapparhlíð í Mosfellsbæ leitum eftir öflugum og framsæknum starfsmanni til liðs við okkur í 85% starf. Um er að ræða tímabundið starf í eitt ár vegna afleysingar. Yfirþroskaþjálfi/deildarstjóri starfar að verkefnum er krefjast sérfræðiþekkingar ásamt almennum störfum með fötluðu fólki í samræmi við ráðningarsamning, samkvæmt lögum um málefni fatlaðs fólks nr. 59/1992 með síðari breytingum og samkvæmt stefnu Mosfellsbæjar í málaflokknum.
Meira ...