Laus störf

Framtíðarsýn Mosfellsbæjar:

Mosfellsbær er eftirsótt bæjarfélag til búsetu þar sem fjölskyldan er í fyrirrúmi. Mosfellsbær er framsækið samfélag þar sem ábyrgðarkennd ríkir gagnvart náttúru og umhverfi auk þess sem hagkvæmni í rekstri og samfélagsleg ábyrgð er ávallt höfð að leiðarljósi. Stjórnsýsla og þjónusta Mosfellsbæjar er skilvirk, ábyrg, vönduð og í fremstu röð á Íslandi. Mosfellsbær er eftirsóknarverður vinnustaður hæfra einstaklinga þar sem áhersla er lögð á persónulega og nútímalega þjónustu.

Hér má sjá laus störf í Mosfellsbæ hverju sinni.

Vilt þú starfa sem Byggingarfulltrúi hjá Mosfellsbæ?

18.10.2017Vilt þú starfa sem Byggingarfulltrúi hjá Mosfellsbæ?
Mosfellsbær er ört stækkandi sveitarfélag þar sem áhugaverð verkefni eru daglegt viðfangsefni. Því leitum við að öflugum byggingarfulltrúa í teymi okkar. Byggingarfulltrúi ber ábyrgð á framkvæmd opinbers byggingareftirlits í samræmi við gildandi lög (nr. 160/2010) og reglugerðir. Byggingarfulltrúi gefur út byggingarleyfi og hefur eftirlit með leyfisskyldum framkvæmdum og annast önnur verkefni sem kveðið er á um í mannvirkjalögum. Byggingarfulltrúi starfar á umhverfissviði og leiðir faglega þróun byggingarmála innan sviðsins. Helstu verkefni felast í samskiptum við hönnuði, verktaka og íbúa í tengslum við framkvæmdir í sveitarfélaginu. Þá annast byggingarfulltrúi útgáfu byggingarleyfa, yfirferð og samþykkt aðaluppdrátta, verkfræði- og séruppdrátta og útgáfu vottorða og skráningu mannvirkja.
Meira ...

Varmárskóli Mosfellsbæ

17.10.2017Varmárskóli Mosfellsbæ
Laus störf skólaárið 2017-2018 í Varmárskóla. Leitað er eftir umsjónarkennara í 3ja bekk, 80-100% staða. Skólaliða í fullt starf fyrir eldri deild og stuðningsfulltrúa í hlutastarf ásamt og frístundaleiðbeinendur í 30-50% stöðu. Varmárskóli er heildstæður grunnskóli sem vinnur í anda uppbyggingarstefnunnar. Skólastarfið er í þremur byggingum, yngri deild, eldri deild og Brúarlandi. Skólinn er staðsettur í náttúruparadís og lögð er áhersla á nýtingu umhverfis í námi nemenda.
Meira ...

Starf stuðningsfulltrúa á heimili fyrir börn í Mosfellsbæ

16.10.2017Starf stuðningsfulltrúa á heimili fyrir börn í Mosfellsbæ
Mosfellsbær auglýsir eftir stuðningsfulltrúa til vinnu á heimili fyrir börn sem opnað var nú í byrjun október. Um er að ræða vaktir, eina helgi í mánuði, fjölbreytt hlutastarf við áhugaverð og lærdómsrík verkefni. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafélags Mosfellsbæjar og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Reyklaus vinnustaður. Nánari upplýsingar veitir Fanney Sumarliðadóttir, netfang: fanneys@mos.is
Meira ...

Búsetukjarninn Þverholt í Mosfellsbæ

16.10.2017Búsetukjarninn Þverholt í Mosfellsbæ
AUGLÝST ER Í STÖÐU STUÐNINGSFULLTRÚA. Um 30-35% ráðningu er að ræða. Unnið er á morgun-, kvöld-, nætur- og helgarvöktum. Búsetukjarninn Þverholt veitir fötluðu fólki þjónustu. Búsetukjarnar heyra undir fjölskyldusvið Mosfellsbæjar. Helstu verkefni okkar sem vinna í Þverholti eru að veita íbúum stuðning við athafnir daglegs lífs og að stuðla að öruggu og ánægjulegu umhverfi með því að þekkja vel þeirra hagi. Við reynum að stuðla að félagslegri virkni hvers og eins í anda þjónandi leiðsagnar.
Meira ...

Leikskólinn Hlaðhamrar

09.10.2017Leikskólinn Hlaðhamrar
Leikskólinn Hlaðhamrar í Mosfellsbæ leitar að leikskólakennara/starfsmanni. Hlaðhamrar er um 80 barna leikskóli, sem skipt er í 4 deildir. Leikskólinn vinnur í anda „Reggio“ stefnunnar en sú stefna leggur áherslu á gæði í samskiptum og skapandi starf. Fjölbreytt og skemmtilegt starf er unnið með börnunum í fallegu umhverfi leikskólans í nálægð við náttúruna.
Meira ...

Lausar stöður í Búsetukjarnanum í Klapparhlíð

09.10.2017Lausar stöður í Búsetukjarnanum í Klapparhlíð
Búsetukjarninn í Klapparhlíð veitir fötluðu fólki þjónustu. Búsetukjarnar heyra undir fjölskyldusvið Mosfellsbæjar. Helstu verkefni okkar sem vinna í búsetukjarnanum í Klapparhlíð eru að veita íbúum stuðning við athafnir daglegs lífs og að stuðla að öruggu og ánægjulegu umhverfi með því að þekkja vel þeirra hagi. Unnið er eftir hugmyndafræðinni um þjónandi leiðsögn, þjónustuáætlunum og öðrum verklagsreglum til að stuðla að framþróun í starfi.
Meira ...

Lausar stöður í Krikaskóla í Mosfellsbæ

25.09.2017Lausar stöður í Krikaskóla í Mosfellsbæ
Aðstoðarmaður í eldhús óskast til starfa, um 100% framtíðarstarf er að ræða. Einnig er leitað að starfsmanni í frístundastarf. Um 30-50% hlutastarf eftir hádegi er að ræða. Krikaskóli er leik- og grunnskóli og starfsemin tekur mið af skólastefnu Mosfellsbæjar um heildstætt uppeldis- og skólastarf í leik- og grunnskólum. Skólaárið 2017-2018 verða um 210 börn á aldrinum 2ja-9 ára í skólanum.
Meira ...