Laus störf

Framtíðarsýn Mosfellsbæjar:

Mosfellsbær er eftirsótt bæjarfélag til búsetu þar sem fjölskyldan er í fyrirrúmi. Mosfellsbær er framsækið samfélag þar sem ábyrgðarkennd ríkir gagnvart náttúru og umhverfi auk þess sem hagkvæmni í rekstri og samfélagsleg ábyrgð er ávallt höfð að leiðarljósi. Stjórnsýsla og þjónusta Mosfellsbæjar er skilvirk, ábyrg, vönduð og í fremstu röð á Íslandi. Mosfellsbær er eftirsóknarverður vinnustaður hæfra einstaklinga þar sem áhersla er lögð á persónulega og nútímalega þjónustu.

Hér má sjá laus störf í Mosfellsbæ hverju sinni.

Sálfræðingur óskast á fræðsluskrifstofu Mosfellsbæjar

16.07.2018
Mosfellsbær leitar að metnaðarfullum einstaklingi í starf sálfræðings á fræðsluskrifstofu Mosfellsbæjar.
Meira ...

Má bjóða þér að taka þátt í metnaðarfullu skólastarfi?

13.07.2018Má bjóða þér að taka þátt í metnaðarfullu skólastarfi?
Má bjóða þér að taka þátt í metnaðarfullu skólastarfi. Má bjóða þér að vera hluti af góðum og öflugum starfsmannahópi sem vinnur saman að því að mæta ólíkum einstaklingum í krefjandi verkefnum. Lágafellsskóli í Mosfellsbæ er heildstæður grunnskóli sem vinnur í anda Uppbyggingarstefnunnar. Starfsemi skólans fer fram í tveimur byggingum þar sem 1. - 2. bekkur er staðsettur í útibúi skólans, Höfðabergi, ásamt 5 ára leikskóladeildum.
Meira ...

Varmárskóli leitar að þér!

11.07.2018Varmárskóli leitar að þér!
VARMÁRSKÓLI Í MOSFELLSBÆ LEITAR AÐ ÖFLUGUM STARFSMÖNNUM Varmárskóli er heildstæður grunnskóli sem vinnur í anda uppbyggingarstefnunnar. Skólastarfið er í þremur byggingum, yngri deild, eldri deild og Brúarlandi.
Meira ...

Stuðningsfulltrúi óskast á heimili fyrir börn

06.07.2018Stuðningsfulltrúi óskast á heimili fyrir börn
Mosfellsbær auglýsir eftir stuðningsfulltrúa til vinnu á heimili fyrir börn. Heimili fyrir börn i í Mosfellsbæ leitar eftir öflugum og framsæknum starfsmanni í hlutastarf. Helstu verkefni eru að aðstoða börnin við allar athafnir daglegs lífs, stuðla að aukinni færni og sjálfstæði barnanna auk þess að starfa eftir þeim áherslum sem heimilið byggir á út frá hugmyndafræði um þjónandi leiðsögn og Barnasáttmála sameinuðu þjóðanna. Um 30% starfshlutfall, kvöldvaktir og aðra hvora helgi er að ræða.
Meira ...

Á Huldubergi er gaman, þar leika allir saman...

20.06.2018Á Huldubergi er gaman, þar leika allir saman...
Leikskólinn Hulduberg í Mosfellsbæ óskar eftir að ráða til starfa leikskólakennara og/eða leiðbeinendur í fullt starf frá og með 7. ágúst. Hulduberg er sex deilda leikskóli með 112 börn. Fjórar deildir eru aldursblandaðar og tvær deildir eru með yngstu börnin, en mikið samstarf er á milli deilda. Áherslur í starfi leikskólans eru umhverfismennt og að njóta og nýta náttúruleg gæði. Leikskólinn Hulduberg er staðsettur við Lágafellsskóla og íþróttamiðstöðina Lágafelli.
Meira ...

Laus störf í Leirvogstunguskóla

28.05.2018Laus störf í Leirvogstunguskóla
Leirvogstunguskóli í Mosfellsbæ leitar að matráð, aðstoð í eldhúsi og leikskólakennara frá og með 7. ágúst. Leirvogstunguskóli er nýlegur þriggja deilda leikskóli með um 70 nemendur á aldrinum 2 – 6 ára. Í skólanum er unnið framsækið og öflugt skólastarf þar sem kærleikurinn og gleðin er höfð að leiðarljósi. Unnið er eftir nýrri kennsluaðferð sem nefnist „ Leikur að læra“ og miðar að því að kenna börnum hljóð og stafi sem og stærðfræði í gegnum hreyfingu og skynjun á skemmtilegan og árangursríkan hátt.
Meira ...