Laus störf

Framtíðarsýn Mosfellsbæjar:

Mosfellsbær er eftirsótt bæjarfélag til búsetu þar sem fjölskyldan er í fyrirrúmi. Mosfellsbær er framsækið samfélag þar sem ábyrgðarkennd ríkir gagnvart náttúru og umhverfi auk þess sem hagkvæmni í rekstri og samfélagsleg ábyrgð er ávallt höfð að leiðarljósi. Stjórnsýsla og þjónusta Mosfellsbæjar er skilvirk, ábyrg, vönduð og í fremstu röð á Íslandi. Mosfellsbær er eftirsóknarverður vinnustaður hæfra einstaklinga þar sem áhersla er lögð á persónulega og nútímalega þjónustu.

Hér má sjá laus störf í Mosfellsbæ hverju sinni.

Leikskólinn Hlíð - Matráður

23.05.2018Leikskólinn Hlíð - Matráður
Leikskólinn Hlíð í Mosfellsbæ leitar að matráð. Hlíð er um 80 barna leikskóli sem skipt er í 5 deildir. Leikskólinn leggur áherslu á vináttu, umhverfismennt og læsi. Unnið er með ákveðið kennsluefni í vináttu í tengslum við Barnaheill. Hlíð er grænfánaleikskóli. Á næstu misserum verður unnið að því að breyta Hlíð í ungbarnaleikskóla fyrir börn frá 1 til 3ja ára og er sérstaklega sóst eftir matráð með þekkingu og áhuga á næringu yngstu barnanna.
Meira ...

Leikskólakennarar óskast í leikskóla Mosfellsbæjar

09.05.2018Leikskólakennarar óskast í leikskóla Mosfellsbæjar
Leikskólar í Mosfellsbæ leita að leikskólakennurum og deildarstjórum til starfa. Íbúafjöldi Mosfellsbæjar er um 10.500 manns og er bærinn ört vaxandi útivistarbær enda stutt milli fjalls og fjöru og umhverfi bæjarins allt afar fagurt og mannlíf gott. Mosfellsbær starfrækir sjö leikskóla sem hver og einn státar af metnaðarfullri stefnu og starfsháttum. Leikskólarnir eru; Hlaðhamrar með 80 börn, Hlíð með 82 börn, Hulduberg með 112 börn, Höfðaberg með 54, 5 ára börn, Krikaskóli, samrekinn leik- og grunnskóli með 100 leikskólabörn og 100 grunnskólabörn, Leirvogstunguskóli með 70 börn, og Reykjakot með 85 börn.
Meira ...

Laus störf í Lágafellsskóla skólaárið 2018-2019

09.05.2018Laus störf í Lágafellsskóla skólaárið 2018-2019
Má bjóða þér að taka þátt í metnaðarfullu skólastarfi? Viltu vera hluti af góðum og öflugum starfsmannahópi sem vinnur saman að því að mæta ólíkum einstaklingum í krefjandi verkefnum? Lágafellsskóli í Mosfellsbæ er heildstæður grunnskóli sem vinnur í anda uppbyggingarstefnunnar. Starfsemi skólans fer fram í tveimur byggingum þar sem 1. - 2. bekkur er staðsettur í útibúi skólans, Höfðabergi, ásamt 5 ára leikskóladeildum.
Meira ...