Laus störf

Framtíðarsýn Mosfellsbæjar:

Mosfellsbær er eftirsótt bæjarfélag til búsetu þar sem fjölskyldan er í fyrirrúmi. Mosfellsbær er framsækið samfélag þar sem ábyrgðarkennd ríkir gagnvart náttúru og umhverfi auk þess sem hagkvæmni í rekstri og samfélagsleg ábyrgð er ávallt höfð að leiðarljósi. Stjórnsýsla og þjónusta Mosfellsbæjar er skilvirk, ábyrg, vönduð og í fremstu röð á Íslandi. Mosfellsbær er eftirsóknarverður vinnustaður hæfra einstaklinga þar sem áhersla er lögð á persónulega og nútímalega þjónustu.

Hér má sjá laus störf í Mosfellsbæ hverju sinni.

Laus störf við Varmárskóla næsta skólaár 2017-2018

21.06.2017
Kennarar óskast á unglingastig, miðstig og yngsta stig Varmárskóla fyrir næsta skólaár 2017-2018.
Meira ...

Lausar stöður á leikskólanum Hlíð

16.06.2017Lausar stöður á leikskólanum Hlíð
Hlíð er um 80 barna leikskóli, staðsettur í friðsælu umhverfi með fallega náttúru allt um kring. Hlíð er „skóli á grænni grein“ sem er alþjóðlegt verkefni á vegum Landverndar og stuðlar að aukinni umhverfisvitund og sjálfbærni. Auk þess leggur skólinn áherslu á vináttu, jákvæð samskipti og skapandi hugsun.
Meira ...