Lausar stöður í Krikaskóla í Mosfellsbæ

10.09.2018 13:17

Krikaskóli í Mosfellsbæ

LAUSAR STÖÐUR Í KRIKASKÓLA Í MOSFELLSBÆ


Krikaskóli er leik- og grunnskóli og starfsemin tekur mið af skólastefnu Mosfellsbæjar um heildstætt uppeldis- og skólastarf í leik- og grunnskólum. Skólaárið 2018-2019 verða um 215 börn á aldrinum 2ja-9 ára í skólanum. Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér skólastefnu skólans og uppbyggingu á heimasíðu hans áður en þeir sækja um starf.

Mosfellsbær er öflugt og framsækið sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi.

STUÐNINGSFULLTRÚI ÓSKAST TIL STARFA.
Um 100% tímabundið starf er að ræða.
Áhugi á starfi með einstökum börnum nauðsynlegur.

GRUNNSKÓLAKENNARI EÐA UPPELDISMENNTAÐUR AÐILI
Um 100% starf er að ræða til eins árs vegna sérstaks verkefnis.
Viðkomandi yrði í teymi sem starfar með 6. til 7. ára börnum.
Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi menntun í kennslufræði og/eða reynslu af lausnamiðuðu og skapandi starfi með kraftmiklum börnum.

Menntunar- og hæfnikröfur:

  • Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi
  • Áhugi á að vinna með börnum
  • Frumkvæði og sjálfstæði
  • Góð færni í samskiptum
  • Aldurstakmark 18 ára og eldri

Umsóknarfrestur er til og með 24. september 2018.

Sjá auglýsingu (pdf) 

Frekari upplýsingar á heimasíðu Krikaskóla www.krikaskoli.is og senda má inn fyrirspurn og/eða umsókn um starfið á netfangið krikaskoli@krikaskoli.is. Allar nánari upplýsingar veitir skólastjóri Krikaskóla Þrúður Hjelm thrudur@krikaskoli.is eða Ágústa Ólafsdóttir sviðsstjóri Krikaskóla agusta@krikaskoli.is í síma 578-3400.

Öllum umsóknum verður svarað. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands ísl. sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Við hvetjum karla jafnt sem konur að sækja um starfið.


Til baka