Verkefnastjóri hjá Eignasjóð

04.02.2019 14:28

Mosfellsbær auglýsir laust starf verkefnisstjóra hjá Eignasjóð Mosfellsbæjar.

Laust er til umsóknar starf verkefnisstjóra eignasjóðs hjá Mosfellsbæ. Eignasjóður sér um viðhald og nýframkvæmdir stofnana bæjarins og heyrir undir umhverfissvið Mosfellsbæjar.
Verkefnisstjóri annast umsýslu fasteigna í eigu Mosfellsbæjar og meðal verkefna er útgáfa verkbeiðna, eftirlit með viðhaldsverkefnum, umsjón með eignfærðum framkvæmdum, samskipti við yfirvöld varðandi fasteignir bæjarins s.s eldvarnareftirlit, vinnueftirlit, heilbrigðiseftirlit og flokkun gagna. Um fullt starf er að ræða.

Mosfellsbær er öflugt og framsækið sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi. Eignasjóður heyrir undir umhverfissvið Mosfellsbæjar.

Menntunar- og hæfnikröfur:

  • Iðnmenntun sem nýtist í starfi, sveins- og meistararéttindi ásamt réttindum til að sinna byggingarstjórn
  • Framhaldsmenntun á sviði byggingar-mála, s.s. byggingarfræði er kostur
  • Reynsla og þekking á stjórnun verklegra framkvæmda er skilyrði
  • Góð tölvukunnátta er skilyrði
  • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður

Umsóknarfrestur er til og með 22. febrúar 2019.


Umsóknir ásamt starfsferilsskrá og kynningarbréfi sem greinir frá reynslu, menntun og fyrri störfum ásamt rökstuðningi fyrir hæfni í starfið skulu berast á netfangið mos@mos.is. Nánari upplýsingar um starfið gefur Þorsteinn Sigvaldason í síma 525-6700. Um framtíðarstarf er að ræða. Öllum umsóknum verður svarað. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands ísl. sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Ráðið er í öll störf óháð kyni.

Sjá auglýsingu (.pdf 174 kb)

Til baka