Fyrir eldri borgara

Fjölskyldusvið fer með málefni eldri borgara. Þjónusta sviðsins gengur út frá því að stuðla að því að aldraðir geti búið við eðlilegt fjölskyldulíf svo lengi sem unnt er. Aldraðir eiga rétt á almennri þjónustu sem veitt er á fjölskyldusviði í samræmi við lög um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 og lög um málefni aldraðra nr. 125/1999.   

Í Mosfellsbæ er þjónustuklasi fyrir eldri borgara að Hlaðhömrum við Langatanga. Þar er að finna Eirhamra, en það eru 58 öryggisíbúðir sem Eir hjúkrunarheimili rekur. 
Innan veggja Eirhamra er nýuppgerð Þjónustumiðstöð sem hýsir félagsstarf og mötuneyti
 
Við hlið Eirhamra rekur Eir einnig Hamra hjúkrunarheimili sem tók til starfa árið 2013 og þar eru 30 rými með fyrsta flokks aðstöðu.  

Niðurgreiðslur v/frístundaiðkunar fyrir 67 ára og eldri

Bæjarráð Mosfellsbæjar afgreiddi fyrirkomulag frístundastyrkja til íbúa í Mosfellsbæ sem eru 67 ára og eldri á fundi sínum þann 14. febrúar. Markmið niðurgreiðslunnar er að auðvelda þessum aldurshópum að sækja sér heilsueflandi frítímaþjónustu sem hentar hverjum og einum.

Nánari upplýsingar um fyrirkomulag niðurgreiðslu er að finna hér á heimasíðu Mosfellsbæjar

Sótt er um niðurgreiðslu á Íbúagátt. 

Valgerður Magnúsdóttir er forstöðumaður Þjónustumiðstöðvar. Hún veitir upplýsingar um þjónustuna í síma 566 8060 frá kl.10 -12 alla virka daga. 

Fæði 

Hægt er kaupa máltíðir alla virka daga í hádeginu. Boðið er upp á heimsendingu og bætist þá við sendingarkostnaður.

Markmið heimaþjónustu er að efla fólk til sjálfsbjargar og gera því kleift að búa í heimahúsi við sem eðlilegastar aðstæður. Þjónustan er veitt þeim sem þarfnast hennar vegna skertrar færni, fjölskylduaðstæðna, veikinda, fötlunar o.fl. 

Í boði er:

  •     Aðstoð við persónulega umhirðu og heimilishald.
  •     Félagslegur stuðningur.
  •     Heimsending matar.
  •     Aðstoð við þrif.

Fólk sem býr við fötlun nýtur margvíslegs stuðnings við búsetu sem ýmist er á vegum bæjarins eða eigin vegum (frekari liðveisla).

Mat er lagt á þörf fyrir dvalar- eða hjúkrunarrými fyrir þá sem þess þarfnast.

Um félagslega heimaþjónustu í Mosfellsbæ gilda reglur sem bæjarstjórn hefur samþykkt í samræmi við 25. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991. 

Fjölskyldunefnd fer með málefni félagslegrar heimaþjónustu í umboði bæjarstjórnar. 
Starfsmenn fjölskyldusviðs Mosfellsbæjar sjá um framkvæmd þjónustunnar. 

Hverjir geta sótt um félagslega heimaþjónustu?
Þeir sem eiga lögheimili í bæjarfélaginu og geta ekki séð hjálparlaust um heimilishald og persónulega umhirðu geta sótt um félagslega heimaþjónustu.  Þörf fyrir aðstoð er metin í hverju tilviki.  Leitast er við að veita þá þjónustu sem viðkomandi eða aðrir heimilismenn eru ekki færir um að annast sjálfir.

Félagsleg heimaþjónusta getur verið fólgin í aðstoð við heimilishald, aðstoð við persónulega umhirðu, félagslegan stuðning eða aðstoð við umönnun barna og ungmenna.
Heilsugæslustöð Mosfellsumdæmis, Þverholti 2 sími 510 0700, sér um heimahjúkrun og baðþjónustu fyrir aldraða.

Umsókn
Skriflegri umsókn skal skilað í afgreiðslu bæjarskrifstofa Mosfellsbæjar í Kjarna, Þverholti 2, 1.hæð.  Umsókn skal undirrituð af umsækjanda og ef um hjón eða sambúðarfólk er að ræða skal umsókn undirrituð af báðum aðilum.  Umsókn þarf að fylgja umsögn sérfræðings sem staðfestir þörf viðkomandi fyrir þjónustuna.
Félagsráðgjafi  metur þörf umsækjanda fyrir þjónustu. Forstöðumaður félagslegrar heimaþjónustu sér um daglega stjórnun þjónustunnar.

Gjaldskrá
Gjaldskrá vegna félagslegrar heimaþjónustu er samkvæmt reglum bæjarstjórnar Mosfellsbæjar. Gjaldtaka miðast við tekjur umsækjanda og breytist  í samræmi við kjarasamning starfsmanna félagslegrar heimaþjónustu.
Undanþegnir gjaldtöku eru þeir sem hafa elli- eða örorkulífeyri og óskerta tekjutryggingu.

Lífeyrisþegar sem hafa tekjur að því marki að tekjutrygging skerðist  greiða 776 kr. á klukkustund. Aðrir greiða 1.685 kr.

Upphæðir miðast við 1. janúar  2017.

Þagnarskylda
Fulltrúar fjölskyldunefndar og starfsmenn fjölskyldusviðs eru bundnir þagnarskyldu um einkamál þeirra sem sækja um félagslega heimaþjónustu. Þagnarskyldan helst þrátt fyrir að viðkomandi láti af störfum.

Áfrýjun
Trúnaðarmálafundur fjölskyldudeildar fjallar um umsóknir um félagslega heimaþjónustu og afgreiðir þær í samræmi við reglur þar að lútandi.  Umsækjandi getur áfrýjað afgreiðslu fundarins til fjölskyldunefndar Mosfellsbæjar. 
Ákvörðun félagsmálanefndar getur umsækjandi áfrýjað til úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála. Nefndin hefur aðsetur í félagsmálaráðuneytinu í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu.
Áfrýjun skal borin fram skriflega innan fjögurra vikna frá því að umsækjanda barst vitneskja um afgreiðslu umsóknar.

Nánari upplýsingar um félagslega heimaþjónustu er að finna í kynningarbæklingi

Hægt er að nálgast reglur um félagslega heimaþjónustu með því að fylgja hlekk að neðan:

Félagsstarf eldri borgara og FaMos auglýsa sameiginlega dagskrá félagsstarfsins undir Þjónustumiðstöð aldraðra á Eirhömrum. Dagskráin er birt í Mosfellingi á bls. 6 og á heimasíðu bæjarins. Einnig er dagskráin send til félaga FaMos eftir netfangaskrá.

Hér má sjá dagskrá félagsstarfsins í haust 2019 
 
Markmið félagsstarfs eldri borgara er að fyrirbyggja félagslega einangrun aldraðra og finna þekkingu, reynslu og hæfileikum þátttakenda farveg. Listsköpun, handmennt, spilamennska, kórstarf, leikfimi, sund og ferðalög eru dæmi um starfsemina.

 Handverksstofan Eirhömrum er opin alla virka daga kl. 13.00-16.00.
Upplýsingar um félagsstarf og skráningar á námskeið og í ferðir, veitir forstöðumaður félagsstarfs.

 Forstöðumaður félagsstarfs eldri borgara:  Elva Björg Pálsdóttir gsm 698-0090
 Símatími: Alla virka daga frá kl. 13:00 til 16:00 í síma 586 8014
 Netfang:  elvab[hja]mos.is

Félag aldraðra í Mosfellsbæ og nágrenni, FaMos, var stofnað 1. október 2002.

Í lögum FaMos segir meðal annars:

Rétt á inngöngu eiga allir þeir sem eru orðnir 60 ára og eldri. Tilgangur félagsins er að gæta hagsmuna eldri borgara í Mosfellsbæ og nágrenni ásamt því að sinna tómstunda-, fræðslu- og menningarmálum og vinna að því að skapa félagslegt og efnahagslegt öryggi aldraðra. Efla þátttöku aldraðra í starfi og tómstundum. Félagið er óháð stjórnmálaflokkum og hlutlaust í afstöðu til trúmála.

 

AÐALSTJÓRN:

Fimm manna aðalstjórn er kosin til tveggja ára og tveggja manna varastjórn er kosin til eins árs. Fjögurra ára tímamörk eru á stjórnarsetu en formaður getur setið í fjögur ár til viðbótar, samtals átta ár. 

 

STJÓRNARMENN 

Stjórn FaMos skipa frá síðasta aðalfundi 15. febrúar 2016 :

NAFN    SÍMI 
Harald  S. Holsvik formaður 
566 6283
Sara Elíasdóttir
varaformaður
566 6391 / 694 1926Pétur Guðmundsson gjaldkeri  482 3583 / 868 2552
Magnús Sigsteinsson  meðstjórnandi  566 6328 / 863 3184
Snjólaug Sigurðardóttur Varamaður     557 4734 / 897 4734    
Úlfhildur Geirsdóttir  varamaður  566 6700 / 896 5700
Jón Þórður Jónsson  Ritari  566 6578 / 856 3405    


NEFNDIR OG NEFNDARMENN  


NAFN 
Ingólfur Hrólfsson
Formaður
Bjarney Einarsdóttir   
Elías Árnason   
Halldór Sigurðsson   
Hjördís Sigurðardóttir
 
   

NAFN 
Stefanía Helgadóttir 
Formaður
Guðrún Emelía Karlsdóttir

Kristbjörg Steingrímsdóttir

Jóhanna S. Guðbjörnsdóttir

Oktavía Stefanía Helgadóttir
Sara Elíasdóttir   
NAFN 
Pétur Guðmundsson
Formaður
Sigrún Kröyer

Gunnvör Björnsdóttir

Ursula Jünemann

   
NAFN 
Margrét Jakobína Ólafsdóttir,
formaður
Albert H. Gunnarsson

Valdís Ólafsdóttir

   
NAFN 
Karl E. Loftsson Stjórnandi
Bernhard Linn
   STARFANDI  HÓPAR 

NAFN 
Kristinn Breiðfjörð
Unnur Haraldsdóttir   
Lagt er af stað frá Eirhömrum kl. 11:00 þriðjudaga, föstudaga og laugardaga, allir velkomnir í hópinn.
Línudanshópur hefur verið starfandi að Eirhömrum.

Umsjón: Kolbrún Jónsdóttir

VORBOÐAR:  

Hrönn Helgadóttir  Söngstjóri 
Úlfhildur Geirsdóttir  Formaður 

Æfingar eru á mánudögum kl. 13:00 í Safnaðarheimili.

Einar Halldórsson, ásamt starfsfólki bókasafnsins eru með leshringinn, Jóhanna Sigurðardóttir aðstoða einnig.

Úlfhildur Geirsdóttir, hefur stýrt starfinu en allir leikskólarnir sex hafa komið í heimsókn á Eirhamra um kl. 13:30 á fimmtudögum, þar hafa börnin tekið lagið með Vorboðunum. Dagskráin varð til, eftir að FaMos fékk jafnréttisverðlaun 2012. 

Skrifstofa FaMos er til húsa í Þjónustumiðstöðinni að Eirhömrum og er félagsstarf FaMos unnið í samvinnu við Félagsstarf aldraðra í Mosfellsbæ. 

FÉLAGSGJÖLD OG AFSLÁTTUR:
Árlegt félagsgjald er kr. 2500 og eru breytingar á gjaldi ákveðnar á aðalfundi.  
Gefin eru út félagsskírteini sem gefa félögum kost á verulegum afslætti hjá mörgum verslunum og stofnunum um allt land sbr. afsláttarbók sem Landssamband eldri borgara, LEB, gefur út. 

Meiri fróðleikur um HVAÐ er FaMos OG LEB

VIÐBURÐIR OG DAGSKRÁ:
Viðburðir og dagskrá Þjónustumiðstöðvarinnar verður auglýst sameiginlega í Mosfellingi og á mos.is en félögum FaMos verður einnig send dagskrá og upplýsingar um viðburði rafrænt eftir félagaskrá.
FRÉTTABRÉF:
FaMos sendir félögum sínum fréttabréf rafrænt og á pappír 2-3 á ári um það sem efst er á baugi í málefnum aldraðra.

Ekki má gleyma að FaMos er hagsmunafélag og í Mosfellsbæ er stór hópur að komast á eftirlaunaaldur og því mikilvægt að koma til móts við þarfir þeirra og standa vörð um hagsmuni eldri bæjarbúa. Því fleiri virkir félagar, því sterkara félag.

Skrifstofan er opin alla miðvikudaga milli kl. 15:00 - 16:00. Stjórnarmenn skiptast á um að vera til viðtals fyrir félaga. Elva Björg Pálsdóttir, forstöðumaður félagsstarfs aldraðra í Mosfellsbæ er ætíð tilbúin að senda stjórnarmönnum FaMos skilaboð.
s:586-8014 / 698-0090.

Ef erindi þarf flýtimeðferð eru allar upplýsingar um stjórn á slóðinni www.famos.is 

Netfang FaMos: famos[hja]famos.is