Þjónusta við fatlað fólk

Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar sér um þjónustu við fatlað fólk, framkvæmd þjónustunnar og eftirliti með henni. Þjónustan miðar að því að skapa þeim skilyrði til að lifa sem eðlilegustu lífi en sé þjónustuþörf meiri er sértæk þjónusta veitt.

Mosfellsbær veitir margvíslega þjónustu, svo sem ráðgjöf og stuðning við fatlað fólk og foreldra fatlaðra barna, þjónustu á heimilum, hæfingu, starfsþjálfun, verndaða vinnu, stuðningsfjölskyldur fyrir fötluð börn, skammtímavistun og akstursþjónustu.

Fatlaðir eiga rétt á almennri þjónustu sem veitt er á fjölskyldusviði í samræmi við lög um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991, en að auki geta fatlaðir átt rétt á þjónustu samkvæmt lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018 

Fjölskyldunefnd fer með málefni félagsþjónustu fyrir fatlað fólk í umboði bæjarstjórnar. Starfsmenn fjölskyldusviðs Mosfellsbæjar sjá um framkvæmd þjónustunnar.

Þjónustan miðar að því að tryggja fötluðu fólki jafnrétti og skapa því skilyrði til að lifa eðlilegu lífi og taka virkan þátt í samfélaginu. Sjá má nánar um þetta á síðu félagsmálaráðuneytis.

Til þess að sækja um þjónustu skal hafa samband við þjónustuverið í síma 525-6700 eða með því að fylla út viðeigandi umsókn á íbúagátt Mosfellsbæjar.

Akstursþjónusta fyrir fatlað fólk
Markmið akstursþjónustu fatlaðra er að gera þeim sem ekki geta nýtt sér almenningsfarartæki kleift að stunda nám, vinnu, þjálfun og njóta tómstunda.

Hægt er að nálgast reglur um ferðaþjónustu fatlaðra með því að fara í flipa hér til hægri -Tengd skjöl.

Hverjir geta sótt um akstursþjónustu?
Notendur hjólastóla, þeir sem eru blindir og þeir sem eru ekki færir um að nota almenningsvagnaþjónustu vegna annarrar fötlunar og hafa ekki aðgang að eigin farartæki geta sótt um akstursþjónustu.

Ferðir til og frá vinnu og vegna skóla, lækninga og endurhæfingar ganga fyrir öðrum ferðum. Fjöldi ferða til einkaerinda er háður takmörkunum, miðað er við að þær séu ekki fleiri en 12 á mánuði. Hámarksferðafjöldi á mánuði miðast við 60 ferðir. Með ferð er átt við akstur frá einum stað á annan.
Þjónustusvæði akstursþjónustunnar markast frá Hafnarfirði í suðri að Kjalarnesi í norðri.

Þjónustutími
Akstursþjónustan er veitt virka daga frá 06:30 til 01:00, laugardaga frá 07:30 til 01:00 og sunnudaga frá 9:30 til 01:00. Á stórhátíðum er keyrt eins og á sunnudögum, nema á aðfanga- og gamlársdag. Þá daga er keyrt til kl. 17:00. . Sími akstursþjónustunnar er 540 2727.

Akstursþjónusta Strætó - Stakar ferðir
Heimasíða akstursþjónustunnar er aksturthjonusta.is. Þar er hægt að panta ferðir með meira en sólarhringsfyrirvara.

Þagnarskylda
Fulltrúar fjölskyldunefndar og starfsmenn fjölskyldusviðs eru bundnir þagnarskyldu um einkamál þeirra sem njóta þjónustu sviðsins. Þagnarskyldan helst þrátt fyrir að viðkomandi láti af störfum.

Áfrýjun
Trúnaðarmálafundur fjölskyldudeildar fjallar um umsóknir um akstursþjónustu og afgreiðir þær í samræmi við reglur Mosfellsbæjar. Umsækjandi getur áfrýjað afgreiðslu fundarins til fjölskyldunefndar Mosfellsbæjar. Áfrýjun skal borin fram skriflega innan fjögurra vikna frá því að umsækjanda barst vitneskja um afgreiðslu umsóknar.

Í samræmi við 4. gr. laga um þjónustu við fatlað fólk hefur ráðuneytið yfirstjórn í málefnum fatlaðra. Umsækjandi sem er ósáttur við ákvörðun fjölskyldunefndar getur kært þá ákvörðun til úrskurðarnefndar velferðarmála.

Umsóknareyðublöð
Umsókn má nálgast á íbúagátt Mosfellsbæjar eða í þjónustuveri Mosfellsbæjar Þverholti 2.

Fæði 

Í þjónustuklasa Eirhömrum að Hlaðhömrum 2 er hægt er kaupa máltíðir alla virka daga frá Þjónustumiðstöðinni. Í boði er hádegisverður en  hægt er að koma um helgar í borðsal fyrir þá sem fá heimsendan mat en pannta verður áður.
Boðið er upp á heimsendingu og bætist þá við sendingarkostnaður. Sjá 

Valgerður Magnúsdóttir er forstöðumaður Þjónustumiðstöðvar. Hún veitir upplýsingar um þjónustuna í síma 566 8060 frá kl.10-12 alla virka daga. 

  Hæfing er alhliða starfs- og félagsþjálfun utan heimilis sem miðar að því að auka hæfni fatlaðs fólks með mikið skerta starfsgetu til starfa og þátttöku í daglegu lífi. Markmiðið er að gera því kleift að sækja vinnu á almennum vinnumarkaði eða verndaða vinnu. Í reynd er hæfing þó einatt viðvarandi úrræði sem felur í sér dagleg verkefni utan heimilis og þar með einnig félagsskap og tilbreytingu.

  Hæfing fer einkum fram í formi léttra vinnuverkefna, ADL þjálfunar (athafnir daglegs lífs) og félagsþjálfunar. Ekki eru að jafnaði greidd laun í hæfingu en eðlilegt er að þegar verkefni skila arði sé hann greiddur út til þeirra sem vinna að þeim.

  Á höfuðborgarsvæðinu er starfræktur um tugur hæfingarstöðva þar sem um 170 manns njóta þjálfunar. Flestir dvelja þar 4-6 klst. á dag. Til loka árs 2010 var starfsemin einkum á höndum ríkisins en síðan þá í umsjá sveitarfélaganna sem þær eru staðsettar í og sjálfseignarstofnana að hluta. Gert er ráð fyrir að þessir aðilar, þeirra á meðal Mosfellsbær, hafi með sér samvinnu um þau rými sem þar er að finna, sem og um faglegt eftirlit.
  STÆÐISKORT HREYFIHAMLAÐA 
  Það eru lögreglustjórar (sýslumenn utan Reykjavíkur) sem gefa út stæðiskort fyrir hreyfihamlaða Umsækjendur þurfa að fylla út umsókn og skila inn ásamt læknisvottorði og ljósmynd (passamynd). Viðkomandi lögreglustjóri leggur síðan mat á umsókn um stæðiskort og gefur út stæðiskortið að uppfylltum skilyrðum reglugerðar um útgáfu stæðiskorta fyirr hreyfihamlaða nr. 369/2000. Eyðublöð er hægt að nálgast á vef lögreglunnar

  P- kort stæðiskort fyrir hreyfihamlaða
  Sýslumenn annast móttöku á umsóknum um P-kort og annast útgáfu þeirra. 

  Nánari upplýsingar á vef þekkingarmiðstöðvar Sjálfsbjargar.

  SÉRMERKT BÍLASTÆÐI HREYFIHAMLAÐA 
  Upplýsingar um sérmerkt stæði fyrir hreyfihamlaða veitir þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis, sími 411-1500. 

  Sjá meira á heimasíðu Bílastæðasjóðs