Ráðstöfun frístundaávísana 2017-2018

Mosfellsbær styrkir frístundaiðkun allra barna og unglinga á aldrinum 6-18 ára með lögheimili í Mosfellsbæ með fjárframlagi á móti kostnaði við frístundaiðkun. Frístundaávísun fyrir fyrsta barn 2017-2018 verður  32.500 kr. en hækkar um 25% fyrir annað barn og aftur um 25% við þriðja barn sem skráð eru með sama lögheimili og fjölskyldunúmeri hjá foreldri:

 • Foreldri með 1 barn fær 32.500 á það barn.
 • Foreldri með 2 börn fær 40.625 á hvort barn.
 • Foreldri með 3+ börn fær 50.781 á hvert barn.

Frístundaávísanakerfi Mosfellsbæjar er tengt skráningarkerfi fjölda íþróttafélaga á landinu. Í þeim tilfellum er valið að nýta frístundaávísun um leið og barn er skráð hjá félaginu.

Á mos.is má finna lista yfir félög og tengil á skráningarsíðu þeirra.

Frístundir Mosfellsbæjar og félög sem ekki eru tengd frístundaávísanakerfinu

Ef ráðstafa á ávísun vegna eftirfarandi frístundastarfs þarf að notast við skráningarkerfi mosfellsbaer.felog.is

Þau félög eru:

Listaskóli Mosfellsbæjar - Tónl./Skólahljómsv.    
Myndlistaskóli Mosfellsbæjar
Elding líkamsrækt
Krikaskóli - Frístundasel
Lágafellsskóli - Frístundasel
Höfðaberg – Frístundasel
Átakak
Balletskóli Sigríðar Ármann
Crossfitt Reykjavík
Dale Carnegie
Dansfélagið Hvönn
Dansskóli Brynju Péturs
Dansskóli Reykjavíkur
Drekinn
Einhverfusamtökin
Ekki gefast upp
Elding Líkamsrækt
Fákur Hestamannafélag
Golfklúbbur Mosfellsbæjar
Heilsudrekinn
Nefaleikafélagið Æsir
Hörður Hestamannafélag

Íþróttafélag fatlaðra Reykjavík
Klassíski Listdansskólinn
Klifurhúsið
Kórskóli Langholtskirkju
Kramhúsið
Leikfélag Mosfellsbæjar
Lestrarmiðstöð
Listdansskóli Íslands / Dansmennt
Litla Kvíðameðferðarstöðin
Meiri skóli
Nýji Tónlistarskólinn
Píanóskóli Þorsteins Gauta
Pólski skólinn
Reykjavíkurborg – Frístundaheimili
Skema
Skylmingafélag Reykjavíkur
Stúdíó Sýrland
Sönglist
Söngskólinn í Reykjavík
Tónlistarnámskeið – Þráinn Árni
Tónskóli Sigursveins
Öspin


 Mosfellsbaer.felog.is – leiðbeiningar

Athugið. Leiðbeiningar eru miðaðar við að fara beint inn í skráningarkerfi Mosfellsbæjar. Einnig er hægt að byrja á íbúagátt en hún vísar á skráningarsíðuna.  

 • Þegar skráningarsíða Mosfellsbæjar er opnuð þarf að byrja á að auðkenna sig með innskráningu. Mikilvægt er að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum til þess að geta ráðstafað frístundaávísun.  Hakað er í að samþykkja skilmála og smellt á island.is myndina til þess að opna innskráningasíðuna.
Innskráningargluggi í skráningarkerfi Mosfellsbæjar
 
 • Þá opnast innskráningarsíða island.is. Þar er valmöguleiki á að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum með farsíma eða með íslykli. 
Island.is innskráning 
 
 • Þegar þú hefur skráð þig inn opnast forsíða skráningarsíðu Mosfellsbæjar. Ef þú hefur ekki notað skráningarsíðuna áður þá þarft þú að skrá upplýsingar um þau börn sem "Nýjan iðkanda" til þess að geta valið að úthluta frístundaávísun á viðeigandi barn. Það er einnig hægt að gera síðar undir hnappinum Nýr iðkandi. Þegar skráningu er lokið ættir þú að sjá undir hnappinum Mínir Iðkendur lista yfir þau börn sem þér tilheyra. Næsta skref er að velja hvert á að ráðstafa frístundaávísun. Næst er smellt á bláa tengilinn Námskeið/Flokkar í boði í línu þess barns sem við á.
Forsíða skráningarsíðu Mosfellsbæjar
 • Næst birtist langur listi með þeim félögum sem skráðar eru í frístundakerfi Mosfellsbæjar. Yfirleitt eru birtar þrjár línur. Þær eru alveg að öll leiti nema að upphæðin er þrískipt. Hér er gert ráð fyrir að foreldrar með 1, 2 eða >2 börn á heimili vilji ráðstafa allri ávísun sinni á viðkomandi félag. ATH að hægt er að velja upphæðina, þ.e. nota lægri upphæð en tilgreind er í hverri línu. Sjá nánar í næsta skrefi.
 • Smellt er á Skráning á námskeið við þá línu sem best á við þá ráðstöfun sem þú ætlar þér. ATH að í öllum tilvikum er eingöngu um ráðstöfun ávísunar að ræða á móti reikningum viðkomandi frístundafélags. Ekki er um fulla greiðslu gjalda að ræða (að Eldingu líkamsrækt undanskilinni).
Dæmi um skráningu frístundaávísunar 
 • Í næsta glugga Skráning Iðkanda á námskeið er aðeins tvö atriði sem skiptir öllu máli varðandi ráðstöfun ávísunar. 
 1. Að rétt frístundafélag sé skráð í reitnum Deild/Flokkur
 2. Nauðsynlegt er að haka í reitinn Nota frístundastyrk Mosfellsbæjar og að athuga að rétt upphæð sé í reitnum 
 • Reitirnir Upphæð og Samtals hafa ekkert vægi í þessum skjá, eingöngu upphæðin sem valin er reitnum Frístundastyrkur Mosfellsbæjar.
 • Þegar þú hefur valið upphæðina er hakað í Samþykki skilmála og á hnappinn Staðfestingarsíða.  Þar koma fram þær upplýsingar sem þú hefur valið og gengið er frá ráðstöfun ávísunar.
Ráðstöfun ávísunar 

Þú færð tölvupóst þegar ferlinu er lokið með kvittun.  ATHUGIÐ að ef farið er í gegnum skráningarsíðun án þess að velja að nota frístundastyrk þá telst honum EKKI hafa verið ráðstafað.