afreksfólk 2015

Kjör íþróttakarls og íþróttakonu Mosfellsbæjar árið 2017

  
 

Eins og síðustu ár kjósa aðal- og varamenn í Íþrótta- og tómstundanefnd ásamt bæjarbúum íþróttakarl og íþróttakonu Mosfellsbæjar 2017.

Bæjarbúar greiða atkvæði frá 11. janúar til miðnættis þann 16. janúar á Íbúagáttinni. Úrslit verða kynnt fimmtudaginn 18. janúar kl.19 í Íþróttamiðstöðinni að Varmá.

Hér að neðan eru nöfn þeirra einstaklinga sem tilnefndir eru fyrir árið 2017. Þar er hægt að lesa nánar um íþróttafólkið og allt um helstu afrek þeirra á árinu.

Sjá reglur um kjörið 

 

Velja skal einn karl í 1.,2. og 3. sæti og eina konu í 1.,2. og 3. sæti ! Kosning er ekki gild nema valið sé í öll þrjú sætin. 


ÍÞRÓTTAKARL OG ÍÞRÓTTAKONA 2017Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir - Hestaíþróttakona Harðar 2017

Aðalheiður hefur verið í hestum alla sína ævi og unnið við tamningar og þjálfun í fjölda ára, hún hefur alltaf verið í hestamannafélaginu Herði í Mosfellsbæ. Árangurinn á árinu var mjög góður, en hún varð Íslandsmeistari í gæðingaskeiði meistara..
Meira ...

Arna Ösp Gunnarsdóttir - Kraftlyftingakona Mosfellsbæjar 2017

Kraftlyftingakona ársins Arna Ösp Gunnarsdóttir hefur náð ótrúlegum árangri á skömmum tíma og þegar sett tvo met í réttstöðulyftu 152,5 kg í 63 kg flokki, einnig er hún Íslandsmeistari í réttstöðulyftu. Hún hefur verið valin í Landslið íslands sem keppir á Reykjavíkurleikunum í Janúar 2018, sem er alþjóðlegt mót...
Meira ...

Aþena Karaolani - Sundkona Aftureldingar 2017

Aþena er 17 ára og hefur æft sund með UMFA í 10 ár. Helstu afrek Aþenu á árinu voru að ná lágmörkum inn á Íslandsmeistaramótið í sundi, bæði í 25 m laug í apríl og í 50 m laug í nóvember (ÍM25 og ÍM50). Hún stóð sig mjög vel á mótunum og hafnaði til að mynd í 10.sæti í 50m baksundi og 12.sæti í 50m bringusundi.
Meira ...

Bára Einarsdóttir - Skotíþróttakona 2017

Bára Einarsdóttir æfir hjá Skotíþróttafélagi Kópavogs en hefur búið í Mosfellsbæ frá árinu 2003. Bára er Íslands og bikarmeistari í 50 m. Liggjandi riffli 22. cal , setti íslandsmet í 9. Desember 2017. Íslandsmeistari í 3fl.
Meira ...

Erna Sóley Gunnarsdóttir - Frjálsíþróttakona Aftureldingar 2017

Erna Sóley fór að æfa frjálsaríþróttir tíu ára hjá Hlyni C., Erna hefur verið í hópi afreks íþróttamanna í nokkur ár og sýnir hve efnilegur íþróttamaður hún sé, einnig keppti hún á EM-móti Mannheim í Þýskalandi og setti íslandsmet kúlu 13.91m. Í ár hefur Erna verið valin í landsliðs ferðir á E.M. Frjálsar fyrir 19 ára og yngri á Ítalíu.
Meira ...

Eva Dögg Sæmundsdóttir - Skautaíþróttakona 2017

Skautasamband Íslands tilnefnir Evu Dögg Sæmundsdóttur sem íþróttakonu Mosfellsbæjar 2017. Eva Dögg æfir með Skautafélaginu Birninum. Eva Dögg lauk keppnistímabili sínu í Junior flokki í vor og er nú á sínu fyrsta keppnisári í Senior flokki tímabilið 2017-2018. Meðaltal af heildarskori Evu Daggar á tímabilinu 2017-2018 er nú 81,2 stig.
Meira ...

Heiða Guðnadóttir - Íþróttakona Golfklúbbs Mosfellsbæjar 2017

Heiða Guðnadóttir er á 29. aldursári og hefur verið meðlimur í Golfklúbbi Mosfellsbæjar í áraraðir. Heiða varð klúbbmeistari GM árið 2017 og vann með 10 högga forystu og lék frábært golf. Þar að auki keppti hún í fjölmörgum mótum fyrir hönd klúbbsins, en þar má nefna Íslandsmót golfklúbba þar sem Heiða var lykilmaður í liði GM sem endaði í fimmta sæti í fyrstu deild. Heiða er frábær kylfingur og fyrirmynd fyrir alla yngri iðkendur klúbbsins.
Meira ...

María Guðrún Sveinbjörnsdóttir - Íþróttakona Taekwondo deildar Aftureldingar 2017

María Guðrún Sveinbjörnsdóttir hefur náð undraverðum árangri í taekwondo á þeim 7 árum sem hún hefur æft íþróttina. Nú í desember þreytti hún próf fyrir 2. dan í greininni og er orðinn sá iðkandi við deildina sem hefur náð næst lengst í íþróttinni.
Meira ...

Marta Carrasco - Dansíþróttakona 2017

Marta Carrasco – Dansíþróttafélagin Hvönn Kópavogi. Marta er fædd árið 1999, nemandi í Kvennaskólanum og æfir af fullum krafti eða að meðaltali 20 tíma á viku. Hún er mikil fyrirmynd fyrir yngri dansara. Markmið hennar er að ná langt og keppa og æfa meðal þeirra allra bestu í heiminum.
Meira ...

Mia Viktorsdóttir - Fimleikakona Aftureldingar 2017

Mia Viktorsdóttir - 17 ára á árinu. Mia hóf æfingar hjá Fimleikadeild Aftureldingar haustið 2014. Ferill hennar í fimleikum er því ekki langur en með samviskusemi, jákvæðni og keppnisskapi hefur hún náð ótrúlegum árangri. Hún æfir með keppnishópi 12 klst á viku. Hún sýnir sanngirni, er til staðar fyrir liðsfélaga, leggur mikinn metnað í æfingar og að liðið geri sitt besta. Hún er að keppa með nokkur af erfiðustu stökkum hópsins og þekkt fyrir fágaða og fallega framkomu á dansgólfinu.
Meira ...

Sigrún Gunndís Harðardóttir - Knattspyrnukona Aftureldingar 2017

Sigrún Gunndís Harðardóttir er fædd árið 1996 á Ísafirði, hún gekk til liðs við Aftureldingu undir loka árs 2016. Hún var máttarstólpi í sterku liði Aftureldingar sem gjörsigraði 2.deild kvenna í sumar. Sigrún lék stöðu miðjumanns og skoraði 8 mörk í 16 leikjum og þar af eitt af mörkum sumarsins í leik gegn Álftanesi í 2.umferð Íslandsmótsins.
Meira ...

Thelma Dögg Grétarsdóttir - Íþróttakona blakdeildar Aftureldingar 2017

Blakdeild Aftureldingar tilnefnir Thelmu Dögg Grétarsdóttur til íþróttakonu Mosfellsbæjar 2017. Thelma Dögg er fyrsti atvinnumaður sem Mosfellsbær eignast í blaki og er frábær íþróttakona og er Aftureldingu og Mosfellsbæ til mikil sóma jafnt utan vallar sem innan. Thelma Dögg er fædd árið 1997 og varð tvítug á árinu
Meira ...

Þóra María Sigurjónsdóttir - Íþróttakona handknattleiksdeildar Aftureldingar 2017

Þóra María Sigurjónsdóttir er íþróttakona handknattleiksdeildar Aftureldingar árið 2017. Þóra María er fædd árið 2000 en þrátt fyrir ungan aldur þá hefur hún verið lykilleikmaður meistaraflokk kvenna undanfarin ár sem leikstjórnandi liðsins Hún hefur tekið miklum framförum á þessu ári og bætt sig í bæði vörn og sókn.
Meira ...

Alexender Stefánsson - Íþróttamaður blakdeildar Aftureldingar 2017

Blakdeild Aftureldingar tilnefnir Alexender Stefánsson til íþróttamanns Mosfellsbæjar 2017. Alexander Stefánsson er fæddur árið 1990 og því 27 ára gamall. Hann hefur verið fastamaður í íslenska landsliðinu í mörg ár og á að baki landsleiki bæði í A landsliði sem og í unglingalandsliðum Íslands.
Meira ...

Arnar Bragason - Íþróttamaður Taekwondo deildar Aftureldingar 2017

Arnar er reynslumesti taekwondomaður landsins og hefur keppt í rúmlega aldarfjórðung í hópi þeirra bestu. Hann er yfirþjálfari deildarinnar hjá Aftureldingu, og hefur æft við deildina undanfarin 8 ár og verið henni ómetanlegur hluti í uppbyggingu hennar.
Meira ...

Arnór Breki Ásþórsson - Knattspyrnumaður Aftureldingar 2017

Arnór Breki er fæddur árið 1998 og er 19 ára gamall. Þrátt fyrir ungan aldur er Arnór að ljúka sinni fjórðu leiktíð í meistaraflokki Aftureldingar. Hann hefur spilað 56 leiki með Aftureldingu í 2. deildinni og bikarkeppni og skorað 5 mörk. Hann á að baki 5 leiki með U17 ára landsliði Íslands.
Meira ...

Arnór Róbertsson - Sundmaður Aftureldingar 2017

Arnór er 16 ára og hefur æft sund með UMFA í 10 ár. Helstu afrek Arnórs á árinu voru að ná lágmörkum og keppa á Aldursflokkameistaramótinu (AMÍ) í júní. Hann keppti í flokki 15-16 ára og endaði í 15.sæti í 100m bak og 11.sæti í 100 bringusundi.
Meira ...

Bjarni Páll Pálsson - Kraftlyftingamaður Mosfellsbæjar 2017

Kraftlyftingamaður ársins er Bjarni Páll Pálsson setti líka tvo íslandsmet í réttstöðulyftu á árinu í 74 kg flokki 235,5 kg, Bjarni á bæði Íslandsmetin með og án búnaðar. Bjarni er einn fremsti spretthlaupari landsins, en hefur náð undraverðum árangri á skömmum tíma og hefur alla burði til að geta náð gríðarlega langt í Kraftlyftingum.
Meira ...

Björn Óskar Guðjónsson - Íþróttamaður Golfklúbbs Mosfellsbæjar 2017

Björn Óskar Guðjónsson verður 21 árs á árinu. Hann hóf nám við University of Lafayette í Louisiana-fylki síðasta haust þar sem hann leikur með golfliði skólans í bandaríska háskólagolfinu. Björn átti mjög gott keppnissumar hér á landi og hefur farið vel af stað í háskólagolfinu.
Meira ...

Dagur Fannarsson - Lyftingamaður Mosfellsbæjar 2017

Lyftingamaður ársins er Dagur Fannarsson hann átti frábært ár og varð annar á Íslandsmótinu í Ólympískum lyftingum 2017,hann vann gull á Meistaramóti UMSK og átti frábært ár þar sem árangur hans var stöðugur, hann hefur sýnt frábærar framfarir og á bjarta framtíð
Meira ...

Elvar Ásgeirsson - Íþróttamaður handknattleiksdeildar Aftureldingar 2017

Elvar Ásgeirsson er íþróttamaður handknattleiksdeildar Aftureldingar fyrir árið 2017. Elvar er fæddur árið 1994 og hefur leikið allan sinn feril með Aftureldingu. Elvar hóf ungur að leika með Aftureldingu og er nú að leik sína sjöttu leiktíð með meistaraflokki karla.
Meira ...

Guðmundur Ágúst Thoroddsen - Frjálsíþróttamaður Aftureldingar 2017

Guðmundur Ágúst fór snemma að æfa íþróttir en byrjaði fyrst hjá badmintondeild Aftureldingar. Hann hefur æft frjálsar frá 17 ára aldri eða alls 5 ár. Hann hafði mest áhuga á hlaupum og varð fljótt góður í þeim.
Meira ...

Reynir Örn Pálmason - Hestaíþróttamaður Harðar 2017

Reynir hefur verið í hestum alla tíð og unnið við greinina í fjölda ára. Hann hefur alltaf verið í Hestamannafélaginu Herði í Mosfellsbæ. Reynir var í Landsliðinu í hestaíþróttum á árinu og náði þar góðum árangri og komst í úrslit á Heimsmeistaramótinu, líkt og hann gerði á síðasta heimmeistaramóti.
Meira ...