Íþróttamiðstöðvar

Það er fátt betra fyrir líkama og sál en sund, hvort sem það sé rösklegt sund eða rólegheit í pottinum. Í Mosfellsbæ eru tvær frábærar íþróttamiðstöðvar með sundlaugum og fjölbreyttri aðstöðu til íþróttaiðkunar.

Í Mosfellsbæ eru tvær íþróttamiðstöðvar. 


Heimilisfang Sími Netfang    
Íþróttamiðstöðin Lágafell Lækjarhlíð 1a 517 6080 sund[hja]mos.is
Íþróttamiðstöðin að Varmá Skólabraut 566 6754
sport[hja]mos.is
Íþróttamiðstöðin Lágafell

Opnunartími alla virka daga frá kl. 06.00 til 21.30 - Helgaropnun frá 08.00 til 19.00

Íþróttamiðstöðin er um 5000 fermetrar að stærð, en þar er glæsileg aðstaða fyrir íþróttir og leiki. Þar er íþróttasalur með löglegum körfuboltavelli, eimbaði, saunaklefi, hvíldarherbergi og nuddherbergi ásamt tilheyrandi búnings- og hreinlætisaðstöðu. Svæðið skartar 25 metra keppnislaug, sem er glæsileg í alla staði, úti og innisundlaug með hreyfanlegum botni þannig að hægt er að stilla vatnsdýptina. þá er sérstök barnalaug, vaðlaug, þrjár vatnsrennibrautir, tveir heitir pottar og nuddpottur. 


World Class er með líkamsrækt í húsinu, um 700 fm stöð með fullkomnum tækjasal, leikfimissal og barnagæslu.
Viðskiptavinir hafa afnot af búningsaðstöðu sundlaugar og sundlaug.

Huggulegt kaffihús er í anddyri hússins.

Fjölbreytt heilsuþjónusta er í boði í Lágafellslaug.

Sundlaugin er opin virka daga frá kl. 06:30 til 21:30
Helgaropnun frá 08:00 til 19:00

Sundlaugarsvæðið í Lágafelli er fjölbreytt og ættu flestir að finna sér eitthvað sem hentar hverju sinni.  Í tengslum við sundlaugarsalinn eru skiptiklefi fyrir fatlaða og áhaldageymsla. Á annarri hæð salarins er vaktherbergi þar sem útsýni er yfir útisvæðið og innisundlaugarsalinn. Svæðið skartar 25 metra sundlaug, sem er glæsileg í alla staði. Fyrir þá sem vilja gera meira en að synda er hægt að velja um 3 mismunandi heita potta. Tveir þeirra eru hefðbundnir heitir pottar með hitastig á bilinu 40-42 gráður. Sá þriðji er nuddpottur sem gott er að sitja í og slaka á og láta nudda þreytta vöðva. Hann er ekki eins heitur og hinir pottarnir. Á svæðinu er einnig eimbað og sauna.

Fyrir börnin og líka auðvitað hina fullorðnu er vaðlaug sem er tiltölulega grunn, hlý og hentar fyrir smáfólkið og þá sem vilja liggja útaf og slaka og njóta sólarinnar, sé hún í boði.

Fyrir þá allra hressustu á öllum aldi, eru þrjár rennibrautir á svæðinu, ein opin breið um 12 metra og tvær lokaðar, mislangar, eða frá 33-43 metrum. Farið er upp glerjaðan rennibrautarturn og ferðin endar í lendingarlaug fyrir neðan, sama laug fyrir allar brautir, svo það er best að vera varkár og fylgja reglum!

Starfsfólk sundlaugarinnar vill ítreka við forráðamenn barna að fylgjast vel með börnum sínum þegar þau eru á svæðinu.

 Innilaugin er með stillanlegum botni og hentar því vel fyrir kennslu sem hún er óspart notuð í. Hún er einnig opin fyrir almenning meginhluta sumars (Skólasund er í innilauginni alla virka daga yfir vetrarmánuðina til kl. 18 og þriðju- og miðvikudaga til klukkan 20:00 ).

Fjölbreytt heilsuþjónusta er í boði í Lágafellslaug.
Íþróttamiðstöðin að Varmá 

Opnunartími alla virka daga frá 06.30 -22.00 - Laugardaga frá kl. 9:00-17:00 og sunnudaga frá kl. 9:00-16:00.

Íþróttamiðstöðin er stærsta þjónustumiðstöð bæjarins þar sem boðið er upp á öfluga frístundastarfssemi fyrir almenning og íþróttafélög. 
Á vegum Íþróttamiðstöðvarinnar að Varmá er fjölbreytt starf unnið allan ársins hring.

Æfingaaðstaða er mjög góð og geta hópar, starfsmannafélög og aðrir leigt tíma í íþróttamiðstöðinni.  Meðal þess sem er í boði er blak, badminton, knattspyrna, tennis, karate, handbolti, fimleikar, taekwondo, golf, sund og fleira. 

Líkamsræktarstöðin Elding er með líkamsrækt í húsinu með fullkomnum tækjasal, leikfimissal og fl.

Upplýsingar um starfssemi Íþróttamiðstöðvarinnar að Varmá má fá í síma 566 6754.

Íþróttamiðstöðin að Varmá er opin frá morgni til kvölds alla daga.

Íbúum Mosfellsbæjar er frjálst að æfa t.d. skokk á frjálsíþróttavellinum án endurgjalds og er völlurinn opinn á meðan íþróttamiðstöðin er opin.

Sundlaugin að Varmá er hluti að starfssemi Íþróttamiðstöðvarinnar að Varmá.
Sumaropnun virka daga er frá kl. 06:30 -­21:00 laugardaga frá kl. 9:00-17:00 og sunnudaga frá kl. 9:00-16:00.

Vetraropnun virka daga er frá kl. 06.30-08:00 og frá 16:00 -21:00, laugardaga frá 09:00 -17:00 og sunnudaga frá 09:00-16:00.

Í boði er: Sundlaug, sauna, barnalaug og leiktæki fyrir börn, tveir heitir pottar, þar af annar með nuddi