Íþróttafjör

VetrarfrístundTómstundastarf er jákvæð viðbót við líf barna.

Allir vita hve mikilvægt er að hreyfa sig. Hollt mataræði og regluleg hreyfing skiptir miklu máli fyrir vöxt og þroska. Í sumar verður nóg framboð af spennandi afþreyingu fyrir börn og unglinga í Mosfellsbæ. 

Að eiga góða frístund er lífstíll

Upplýsingar og tengla er að finna hér fyrir neðan og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.

Upplýsingar um frístund sumarsins 2019 

Í vali hér neðar má sjá hvað er í boði í sumar. 

TAEKWONDODEILDIN

DREKANÁMSKEIÐ TAEKWONDODEILDAR AFTURELDINGAR

Taekwondodeild Aftureldingar stendur fyrir sumarnámskeiðum fyrir börn á aldrinum 6-11 ára í sumar. Í boði eru tvö tveggja vikna námskeið. Þau börn sem sækja bæði námskeiðin gefst kostur á að þreyta beltapróf í lok síðara námskeiðsins (gul rönd og gult belti).

 • Fyrra námskeiðið 8 dagar hefst 11. júní til 21. júní frá kl. 8:30 til 15:30. Verð 21.000,-
 • Seinna námskeiðið 10 dagar hefst 24. júní til 5. júlí frá kl. 8:30 til 15:30. Verð 26.000,-

TAEKWONDODEILD
Taekwondo, leikir, sjálfsvörn, hjólaferðir og margt annað skemmtilegt.
Leikir og gleði.

Kennari :
Vigdís Helga landsliðskona.
María Guðrún, íþróttakona Mosfellsbæjar og Aftureldingar er gestakennari á námskeiðunum.

Námskeiðin eru haldin í bardagasalnum í íþróttahúsinu að Varmá og utandyra.

Frekari upplýsingar á facebooksíðu námskeiðsins Drekanámskeið Aftureldingar eða á netfanginu taekwondo@afturelding.is

facebookFésbókarsíða Drekanámskeiðs Aftureldingar 

 

Sumarnámskeið fimleikadeild Aftureldingar - Námskeið fyrir 6-10 ára börn

Fimleikar

Fimleikadeild Aftureldingar býður upp á sumarnámskeið í fimleikum. Kjörið tækifæri fyrir fimleikakrakka að halda áfram æfingum yfir sumarið og koma vel undirbúin inn í haustönn. Einnig tilvalið fyrir krakka sem hafa aldrei æft fimleika áður og langar að prófa íþróttina. Nánari upplýsingar á afturelding.is

Dagskrá:

Fyrir hádegi
Vika 1: 10-14.júní kl.9-16. Verð 15.900kr. (börn fædd 2009-2012)
Vika 2: 18.-21. Júní (4 dagar) kl.9-16. Verð 12.700kr. (börn fædd 2009-2012)
Vika 3: 24.-28.júní kl.9-16. Verð 15.900kr. (börn fædd 2009-2012)
Vika 4: 1.-5.júlí kl.9-16. Verð 15.900kr. (börn fædd 2009-2012)
Vika 5: 6.-9.ágúst kl.9-16. Verð 15.900kr. (börn fædd 2009-2013)
Vika 6: 12.-16.ágúst kl.9-16. Verð 15.900kr. (börn fædd 2009-2013)
Vika 7: 19-22.ágúst (4 daga) kl.9-16. Verð 12.700kr. (börn fædd 2009-2013)

Eftir hádegi
Vika 1: 10-14.júní kl.13-16. Verð 8.200kr. (börn fædd 2009-2012)
Vika 2: 18.-21. Júní (4 dagar) kl.13-16. Verð 6.500kr. (börn fædd 2009-2012)
Vika 3: 24.-28.júní kl.13-16. Verð 8.200kr. (börn fædd 2009-2012)
Vika 4: 1.-5.júlí kl.13-16. Verð 8.200kr. (börn fædd 2009-2012)
Vika 5: 6.-9.ágúst kl.13-16. Verð 8.200kr. (börn fædd 2009-2013)
Vika 6: 12.-16.ágúst kl.13-16. Verð 8.200kr. (börn fædd 2009-2013)
Vika 7: 19-22.ágúst (4 daga) kl.13-16. Verð 6.500kr. (börn fædd 2009-2013)

20% afsláttur ef öll námskeið eru keypt.
20% systkinaafsláttur.

Hjóladeild Aftureldingar og lexgames halda fjallahjólanámskeið fyrir 10 – 14 ára.Kennt verður tækni og líka samspil við nátturuna með hjólatúrum og æfingum. Reynslumiklir þjálfarar með áratuga reynslu. Kröfur eru hjól og hjálmur. Mæting í hjólabrautinni við Varmárskóla.

Námskeiðsdagar eru:

Mánudag og miðvikudag kl. 18:00 til 19:30
6.maí og 8.maí
13.maí og 15.maí

Mánudag og miðvikudag kl. 18:00 til 19:30
20.maí og 22.maí
27.maí og 29.maí

Aldurskipt ef hægt er.
Verð 8.000 kr. hvert námskeið

Skráning í Nóra hjolaimoso@gmail.com
Fjallahjólanámskeið Aftureldingar Lex games, fjallahjólanámskeið

Fótboltaakademía

Knattspyrnudeild Aftureldingar
Fótboltaakademía sumar 2019
Markmannsakademía 2019

Knattspyrnudeild Aftureldingar kynnir námskeið fyrir leikmenn 5.flokks og 4.flokks karla og kvenna fyrir sumarið 2019
Boðið verður uppá Fótbolta Akademíu í júní og ágúst fyrir þessa flokka. Markmiðið er að bæta við æfingum fyrir þennan aldur til að auka tæknilega færni, sendingar og móttökur. Æfingar fara fram undir stjórn menntaðra þjálfara hjá knattspyrnudeild.
Á sama tíma verður boðið uppá metnaðarfulla Akademíu fyrir markmenn þar sem farið verður yfir tæknilega færni, staðsetningar, fótavinnu og fleira.
Þjálfarar námskeiðsins verða Bjarki Már Sverrisson yfirþjálfari yngri flokka, Hallur Ásgeirsson þjálfari yngri flokka, Ingólfur Orri Gústafsson markmannsþjálfari, auk annarra gestaþjálfara.

Eftirfarandi námskeið eru í boði:

Námskeið 1: 24. - 28. júní Gervigras Varmá 09:30-12:00 (5 dagar)
Námskeið 2: 11. – 15. ágúst Gervigras Varmá 09:30-12:00 (5 dagar)

Verð fyrir námskeið er kr.7500 (5 daga)
10% afsláttur ef skráð er á bæði námskeiðin.

Skráning fer fram á afturelding.felog.is
Nánari upplýsingar veitir yfirþjálfari á netfangið: bjarki@afturelding.is


FrjálsíþróttirFRJÁLSÍÞRÓTTANÁMSKEIÐ

Leikjanámskeið með áherslu á frjálsar íþróttir á varmárvelli í mosfellsbæ.
Tilvalið fyrir krakka sem vilja kynnast frjálsíþróttum, fara í leiki og hafa gaman.

Yfirþjálfari er Matthías Már Heiðarsson, grindahlaupari. Matthías er íþróttafræðingur og hefur lokið þjálfaranámskeiði hjá ÍSÍ auk þess hefur hann æft frjálsar íþróttir um árabil.

Vikuleg námskeið:
kl. 9-12 fyrir 6-9 ára
kl. 13-16 fyrir 10-12 ára

Verð fyrir hverja viku er 8.000 kr.

1. námskeið 10. - 14. júní
2. námskeið 18. - 21. júní
3. námskeið 24. - 28. júní
4. námskeið 01. - 05. júlí
5. námskeið 06. - 09. ágúst
6. námskeið 12. - 16. ágúst

Skráning fer fram í Nora. 10 % systkinaafsláttur og 10% framhaldsafsláttur fyrir fleiri en eitt námskeið.

Nánari upplýsingar eða aðstoð veita Hanna Björk (hannabjork@afturelding.is), Unnur (afiafi@simnet.is) og Toggi (toggi@vov.is)

Samskipti við þjálfara fara fram á Facebook-síðunni: Frjálsíþróttanámskeið Aftureldingar 2019

Upplýsingar í síma 566-7089

Afturelding frjálsar
Meginmarkmið sprett- og leikjanámskeiðanna er að efla skyn- og hreyfiþroska barna og veita fjölbreytt íþrótta- og leikjauppeldi. Stefnan hjá Aftureldingu Frjálsum er að byggja upp hjá börnunum heilbrigðar og hollar lífsvenjur, koma til móts við börn sem þurfa og vilja leika sér og foreldra sem vilja að börn sín fái alhliða þjálfun í öruggu umhverfi.

Knattspyrnuskóli Aftureldingar
Sumar 2019


Skóli á vegum knattspyrnudeildar Aftureldingar þar sem meginmarkmiðið er að börn á aldrinum sjö til fimmtán ára læri undirstöðuatriði í fótbolta á leikrænan og skemmtilegan hátt. Lögð er áhersla á grunntækni í knattspyrnu og að allir fá verkefni við sitt hæfi. Skólinn er kjörinn vettvangur fyrir nýja iðkendur til að kynnast grunnatriðum íþróttarinnar en er jafnframt ætlaður börnum sem æfa fótbolta og vilja skemmtilega viðbót við hefðbundnar æfingar.

Fótboltakrakkar


Knattspyrnuskólinn er fyrir hressa krakka fædda 2005-2012


Fimm námskeið í boði:

11. - 14. júní Námskeið 1 (4 dagar)
18. - 21. júní Námskeið 2 (4 dagar)
24. - 28. júní Námskeið 3 (5 dagar)
1.-5.júlí Námskeið 4 (5 dagar)
11. – 15. ágúst Námskeið 5 (5 dagar)
Kennt er alla virka daga frá kl. 09:30 - 12:00
Gæsla innifalin í verði frá kl. 09:00
Hverju námskeiði lýkur með knattþrautum og grillveislu

Leynigestir kíkja í heimsókn

Verð fyrir hvert námskeið kr. 7.500 (5 dagar) og 6000 (4 dagar)
Veittur er 10% systkinaafsláttur
Afsláttur af námskeiðpökkum 10% af námskeiðum 1 - 3 og 2 - 4 og 20% af 1 - 5


Nánari upplýsingar hjá yfirþjálfara: bjarki@afturelding.is
Skráning fer fram á skráningarsíðu Aftureldingar: www.afturelding.felog.is
Kennsla fer fram á gervigrasinu á Varmá
KörfuboltiKörfuboltaleikjanámskeið Aftureldingar / Sumaræfingar

Skemmtilegt leikjanámskeið þar sem markmiðið er að hafa körfubolta í hönd, fara í leiki en fyrst og fremst að hafa gaman.
Sumaræfingar

Á sumaræfingum verður lögð áhersla á einstaklingsmiðaðar sér-æfingar eins og sóknarhreyfingar, dripl, skot og sendingar sem miða að því að bæta og styrkja viðkomandi iðkenda í íþróttinni þannig að hann mæti vel undirbúin fyrir veturinn.
Frekari upplýsingar um námskeið afturelding.is

Sumarlestur fyrir börnSumarlestur barna hefst laugardaginn 25. maí
Markmiðið með Sumarlestrinum er að hvetja börn til þess að lesa í sumarleyfinu. Þannig öðlast þau meiri lesskilning og orðaforða ásamt því að fá að njóta ævintýraheima bókanna. Hægt er að skrá sig frá og með 25. maí í afgreiðslu Bókasafnsins. Hittingur þátttakenda verður í safninu fyrsta fimmtudag hvers mánaðar kl. 14.00.
Sumarlestrinum lýkur í september, nánar auglýst síðar.

Ritsmiðja fyrir 10 - 12 ára börn verður í Bókasafninu miðvikudag, fimmtudag og föstudag 12. - 14. júní kl. 13.00 - 15.30 alla dagana. Leiðbeinandi er Davíð H. Stefánsson rithöfundur. Lögð verður áhersla á orðaleiki, brandara og frásagnir. Ekki er skilyrði að þátttakendur séu vanir að skrifa sögur – bara að þeir séu tilbúnir að leika sér með tungumálið og smjatta á orðunum!
Boðið verður upp á hressingu. Námskeiðið er ókeypis.
Hægt er að skrá sig í afgreiðslu safnsins. Athugið að takmarkaður fjöldi kemst að.

Umsjón með barnastarfi Bókasafns Mosfellsbæjar:
Ásdís Guðmundsdóttir
netfang: asdisg@mos.is

www.bokmos.is * bokasafn@mos.is  * www.facebook.com/bokmos

LeikgleðiLeikfélag Mosfellssveitar stendur fyrir hinum sívinsælu leik- og tónlistarnámskeiðum í júní og júlí í sumar.
Í boði verða námskeið fyrir börn og unglinga á aldrinum 6-8 ára, 9-12 ára og 13-16 ára.

Á námskeiðunum vinna nemendur með sjálfstraust, framkomu og framsögn, sigrast á feimni og kynnast hinum ýmsu þáttum sem snúast að leikhússtarfi.

Nánari upplýsingar um námskeiðin og skráning eru á heimasíðu Leikgleði, www.leikgledi.is


Nánari upplýsingar
Leikgleði námskeiðin eru kennd í Bæjarleikhúsinu sem staðsett er við Þverholt í Mosfellsbæ. Endilega hafið samband í gegnum tölvupóst á leikgledi@gmail.com með spurningar. Vinsamlegast sýnið því skilning að það getur tekið 1-4 daga að fá svar. Einnig má hringja í Evu Björgu í síma 694-8964.

Fylgstu með Leikfélaginu á facebook og instagram og Leikgleði á facebook og youtube.
Addaðu LM á snapchat: leikmos

Golfklúbburinn KjölurGolf og leikjanámskeið GM
Golfklúbbur Mosfellsbæjar mun bjóða upp á golf og leikjanámskeið fyrir börn á aldrinum 6-13 ára í sumar. Námskeiðin eru með nýju sniði en þau eru byggð upp á skemmtilegum leikjum bæði á golfvellinum og í hans nánasta umhverfi. Golfið verður aldrei langt undan en einnig verður farið í sund og fjöruferðir og ýmislegt fleira skemmtilegt!

Námskeiðin henta vel fyrir alla krakka, hvort sem þau hafa prófað golf áður eða ekki en innifalið í námskeiðinu er meðal annars:

 • Óvissuferð
 • Golfhringur í Bakkakoti með grillveislu að loknum hring
 • Viðurkenningarskjal í lok námskeiðsins!
 • Pokamerki á golfsettið
 • Félagsaðild hjá GM sumarið 2019 með leikheimild á Steinarsvelli og ótakmörkuðum aðgang að æfingasvæði GM á Hlíðavelli.

Ekki er nauðsynlegt að eiga búnað til golfiðkunar – allt slíkt er á svæðinu. Léttur hádegismatur er innifalinn í námskeiðsgjaldi en krakkar þurfa að taka með nesti fyrir morgun og síðdegiskaffi. Mikilvægt að vera alltaf klædd eftir veðri.

Grétar Eiríksson íþróttafræðingur hefur yfirumsjón með námskeiðunum en leiðbeinendur eru afrekskylfingar í GM.

Námskeiðin eru á eftirfarandi dagsetningum sumarið 2019

 • Námskeið 1 (Verð 38.900 kr)
  11. - 21. júní (8 dagar)
 • Námskeið 2 (Verð 23.900 kr)
  8. - 12. júlí (5 dagar)
 • Námskeið 3 (Verð 23.900 kr
  15. - 19. júlí (5 dagar)
 • Námskeið 4 (Verð 19.900 kr)
  6. - 9. ágúst (4 dagar)
 • Námskeið 5 (Verð 23.900 kr)
  12. - 16. ágúst (5 dagar)

Námskeiðin eru kennd á milli klukkan 9:00 og 15:00 á daginn. Skráning á námskeiðin hefst 23. apríl á golfmos.felog.is. Léttur hádegismatur er innifalinn í námskeiðsgjaldi.

Námskeiðin eru opin fyrir börn fædd á árunum 2007-2012.

Komdu og vertu með á skemmtilegasta námskeiði sumarsins!

Nánari upplýsingar um námskeiðin er hægt að fá í tölvupósti á netfangið dg@golfmos.is og á slóðinni https://www.golfmos.is/Afreksstarf/Sumarnamskeid-barna


gaman samanSumarnámskeið Lágafellssóknar fyrir 1. – 4. bekk – Lágafellskirkja
Lágafellskirkja býður upp á sumarnámskeið í byrjun sumars fyrir 1. – 4. bekk. Fyrrihluta sumars eru tvö námskeið: Það fyrra frá 11. – 14. júní og hið síðara 18. – 21. júní. Tvö námskeið verða í ágúst og skráning á þau hefst þegar nær dregur. Námskeiðin verða þátttakendum að kostnaðarlausu og er hámarksfjöldi þátttakenda 18. Hver dagur byggist upp af rólegum leik, söng, fræðslu, fjöri og útiveru. Þátttakendur koma með eigið nesti alla dagana, það verða 3 nestisstundir yfir daginn..

Dagskrá yfir daginn

Rólegir morgnar.
Spil, föndur og spjall.

Fræðslustundir
Á hverjum degi er tekin ein biblíusaga og unnið með hana.

Fjör/útivera
Ævintýraferð, íþróttir, danskennsla, náttfatapartý, hæfileikasýning, vatnsrennibraut, leikir, rugldagur, gönguferð, hjólaferð, ævintýraferð og buslferð og margt fleira.

Umsjón með Námskeiðinu hefur Berglind Hönnudóttir æskulýðsfulltrúi. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast í síma 566-7113 eða bella@lagafellskirkja.is

Skráning á Sumarnámskeið er hér á heimasíðu Lágafellskirkju

www.lagafellskirkja.is

Sumarnámskeið í ljósmyndun fyrir börn á aldrinum 10 – 12 ára verður haldið næsta sumar ef næg þáttaka fæst,
nánari tímasetning kemur þegar nær dregur.

Farið verður í grunnatriði ljósmyndunar og lögð áhersla á náttúrulega lýsingu. Einnig verður hugað að myndbyggingu & litafræði. Hvatt er til persónulegra efnistaka í hverju viðfangsefni.

Nemendur þurfa að hafa með sér stafræna myndavél, tegund skiptir ekki máli.

Markmiðið með námskeiðinu er að læra á myndavélina sína, skemmta sér, þjálfa augað, gera tilraunir & leika sér úti í náttúrunni.

Kennari: Hekla Flókadóttir.
Hekla er með BA gráðu í ljósmyndun frá London College of Communication.

Fjöldi barna á námskeiðinu er hámark 7.
Frekari upplýsingar um námskeið http://www.myndmos.is/naacutemskeieth.html
Innritun fer fram í síma 663 5160 og á netfanginu myndmos@myndmos.is

Myndlistanámskeið fyrir börn í júní 2019
Sumarnámskeið fyrir börn á aldrinum 6 til 11 ára verða sem hér segir
.

11. -15. júní & 18.- 22. júní & 25.-29. júní 2018, frá kl. 13:00 til kl. 16:00.

Námskeiðin eru skipulögð þannig að hægt sé að fara á eitt, tvö eða öll.
Kennari: Ásdís Sigurþórsdóttir og Vilborg Bjarkadóttir.

Viðfangsefnið er myndlist og náttúra, farið verður í grunnþætti myndlistar.
Unnið verður úti og inni með fjölbreyttri tækni.

Verð á námskeið í eina viku er 22.000
Verð fyrir tvö námskeið er 40.000


Fjöldi barna á hverju námskeiði er hámark 12 ef þau eru fleiri eru tveir kennarar.
Frekari upplýsingar um námskeið http://www.myndmos.is/naacutemskeieth.html
Innritun fer fram í síma 663 5160 og á netfanginu myndmos@myndmos.is

nemandi verk nemenda

NáttúrspekiNámskeiðin eru fyrir börn á aldrinum 9-11 ára og verða haldin 11-14 júní og 1-5 júlí.

Verð fyrir 4 daga námskeið 11-14 júní er 17.500kr
Verð fyrir 5 daga námskeið 1-5 júlí er 22.000kr

Boðið er upp á 20% systkinaafslátt.

Skráningu á fyrra námskeiðið líkur 31. maí en á seinna námskeiðið 20. júní.

Greiða þarf 5000kr staðfestingagjald fyrir 7. júní fyrir fyrra námskeið og 25. júní fyrir það seinna.

Náttúruspeki á facebook
Viðburður á facebook

Námskeið Rauða KrossinsBörn og umhverfi námskeið hjá Rauða krossinum í Mosfellsbæ verður haldið dagana 29., 30. apríl og 2., 3. maí kl. 17:30-20:30.

Námskeiðið er ætlað ungmennum fæddum 2007 og fyrr.

Kennsla fer fram í húsnæði Rauða krossins í Mosfellsbæ, Þverholti 7 og skiptist á fjögur kvöld.

Farið er í þætti sem varða umgengni og framkomu við börn.
Lögð er áhersla á umfjöllun um slysavarnir, algengar slysahættur og og kennslu í skyndihjálp.

Námskeiðsgjald er kr. 9.900,- og námskeiðsgögn eru innifalin.

Skráning fer fram á raudikrossinn.is / skyndihjalp.is eða í síma 898 6065 / á netfanginu: moso@redcross.is.


Námskeið hjá Hestmennt

Reiðskólinn er staddur í hesthúsahverfinu við Varmárbakka í Mosfellsbæ.

Við bjóðum upp á viku námskeið frá mánudegi til föstudags kl. 9 - 12 eða kl. 13 - 16.

 • Reiðnámskeiðin eru fyrir börn og unglinga frá 6 - 14 ára.
  Námskeiðin hefjast þann 11. júní og standa til 22. ágúst.

 • Stubbanámskeið verður fyrir 4 - 6 ára börn 
  Námskeiðin hefjast vikuna 22 - 26.júlí kl. 9 - 12

Skráning og allar nánari upplýsingar eru á www.hestamennt.is

Hægt er að hafa samband með tölvupóst á hestamennt@hestamennt.is eða í síma 865-2809 Fredrica

Námskeið hjá Hestmennt

Hefst þriðjudaginn 11. júní .

Hér má sjá dagsetningar og skipulag námskeiðanna.
Dagskrá er birt með fyrirvara um breytingar.
Ath. Að námskeið geta fallið niður ef að næg þátttaka næst ekki.
Námskeiðin eru fyrir nemendur í yngstu 4. bekkjum grunnskóla og einnig fyrir þau sem eru að hefja skólagöngu á komandi hausti.

Öll námskeiðin verða í Frístundaseli Varmálskóla, að Varmá og fer skráning fram hér ( https://mosfellsbaer.felog.is/ 

Námskeiðsgjald skal greitt við skráningu.
Hvert námskeið 1/1 kostar kr. 12.500

Boðið er upp á morgungæslu kl. 8:00-9:00 og síðdegisgæslu 16:00 -17:00, ef nægur fjöldi næst.

Auka klst. (8:00 – 9:00 og 16:00 – 17:00) 350- kr/klst.

Sumarfjör 2019 verður með svipuðu móti og undanfarin ár.
Lögð verður mikil áhersla á útivist og almennar íþróttir ásamt tómstundum.
Farið verður í stuttar ferðir, leiki, hjólreiðatúr, íþróttir, fjallgöngu, ratleik, sund og margt fleira skemmtilegt.

Ætlast er til að börnin komi með nesti 2 x kaffi og hádegismatur og hlífðarföt að heiman. Allar nánari upplýsingar veitir Kristinn- kristinnitom@mos.is

Þau börn sem að þurfa á stuðning að halda, fá hann en mega gjarnan senda póst á Diljá Rún - diljarun@mos.is með helstu upplýsingum. Við bendum foreldrum á að sækja um tímalega svo hægt sé að manna stuðninginn eftir þörfum.


Allir krakkar mega mæta hvort sem smiðjan er í Lágóbóli eða Varmábóli.

Smiðjur á þriðjudögum og fimmtudögum eru fyrir 5., 6., og 7. bekk

Þriðjudagar eru í Lágóbóli frá kl. 10.00 – 14:30
Miðvikudagar eru fyrir 7. Bekk til skiptis í Lágóbóli og Varmárbóli frá 10.00-14:30
Fimmtudagar eru í Varmábóli frá kl. 10.00 - 14:30

 
Muna að taka með nesti ef ekki er tekið fram að við eldum saman.

Hver dagur kostar 1500 kr. og þurfa krakkarnir að koma með pening.

Skráning skal senda á bolid[hja]mos.is og tilgreinið nafn barns, skóla, nafn foreldra og símanúmer.

Skráning þarf að berast fyrir kl. 16:00 deginum áður.


DAGSKRÁ

Þriðjudagurinn 18. júní Lágóból
Útileikir og sund

Miðvikudagurinn 19. júní Varmárból
Ferð í Nauthólsvík

Fimmtudagurinn 20. júní Varmárból
Íþróttahús og sund, munið eftir sundfötum

Þriðjudagurinn 25. júní Lágóból
Fjöruferð

Miðvikudagurinn 26. júní  Lágóból
Lazertag

Fimmtudagurin 27. júní Varmából
Matarsmiðja fyrir sælkerana

Þriðjudagurinn 2. júlí Lágóból
Hjólaferð, allir að koma með hjól með sér

Miðvikudagurinn 3. júlí Varmárból
Sushigerð

Fimmtudagurinn 4. júlí Varmárból
Bæjarferð

Þriðjudagurinn 9. júlí Lágóból
Lazertag

Miðvikudagurinn 10. júlí Varmárból
Baka

Fimmtudagurinn 11. júlí Varmárból
"Tie die" bolagerð, allir að koma með hvíta bómullarflík til að lita.

Þriðjudagurinn 23. júlí Lágóból
Miðbæjarferð

Miðvikudagurinn 24. júlí Lágóból
Tie die bolagerð, allir að koma með hvíta bómullarflík til að lita.

Fimmtudagurinn 25. júlí Varmárból
Ferð á hraðastaðir

Þriðjudagurinn 13. ágúst Lágóból
Fjallganga

Miðvikudagurinn 14. ágúst Varmárból
Óvissuferð

Fimmtudagurinn 15. ágúst Varmárból
Óvissuferð

Áskiljum okkur rétt til að breyta smiðjum án fyrirvara

Munið eftir nesti alla dagana og að klæða sig eftir veðri.

Félagsmiðstöðin Ból,
Mosfellsbæ
S: 566 6058
bolid@mos.is

Sundnámskeið

Sundnámskeið Kobba krókódíls og Hönnu hafmeyju

Hið sívinsæla sundnámskeið Kobba krókódíls og Hönnu hafmeyju verður haldið í Varmárlaug og Lágafellslaug fyrir fimm ára börn (fædd 2013) frá 6. – 21. Júní.
Hver hópur er 30 mínútur í lauginni í senn.

Tvö námskeiðin eru haldin í Lágafellslaug fyrra hefst kl 8:30 - 9:00 og seinna námsskeiðið hefst klukkan 9:00 – 9:30
Námsskeiðin í Varmárlaug eru þrjú: klukkan 10:00 – 10:30, 10:30 – 11:00 og 11:00 – 11:30

Námskeiðsgjald er 12.000. kr og greiðist í fyrsta tíma. Systkinaafsláttur er veittur. Mikilvægt er að börnin séu mætt 10 mínútur fyrir tímann . Í gegnum tíðina eru ófá börn sem hafa sigrast á vatnshræðslu á þessum námskeiðum. Mörg börn læra sín fyrstu sundtök og enn aðrir bæta við fyrri kunnáttu. Frábær undirbúningur fyrir skólasundkennslu.
Kennarar eru Siggeir Magnússon íþróttakennari (Kobbi krókódíll) og Svava Ýr Baldvinsdóttir íþróttakennari ( Hanna hafmeyja)

Nánari upplýsingar í íþróttamiðstöðinni að Varmá í síma 566-6754 eða 772-9406.
Skráning fer fram, í Íþróttamiðstöðinni að Varmá eða á netfangið sundnamskeid.hannaogkobbi@gmail.com.
Munið eftir að taka fram nafn barns og gsm númer forráðamanns.
 

Hraðastaðir sumarnámskeið

Námskeið fyrir börn á aldrinum 6 ára og eldri.

Við í Húsdýragarðinum á Hraðastöðum bjóðum börnum uppá að koma á námskeið hjá okkur og upplifa lífið í sveitinni.
Við bjóðum uppá vikunámskeið frá mánudegi til föstudags. Námskeiðið er fyrir börn á aldrinum 6 ára og eldri.
Okkar markmið með námskeiðinu er að börnin skemmta sér vel og læra að umgangast dýrin og njóta þess að vera í sveitinni.

Námskeiðin hefjast þann 11.júní og standa til 16.ágúst
Verð: 15.000 kr (þau námskeið sem eru einungis 4 dagar er á 12.000kr)

11-14 júní kl 09:00-12:00 og 13:00-16:00
18-21 júní kl 09:00-12:00 og 13:00-16:00
24-28 júní kl 09:00-12:00 og 13:00-16:00
1-5 júlí kl 09:00-12:00 og 13:00-16:00
8-12 júlí kl 09:00-12:00 og 13:00-16:00
15-19 júlí kl 09:00-12:00 og 13:00-16:00
22-26 júlí kl 09:00-12:00 og 13:00-16:00
29-2 ágúst kl 09:00-12:00
6-9 ágúst kl 09:00-12:00
12-16 ágúst kl 09:00-12:00

10 % systkina afsláttur

Það sem verður gert á námskeiðunum:

Börnunum verður kennt að umgangast dýrin og fóðra þau.
Þeir sem vilja fá að fara á hestbak.
Kemba og flétta hestana.
Farið verður í leiki.
Endum vikuna með grill pylsu veislu.
-Börnin er hvött til að klæða sig eftir veðri, þar sem námskeiðin eru mest megnis utandyra og gott að taka með sér nesti til að narta í.

Skráning
Við erum byrjuð að bóka á námskeiðin. Skráning sendist hér inná facebook eða á netfangið hradastadir@simnet.is
Það sem þarf að koma fram í skráningu er hvaða vika, nafn barns, aldur, nafn foreldris/forráðamanns og símanúmer.

Hlökkum til að sjá ykkur í sumar 😀
Nánari upplýsingar í síma 7767087- Linda eða 7702361- Nína

Nánari upplýsingar á facebook, Hradastadir Horse Riding & Farm.

tálgunarnámskeiðBjarni Þór Kristjánsson kennari og handverksmaður býður upp á tálgunarnámskeið í júní.
Skráning fer fram í síma 697 6294

Lýsing á námskeiðinu:
Börnin læra að beita hnífum og tálga í efnivið úr skóginum. Tálgun, útivist og brauðbakstur yfir eldi.
Lágmark í hóp eru 5 börn en hámark 8 börn.


Tímabil: 18-21. júní

Tími: 9:00 - 12:00

Námskeiðsgjald 17.500kr og staðfestingargjald er 5.000kr er greitt fyrir 11. júní. 20% systkinaafsláttur er í boði.
Aldur: 9-12 ára

Börnin þurfa að koma með nesti og klæðnað eftir veðurspá.
Efni og verkfæri innifalið í verði

Staðsetning: Álafossvegi 29, Kjallaraverkstæði hjá Palla hnífasmið.

Ukulelenám fyrir byrjendur. Vikunámskeið fyrir börn 6 – 12 ára.
Kennari er Berglind Björgúlfsdóttir, Álafossvegi 23, 3.hæð og Álafossvegi 29.

Skemmtilegt ukulelenám, tónlistarleikir og náttúruupplifun. Þegar veður leyfir verður farið í göngutúra í Reykjalundarskógi, spilað, sungið og borðað nesti. Verð 22.000kr. 20% systkinaafsláttur.

Námskeið fyrir börn 6 - 9 ára
9:00 - 13:00 / 11.12.13. júní en
9:00 - 12:00 14.júní 2019.

Námskeið fyrir börn 10 - 12 ára
9:00 - 13:00 18.19. 20.júní oen 9:00 - 12:00 21.júní 2019.

Námskeið fyrir börn 6 - 9 ára
9:00 - 12:00 / 24.-28.júní 2019

Námskeið fyrir börn 10 - 12 ára
13:00 - 16:00 / 24.-28.júní 2019

Hámark 10 nemendur í hóp.

Skráning á ljomalind@gmail.com og í síma 660-7661

Ukulele ævintýri á Álafossi

Ævintýra og útivistarnámskeið Mosverja sumarið 2019 eru fyrir börn 7-10 ára (sem eru að klára 1.-4. bekk).

Dagskrá stendur yfir frá kl. 10:00 til 16:00

Hvert námskeið stendur í eina viku í senn en dagskrá námskeiðanna nær yfir tvær vikur. Dagskráin er fjölbreytt og spennandi og byggist upp á skemmtilegri útiveru. Nauðsynlegt er að þátttakendur hafi aðgang að reiðhjóli og hjólahjálmi.

Námskeiðin eru tilvalin fyrir hressa krakka sem vilja fara í alvöru ævintýri í sumar!

Dæmi um viðfangsefni: Hjólaferðir, fjöruferð, sundferð, baka brauð við eld, ratleikur með verkefnum og allskonar skemmtilegt

Dagsetningar fyrir Ævintýranámskeið:
11.-14. júní – ath. 4 dagar*
18.-21. júní – ath. 4 dagar*
24.-28. júní
1.-5. júlí
8.-12. júlí
12. 16. ágúst

Hvar?
Skátaheimilið að Álafossvegi 18

Hvenær?
Námskeiðin eru frá kl. 10.00 – 16.00

Vikunámskeið kostar 14.000 kr (*4. daga vikur á 12.000,-)

Frekari upplýsingar á sumar@mosverjar.is 

Skráning fer fram á https://skatar.felog.is/ og hefst 25. apríl.

facebook page Mosverja

     

 


English

Summer Reading Program for Children starts Saturday, May 25th
The Summer Reading Program is organized to encourage children to read during the summer vacation. This will help them to improve their reading skills and vocabulary as well as to stay in touch with the wonderful world of books.
Registration takes place at the Library. Get-together will be on the first Thursday of every month at 14.00.
The Summer Reading Program ends in September.

Creative Writing Workshop for Children, 10-12 years of age
The workshop will be held at the Library Wednesday, Thursday and Friday,
12th - 14th of June at 13.00 - 15.30 each day. Instructor is writer Davíð H. Stefánsson emphasizing wordplay, jokes and narratives. No prior writing experience needed – just willingness to play with the language and engage with words! Light refreshments will be served. All is free of charge.
Registration takes place at the Library.
Please register as soon as possible as the number of participants is limited.

Responsible for children’s programs at Mosfellsbær Public Library is Ásdís Guðmundsdóttir, email: asdisg@mos.is 

Email:  bokasafn@mos.is
Homepage: www.bokmos.is
Facebook: www.facebook.com/bokmos


Summer 2018 will the division ,,Afturelding Track and Field“ offer a popular "Free Sports/Track and Field" course for the 6-9 year old kids and 10-12 year old kids. "Track and Field" course Aftureldingar is a sports and game course held during the summer. The main objective of the course is to promote and enhance the physical and mental development of children, and provide a wide range of sports and game education. The policy of division ,,Afturelding Track and Field“ is to build a healthy and good lifestyle for children, let them try new games and sports at the request of parents who want their children to receive comprehensive training in a safe environment. Coaches are Guðlaug Bergmann Sigfúsdóttir and Matthías Már Heiðarsson. They have both completed courses from Icelandic Athletic Association(http://fri.is/en/home-2/).

This summer course is very good to get to know Track and Field, play games and to have fun, and offcourse getting to know new kids. Coaches are very good and have long experience from training them selfs.


UMFAThe handball-school will be held in August.

The first course: from 7th to 10th of August.
The second course: from 13th to 17th of August.

We will be practising passing the ball, grips and shots, defence and attacks. Various techniques will also be trained.

Participants will be divided into age groups.
Special handball-guests will visit us.

Registration: sigrunmas@gmail.com
LeikgleðiMosfellsbær amateur theatre company will offer their popular music- and theatre courses this summer. Various courses are offered for children and teenages aged 6-8 years, 9-12 years and 13-16 years old. During the courses, students will work on their confidence, presence and speech, come out of their shell and get to know various sides of the theatre. More information about the courses and registration is on Leikgleði's website www.leikgledi.is

facebookpage

Golfklúbburinn KjölurThis summer, Mosfellsbær Golfclub will host a number of courses for kids from the age of 6 years old. Last few years these courses have been very popular and the majority of our best golfers today took their first steps going through the courses.

During the courses we will cover all the basic details of the golf swing as well as the rules and how to play the game. The courses will be set up in a simple fun way including a lot of games and activities off the course as well.

Each course will be spilt up to smaller groups. We will try to have similar age together as well as boys and girls.
Everybody can join and we have all the equipment needed to lend the kids during the courses.

Registration starts at the 1.st of May at our website https://www.golfmos.is/Afreksstarf/Sumarnamskeid-barna

 • Námskeið 1 (Verð 38.900 kr)
  11. - 21. júní (8 days)
 • Námskeið 2 (Verð 23.900 kr)
  8. - 12. júlí (5 days)
 • Námskeið 3 (Verð 23.900 kr
  15. - 19. júlí (5 days)
 • Námskeið 4 (Verð 19.900 kr)
  6. - 9. ágúst (4 days)
 • Námskeið 5 (Verð 23.900 kr)
  12. - 16. ágúst (5 days)

The courses will between 9:00 and 15:00 and are open for children born from 2007 – 2012.
For more information please contact us with email to dg@golfmos.is

Hestmennt

Riding school for children in Mosfellbær.

We offer weekly courses from Monday to Friday 9-12 pm. or 13-16 pm.
Riding courses are for children from 6-14 years.
The courses start on June 11 and last until August 22.

Course for little kids will be for 4-6 years old in July 22-26. Time:  9 - 12.

Further information can be found at www.hestamennt.is

Registration at hestamennt[hjá]hestamennt.is

More information, call: 865-2809 - Fredrica 

Riding school is located in the area of stables of the riding club, Hörður in Mosfellsbær.

Hestmennt námskeið

 Riding club Hörður
Workshops on Tuesdays and Thursdays are for 5., 6., and 7. Grade.
And on Wednesdays are only for 7. Grade.

Tuesdays are in Lágóból from 10:00-14:30
Wednesdays are in Varmárból and Lágóból in turns from 10:00-14:30
Thursdays are in Varmárbóli from 10:00-14:30

Remember to take with you lunch if we don´t say that we are eating together.

Each day costs 1500 kr. And the kids need to bring money. Registration should send to the email bolid @mos.is and specify the name of the child, school, name of a parent and phonenumber.

Registration should be sent befor 16:00 the day befor.

PROGRAM

Tuesday 18. june Lágóból
Play outside and to to the swimmingpool.

Wednesday 19. june Varmárból
Trip to Nauthólsvík

Thursday 20. june Varmárból
Go to the sporthouse and swimmingpool, remember the swimmwear

Tuesday 25. june Lágóból
Coast tour

Wednesday 26. june Lágóból
Lazertag

Thursday 27. june Varmából
Foodmaking for gourmet lovers

Tuesday 2. july Lágóból
Biking, everybody bring bike with them

Wednesday 3. july Varmárból
Sushi making

Thursday 4. july Varmárból
Trip downtown

Tuesday 9. july Lágóból
Lazertag

Wednesday 10. july Varmárból
Baking

Thursday 11. july Varmárból
Tie die T-shirt colouring, everybody bring white cottongarment to colour.

Tuesday 23. july Lágóból
Trip downtown

Wednesday 24. july Lágóból
Tie die T-shirt colouring, everybody bring white cottongarment to colour.

Thursday 25. july Varmárból
Trip to the zoo Hraðastaðir

Thuesday 13. august Lágóból
Fjallganga/walk on a mountain


Wednesday 14. august Varmárból
Surprice trip

Thursday 15. august Varmárból
Surprice trip


It is possible that this program can be change with out any notice

Remember to take with you lunch and dress after weather.

Félagsmiðstöðin Ból,
Mosfellsbæ
S: 566 6058
bolid[att]mos.is

Veturinn 2019-2020 verður nóg framboð af spennandi afþreyingu fyrir börn og unglinga í Mosfellsbæ.

Leikfélag Mosfellssveitar stendur fyrir hinum sívinsælu Leikgleði námskeiðum í vetur. Í boði verða 10 vikna námskeið fyrir börn og unglinga á aldrinum 8-12 ára og 13-16 ára. Námskeiðin eru kennd einu sinni í viku í Bæjarleikhúsinu í Mosfellsbæ.
Á námskeiðunum vinna nemendur með sjálfstraust, framkomu og framsögn, sigrast á feimni og kynnast hinum ýmsu þáttum sem snúast að leikhússtarfi.
Nánari upplýsingar um námskeiðin og skráning eru á heimasíðu Leikgleði, www.leikgledi.is
Endilega hafið samband í gegnum tölvupóst á leikgledi@gmail.com með spurningar. Vinsamlegast sýnið því skilning að það getur tekið 1-4 daga að fá svar. Einnig má hringja í Evu Björgu í síma 694-8964.

Fylgstu með Leikfélaginu á facebook og instagram og Leikgleði á facebook og youtube.

Vetraræfingar hjá GM

Golfklúbbur Mosfellsbæjar býður upp á golfæfingar fyrir krakka á öllum aldri yfir vetrartímann. Æfingarnar hefjast í nóvember og standa yfir í allan vetur. Allar nánari upplýsingar um æfingar eru á https://www.golfmos.is/Afreksstarf/golfaefingar-hja-gm

Haustönn 2019
Fyrir börn fædd 2014, 2015 og 2016
Laugardaginn 14.september hefst Íþróttaskóli barnanna að nýju.
Um er að ræða 12 tíma námskeið í Íþróttamiðstöðinni að Varmá og lýkur skólanum laugardaginn 30.nóvember.

Tímasetning: Börn fædd 2016: kl. 09:15 – 10:10
Börn fædd 2015: kl. 10:15 – 11:10
Börn fædd 2014: kl. 11:15 – 12:10
Námskeiðsgjald er kr. 10.000.- veittur er systkinaafsláttur.

Skráning: Hægt er að senda póst á netfangið, ithrottaskolinn@gmail.com. Einnig er hægt að skrá á fésbókarsíðu Íþróttaskólans, Íþróttaskóli barnanna Afturelding.
Upplýsingar sem verða að koma fram eru nafn og kennitala barns sem og gsm númer forráðamanns/forráðamanna.

Fjölbreytni er mikil í Íþróttaskólanum. Farið er í hina ýmsu leiki, við syngjum og dönsum. Mikið unnið með bolta (kasta, grípa, drippla, blaka, sparka), badminton, grunnhreyfingar í fimleikum, styrkur, þol, fimi, þor o.fl.
Íþróttaskólinn er góður undirbúningur fyrir íþróttakennslu þar sem þau kynnast umhverfi og reglum í íþróttahúsi (búningsklefinn, starfsfólkið, röðin, agi, tillitssemi). Foreldrar taka virkan þátt með börnunum sínum 

Nánari upplýsingar má nálgast: í síma 772-9406, á heimasíðu Aftureldingar, afturelding.is eða sendið fyrirspurn á ithrottaskolinn@gmail.com. Erum á facebook (Íþróttaskóli barnanna Afturelding)

Hlakka til að sjá ykkur í Íþróttamiðstöðinni að Varmá.
Svava Ýr Baldvinsdóttir, íþróttakennari
og allir hinir íþróttaálfarnir í Íþróttaskólanum


Á námskeiðinu þjálfast nemendur í leirmótun, teikningu og hugmyndavinnu. Lögð er áhersla á að styrkja skapandi hugsun, persónulega tjáningu og leikgleði nemenda.
Myndlistarnám er þroskandi fyrir börn og unglinga. Það þjálfar bæði hug og hönd og kemur að góðu gagni á mörgum sviðum, bæði í skóla og í daglegu lífi. Það þjálfar einbeitingu, athygli og smekk, örvar ímyndunaraflið og opnar augun fyrir umhverfinu.

Heimasíða Myndlistaskólans

Hlutverk tónlistardeildarinnar er að efla almenna tónlistarfræðslu og gera öllum kleift að stunda nám í hljóðfæraleik og söng sem þess óska. Í skólanum er kennt á öll helstu hljóðfæri, auk söngnáms, en alls eru kenndar 17 námsgreinar við skólann.

Heimasíða Listmos

Sund er kjörin hreyfing sem reynir á allan líkamann án þess að einstakir líkamshlutar verði fyrir of miklu álagi. Vatnið hefur þann eiginleika að gera mann „léttari“ þannig að álag á liði og vöðva verður minna en á þurru landi. Sund er því góður kostur fyrir alla.

Sund er kjörin hreyfing sem reynir á allan líkamann án þess að einstakir líkamshlutar verði fyrir of miklu álagi. Vatnið  hefur þann eiginleika að gera mann „léttari“ þannig að álag á liði og vöðva verður minna en á þurru landi. Sund er því góður kostur fyrir alla.


Heimasíða Lágafellslaugar

Kraftlyftingar og Olympískar lyftingar á þriðjudögum kl.19:00 með þjálfara.

Hraustir krakkar eftir skóla tvisvar í viku á þriðjudögum og fimmtudögum.

Heimasíða Eldingar

DansskólinnBarnadansar 4 - 6 ára - Skemmtilegt námskeið fyrir yngstu kynslóðina og frábær hreyfing.

Freestyle dans - Freestyle og break. Skemmtilegir dansar, skemmtileg tónlist.

Hjóna og paranámskeið

Innritun og upplýsingar í síma: 866 2640 og 866 2494 12. - 19. janúar, milli kl. 19:00 - 21:00

Kennslustaður: Varmárskóli Mosfellsbæjar

Afturelding býður upp á æfingar hjá 10.deildum yfir vetrartímann.
Hægt er að skoða hverja deild fyrir sig inn á afturelding.is

Deildirnar sem boði eru:
• Blak
• Fimleikar
• Frjálsar
• Handbolti
• Karate
• Knattspyrna
• Körfubolti
• Sund
• Taekwondo

Skráning og upplýsingar um æfingatíma er inn á afturelding.is


Hestamannafélagið Hörður í Mosfellsbæ býður upp á reiðnámskeið fyrir börn og ungmenni með fötlun. Öll börn og ungmenni sem við einhverns konar fötlun eða skerta getu að stríða vegna sjúkdóma eða af öðrum ástæðum og sem hafa áhuga á að umgangast hesta eða vilja kynnast hestamennsku geta komið á 10 vikna námskeið.

Heimasíða Harðar

Mosverjar
Í skátastarfi upplifum við náttúruna, útivistina og félagsskapinn með vinum okkar. Við lærum að umgangast okkur sjálf, samfélagið og umhverfið okkar á ábyrgan hátt með leikinn í fyrirrúmi. Hver áskorun er ævintýri.
Við hittumst vikulega og förum auk þess í dagsferðir, útilegur og skátamót.
Starfið skiptist í eftirfarandi aldursbil,
Drekaskátar - 2.-4. bekkur
Fálkáskátar - 5.-7. bekkur
Dróttskátar - 8.-10. bekkur
Rekka- og Róverskátar - framhaldsskóli og eldri

Auk þess er alltaf pláss fyrir áhugasama fullorðna sjálfboðaliða.
Upplýsingar um og myndir úr starfinu má finna hér: www.facebook.com/mosverjar
Einnig má senda tölvupóst á mosverjar@mosverjar.is


Skautaæfingar er góð og holl hreyfing fyrir krakka og mjög góður grunnur að heilbrigðu líferni. Með skautaæfingum eflist styrkur, þol og teygjanleiki og börnin eflast í samvinnu að sameiginlegu markmiði.

Heimasíða Björnsins

Grunnur að farsælu starfi björgunarsveitar er fólgið í þeirri nýliðun sem fæst með öflugu starfi unglingadeildar. Í Kyndli eru starfandi um 40 unglingar í yngri og eldri deildum. Til að starfa með unglingadeild Kyndils þarftu að vera á aldrinum 14-18 ára. Í boði er skemmtilegt félagsstarf og fá meðlimir unglingadeildar þjálfun og leiðsögn frá reyndu björgunarsveitarfólki. Mikil áhersla er lögð á útivist í náttúru Íslands. Hafir þú áhuga á að ganga til liðs við unglingadeild Kyndils þá er um að gera að hringja og mæta á kynningarfund.

World Class

• Unglingahreysti
• Dans 7-9, 10-12, 13-15 og 16+
• Opna hóptíma
• Leiðsögn í tækjasal

Heimasíða World Class

Hjá Leynileikhúsinu geta ungir leiklistarunnendur sótt fjölbreytt og skapandi námskeið í leiklist. Á námskeiðunum er unnið er að því að efla framkomu, sköpunarkraft og tækni hvers og eins nemanda, með leikgleði og frumsköpun að leiðarljósi. Einkunnarorð Leynileikhússins eru einmitt LEIKGLEÐI! Leynileikhústímarnir fara fram í skólabyggingum víða um höfuðborgarsvæðið. Slíkt skapar vissulega heildstæðari vinnudag fyrir börnin og minni þörf er á skutli eða strætóferðum til að börnin geti stundað sitt áhugamál.

Heimasíða Leynileikhússins

• SUNNUDAGASKÓLI
Sunnudagaskólinn eru alla sunnudaga yfir vetrartímann klukkan 13:00 í Lágafellskirkju. Þar er komið saman sungið og leikið og eru foreldrar hvattir til þátttöku.

• FORELDRAMORGNAR
Á Foreldramorgnum býður Lágafellssókn foreldrum og ungum börnum þeirra að hittast í safnaðarheimilinu og ræða saman, skiptast á skoðunum og deila reynslu sinni af barnauppeldi.
Í Safnaðarheimilinu er góð aðstaða fyrir börn og hægt að komast út á svalir með barnavagna.

Hálfsmánaðarlega er fræðsla frá utanaðkomandi aðila um málefni sem tengist börnum og barnauppeldi. Fræðslan í haust verður m.a: skyndihjálp barna, svefnvenjur, ungbarnanudd, tengslamyndun o.fl. Dagskrána má sjá inn á Facebook: Foreldramorgnar í Lágafellskirkju, Mosfellsbæ

Foreldramorgnar byrja 12.september og eru á fimmtudögum milli kl. 10:00 - 12:00

• T.T.T
TTT er starf fyrir öll tíu til tólf ára börn sem vilja taka þátt í starfi kirkjunar. Hver samvera byggist upp á leikjum, fræðslu og tónlist.
Við hittumst einu sinni í viku á fimmtudögum milli 17:00-18:00 í safnaðarheimili kirkjunar að Þverholti 3. 2. hæð. Allir velkomnir.


• SOUND – ÆSKULÝÐSSTARF LÁGAFELLSKIRKJU
Sound er félagskapur fyrir alla unglinga í 8. 9 og 10 bekk. Við gerum eitthvað skemmtilegt á hverjum fundi einnig verður farið í nokkrar ferðir. Fundirnir eru á þriðjudögum kl. 19:30 í safnaðarheimili kirkjunar Þverholti 3. 2. hæð.

Nánari upplýsingar um starfið er hægt að nálgast á www.lagafellskirkja.is