Grunnskólar

GrunnskólarGrunnskólar Mosfellsbæjar starfa eftir lögum um grunnskóla  nr. 91/2008 og reglugerðum við þessi lög, Aðalnámskrá grunnskóla frá 2011, stefnumörkun Mosfellsbæjar um skólamál (Skólastefna Mosfellsbæjar frá 2010, skýrsla um sérfræðiþjónustu frá 2012) og öðrum samþykktum bæjarstjórnar Mosfellsbæjar er snerta skóla. Auk þess tekur starfsemi skólanna mið af öðrum lögum um opinbera þjónustu, reglugerðum við þau auk kjarasamninga starfsmanna.

Sjálfstæði grunnskólanna í Mosfellsbæ hefur aukist á undanförnum árum. Með sjálfstæði skóla er átt við faglegt, fjárhagslegt og stjórnunarlegt sjálfstæði skóla til að útfæra þá stefnu sem mörkuð hefur verið af ríki (lög, reglugerðir og aðalnámskrá), sveitarfélaginu og með kjarasamningum.

FJÓRIR SKÓLAR STARFA Í MOSFELLSBÆ

 

Skóli Heimilisfang Sími Vefsíða    
Varmárskóli Varmársvæði 525 0700 Varmárskóli.is
Lágafellsskóli
Lækjarhlíð 1
525 9200
Lágafellsskoli.is
Krikaskóli Sunnukriki 1 578 3400 Krikaskoli.is
Helgafellsskóli  Gerplustræti 14  547 0600 
Helgafellsskoli.is

Frístundasel fyrir 1. - 4. bekk eru starfrækt af Grunnskólum Mosfellsbæjar.

Markmið frístundaseljanna er að mynda heildstæða umgjörð um skóladag barnanna. Frístundaselin bjóða upp á margvísleg verkefni, t.d. íþrótta-, tómstunda-, lista- og menningarverkefni.  Helstu áherslur í starfinu eru öryggi, útivist, hreyfing, fjölbreytni, tómstundir, íþróttir og vellíðan.  

Að öllu jöfnu eru frístundasel opin daglega alla daga á starfstíma skóla, en daglegur opnunartími tekur þó mið af því hvernig skólinn fléttar starfið inn í daglega viðveru barna í skólanum og getur því verið breytileg frá ári til árs.  Í samræmi við starfsáætlanir grunnskólanna ber skólastjórum að upplýsa foreldra að vori um fyrirkomulag næsta skólaárs.

Metnaðarfull skólamötuneyti í Mosfellsbæ

Mosfellsbær hefur samþykkt samræmda stefnu um skólamötuneyti leik- og grunnskóla í samræmi við ráðleggingar Lýðheilsustöðvar.
Í Mosfellsbæ er lögð áhersla á að í skólamötuneytum bæjarins njóti skólabörn fjölbreyttrar fæðu í hæfilegu magni, að matvælin séu rík af næringarefnum, fersk og að þau séu í háum gæðaflokki. Lögð er áhersla á að farið sé eftir ráðleggingum Lýðheilsustöðvar hvað varðar fæðuval, næringargildi og skammtastærðir.
Stefnunni skal náð með eftirfarandi leiðum:
Hádegisverður í skólamötuneytum bæjarins er þannig samsettur að einn þriðjungur af disknum er grænmeti og/eða ávextir, annar þriðjungur kolvetnarík matvæli, helst gróft og trefjaríkt kornmeti eða kartöflur og þriðji þriðjungurinn próteinrík matvæli, svo sem fiskur, kjöt, egg, baunir eða mjólkurvörur.
Matseðlar eru gerðir fyrir sex vikur í senn. Þeir birtast á heimasíðum skólanna og eiga að vera mjög lýsandi fyrir samsetningu og innhald hvers hádegisverðar.
Leik- og grunnskólar hafa sömu samsetningu og sömu uppbyggingu matseðla til að einfalda fjölskyldum að samræma sínar máltíðir við máltíðir skólanna.
Starfsfólk í skólamötuneytum Mosfellbæjar verði ávallt vel upplýst  um mikilvægi fjölbreyttar fæðu, um ferskleika og gæði matvæla.
Við innkaup á matvælum verði ávalt leitast við að kaupa matvæli sem eru fersk og í háum gæðaflokki og með hagkvæmni í innkaupum að leiðarljósi í samræmi innkaupastefnu bæjarins á hverjum tíma.
Hægt er að nálgast gjaldskrá mötuneyta grunnskólanna í flipa hér ofar - Tengd skjöl:
Samræmda stefnu skólamötuneyta má skoða hér að neðan í flettiriti en einnig hlaða niður pdf skjali hér:

Réttur á skólaakstri:
Þeir sem eiga rétt á skólaakstri eru þeir sem eiga heima í 1,5 km fjarlægð eða fjær frá sínum hverfisskóla.  Skemmri vegalengd telst vera í göngufæri við skóla.  
 

Eftirfarandi götur eru í 1,5 km. fjarlægð eða fjær frá Varmárskóla og eru á skólasvæði Varmárskóla skv. samþykkt bæjarstjórnar Mosfellsbæjar á 419. fundi þann 11. maí  2005. Nemendur sem búa við þessar götur eiga rétt á skólaakstri: Engjavegur, Furubyggð, Grenibyggð, Krókabyggð, Lindarbyggð, Reykjabyggð, Reykjamelur og Reykjavegur. Einnig nemendur sem búa í húsum utan gatnakerfis og eru í meira 1,5 km. fjarlægð frá skólanum, þar með talið nemendur úr Leirvogstungu og Mosfellsdal. 

Skráning í skólabíl haust 2019
Barnið mitt fer í skólabíl að morgni:
Barnið mitt fer HEIM með bíl klukkan:
Barnið mitt fer heim á mismunandi tímum eftir dögum í hverfi:

*Stjörnumerkta reiti þarf að fylla út.