Leikskólar

LeikskólabörnSkólafulltrúi hefur umsjón með faglegu leikskólahaldi í Mosfellsbæ. Í því felst m.a. umsjón með uppeldisstarfinu, sérfræðiþjónustu, biðlistum og úthlutun leikskólaplássa. Skólafulltrúi hefur umsjón með átaks og þróunarverkefnum sem skólaskrifstofa stendur fyrir, svo og endur- og símenntun. Skólafulltrúi veitir leikskólunum ráðgjöf og stuðlar að samstarfi þeirra við aðra skóla, s.s. grunn - og tónlistarskóla með samræmingu og tengsl í huga.

 
Skólafulltrúi hefur umsjón og eftirlit með dagforeldrum bæjarins, veitir þeim ráðgjöf og sér um leyfisveitingu til þeirra, svo og umsjón með gæsluvelli.
Skólafulltrúi er ráðgefandi við bæjaryfirvöld um leikskólamál, sinnir erindum og hefur með höndum umsýslu og eftirlit er lýtur að leikskólum, gæsluleikvelli og dagforeldrum.

LEIKSKÓLAR Í MOSFELLSBÆ

Skóli Heimilisfang Sími Vefsíða    
Hlaðhamrar
Við Hlaðhamra  566 6351  hladhamrar  
Hlíð
Við Langatanga 566 7375 hlid
Hulduberg
Við Lækjahlíð  586 8170 hulduberg 
Höfðaberg
Æðarhöfði 2  571 1911 hofdaberg   
Krikaskóli
Sunnukriki 1 578 3400 krikaskoli
Helgafellsskóli  Gerplustræti 14  547 0600  Helgafellsskóli 
Leirvogstunguskóli
Laxatunga 70 586 8648 leirvogstunguskoli
Reykjakot
Krókabyggð 2 566 8606 reykjakot
Skólafulltrúi: Gunnhildur María Sæmundsdóttir.
Staðsetning: 3. hæð í Kjarna, Þverholti 2
Sími: 525 6700
Netfang: gs[hja]mos.is
Fræðslunefnd  fer með yfirumsjón leikskólamála í umboði bæjarstjórnar.