Listaskóli

Allar undirstofnanir Listaskólans nema tónlistardeildin eru reknar sem sjálfstæðar einingar og gerðir hafa verið samstarfssamningar á milli Listaskólans og Skólahljómsveitar Mosfellsbæjar, Myndlistarskóla Mosfellsbæjar og Leikfélags Mosfellssveitar. 


Markmið Listaskólans er að samþætta starfsemi þessara stofnana og að tryggja tengsl milli þeirra. Þá er lögð áhersla á að fléttuð verði saman starfsemi Listaskólans við grunn- og leikskóla. Hlutverk Listaskólans er einnig að auka tengsl við aðila utan stofnana bæjarins, ekki síst starfandi listamenn. Það má því segja að Listaskóli Mosfellsbæjar sé regnhlíf yfir fjölbreytta listastarfsemi í Mosfellsbæ.

Listaskólinn samanstendur af:

Tónlistardeild 
Skólahljómsveit Mosfellsbæjar
Myndlistarskóla Mosfellsbæjar
Leikfélagi Mosfellssveitar

Aðsetur: Háholt 14, 3. og 4. hæð
Símar: 566 6319 og 566 6819
Skólastjóri: Atli Guðlaugsson
Viðtalstími: Alla virka daga milli kl. 11:00 - 12:00
Opnunartími: Alla virka daga milli kl. 13:00 - 17:00

Veffang: www.listmos.is

Tónlistarskólinn var stofnaður árið 1966. 1. febrúar árið 2006 var Listaskóli Mosfellsbæjar stofnaður og varð þá Tónlistarskólinn að tónlistardeild innan Listaskólans.

Hlutverk tónlistardeildarinnar er að efla almenna tónlistarfræðslu og gera öllum kleift að stunda nám í hljóðfæraleik og söng sem þess óska. Í skólanum er kennt á öll helstu hljóðfæri, auk söngnáms, en alls eru kenndar 17 námsgreinar við skólann.
Aðsetur: Í Varmárskóla
Stjórnandi: Daði Þór Einarsson.
Netfang: dadithor[hja]mos.is / skomos[hja]ismennt.is
Upplýsingar um þátttöku og innritun í síma: 525 0715

Veffang: www.listmos.is

Tilgangur með starfsemi hljómsveitarinnar er að gefa börnum í Mosfellsbæ kost á ódýru og skemmtilegu tónlistarnámi.

Skólahljómsveitin er rekin sem sjálfstæð eining en er hluti af Listaskóla Mosfellsbæjar. Skólahljómsveitin er með aðsetur í Varmárskóla og aðstöðu til kennslu í Lágafellsskóla. Nemendur eru milli 120 - 130 og í þeim hópi eru nokkrir eldri félagar. Hljómsveitinni er skipt í fjóra hópa sem eru byrjendur, yngri deild, eldri deild og gamlir félagar.

Kennt er á hljóðfæri samkvæmt námskrá tónlistarskóla og tónfræði kennd í hljóðfæratímum og í samvinnu við Tónlistardeild Listaskóla Mosfellsbæjar. Nemendur koma tvisvar í viku í einkatíma fyrst um sinn, en einu sinni í viku þegar þeir eru orðnir fullgildir félagar í sveitinni. Samæfingar eru einu sinni í viku fyrir yngstu nemendurna en tvisvar í viku fyrir þá eldri.
Tónfundir eru tvisvar á ári fyrir foreldra og tvennir stórtónleikar vor og haust, en hljómsveitin kemur að jafnaði fram 55-60 sinnum á ári.

Farið er í æfingabúðir auk tónleikahalds og þátttöku á landsmótum Samtaka íslenskra skólahljómsveita. Einnig er samstarf við aðrar hljómsveitir s.s. í Stykkishólmi og Akranesi.
Aðsetur: Álafossvegur 23, 270 Mosfellsbær
Sími: 5668710 Skólastjóri: Ásdís Sigurþórsdóttir
Netfang: myndmos[hja]heimsnet.is

Veffang: www.myndmos.is

Myndlistarskólinn er til húsa í gamla verksmiðjuhúsinu í Álafosskvos.

Myndlistarskóli Mosfellsbæjar er með myndlistarnámskeið fyrir börn, unglinga og fullorðna og skiptist skólaárið í tvö sjálfstæð misseri. Starfstími skólans fylgir skólastarfi grunnskólanna. Haustönn hefst að jafnaði um miðjan september og lýkur um miðjan janúar. Vorönn hefst upp úr miðjum janúar og lýkur í byrjun maí.

Kennd eru undirstöðuatriði teiknunar, mótunar og málunar og þess gætt að verkefnin séu fjölbreytt, hvað varðar efni og innihald og verkefnin hæfi aldri og þroska nemendanna.

Skólinn býður upp á sumarnámskeið fyrir börn og unglinga að loknu skólaári grunnskólanna og ávallt er leitast við skólann starfi fagfólk með þekkingu og reynslu á sviði myndlistar og barnastarfs.

Myndlistarskólinn vinnur árlega að sameiginlegri dagskrá og sýningum þeirra aðila er starfa undir merkjum Listaskóla Mosfellsbæjar.
Aðsetur: Bæjarleikhúsinu v/Þverholt, 270 Mosfellsbær
Sími: 5667788
Formaður: Ólöf A. Þórðardóttir
Framkvæmdastjóri: María Guðmundsdóttir
Netfang: lmolof@visir.is

Leikfélagið starfrækir leikhús í bænum allt árið um kring og eru yfirleitt settar upp tvær veglegar leiksýningar á leikhúsárinu. Leikfélagið tekur þátt í fjölda uppákoma og menningarviðburða í Mosfellsbæ, s.s. þrettándabrennu, dagskrá á sumardaginn fyrsta, dagskrá á 17. júní, jólatrésskemmtunum og fleira. Leiklistarskóli er starfræktur fyrir börn og unglinga á sumrin.

Árlega vinnur leikfélagið að sameiginlegri dagskrá og sýningum þeirra aðila er starfa undir merkjum Listaskóla Mosfellsbæjar.