Blátunnan

Í blátunnurnar má setja allan pappírs og pappaúrgang, svo sem dagblöð, tímarit, fernur, sléttan pappa, eggjabakka, skrifstofupappír og bylgjupappa. Tunnurnar eru tæmdar á um 21 daga fresti og efnið flutt til endurvinnslu.

Sléttur pappír er til dæmis í umbúðum utan af morgunkorni, ýmsum skyndiréttum, kexi, þvottaefni og þess háttar. Bylgjupappi er til að mynda pitsukassar og pappakassar.

Svo ekki komi ólykt við geymslu skal skola fernurnar vel áður en þeim er skilað. Mikilvægt er að fjarlægja allar matarleifar eða plastumbúðir sem kunna að leynast í pappaumbúðum.

Ekki er gefinn kostur á því að sleppa við að fá bláa pappírstunnu í tilfellum þar sem aðilar eru nú þegar með endurvinnslutunnu frá gámafélagi, þar sem mikilvægt er að endurvinnsluefnið skili sér til Sorpu bs. sem er í eigu Mosfellsbæjar og annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og um verðmætt efni að ræða sem getur lækkað kostnað við verkefnið verulega. Bláa tunnan kostar ekkert aukalega fyrir íbúa en sorphirðugjald er innheimt með fasteignagjöldum.